Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 62
50 skák Helgin 12.-14. október 2012  Skákakademían Bækur  Herbergi Emma Donoghue -sda  Jesúsa, óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus Elena Poniatowska -pbb  Örlagaborgin – Brota- brot úr afrekasögu frjálshyggjunnar. Fyrri hluti. Einar Már Jónsson -pbb  Sagan af klaustrinu á Skriðu Steinunn Kristjáns- dóttir -pbb Tónlist  Room Eivör Pálsdóttir -drg Leikhús  Á sama tíma að ári Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson og Bjarni Haukur Þórsson. Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson og Nína Dögg Sigurðardóttir. -SS  Rautt Höfundur: John Logan. Leikstjórn: Kristín Jó- hannesdóttir. Leikarar: Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson. -mt Bíó  Comic-Con Episode IV: A Fan's Hope Leikstjóri: Morgan Spurlock -ÞÞ  Djúpið Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson. -ÞÞ Gagnrýni Fréttatímans Goðsögn að tafli á Íslandsmóti S kákunnendum hlýnaði um hjartarætur þegar Friðrik Ólafsson settist að tafli á Ís- landsmóti skákfélaga um síðustu helgi. Friðrik er goðsögn í ís- lenskri skáksögu og maðurinn á bak við þá ótrúlegu staðreynd að örþjóð í norðri varð stórveldi í skákheiminum. Hann fæddist 1935 og varð fyrst Íslandsmeist- ari árið 1952. Sex árum síðar var hann útnefndur stórmeistari, enda var hann þá þegar kominn í hóp fremstu skákmanna heims. Á löngum og glæsilegum ferli lagði Friðrik ekki færri en fjóra heims- meistara, meðal annars sigraði hann Bobby Fischer og Mikail Tal í tvígang. Hann var forseti Al- þjóða skáksambandsins 1978-82 og nýtur ómældrar virðingar um veröld víða. Friðrik, sem nú er á 78. aldurs- ári, sýndi góða takta á Íslands- mótinu en hann teflir undir merkjum Taflfélags Reykjavíkur sem freistar þess að ná Íslands- meistaratitlinum af ofursveit Bol- víkinga. Eftir fjórar umferðir af sjö eru Bolvíkingar efstir en TR-ingar, nýliðar Víkingaklúbbsins, TR og Taflfélag Vestmannaeyja eiga líka möguleika á titlinum. Hvar er hægt að tefla? Mörg skákfélög í Reykjavík og ná- grenni eru með öfluga starfsemi, og það sem meira er: Æfingarnar eru flestar ókeypis og öllum opnar. Hér er yfirlit yfir þær æfingar sem standa áhugamönnum til boða. Klippið út og setjið á ísskápinn!  Mánudagur kl. 13-15: Skákæfing í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir. Hverfisgötu 47.  Mánudagur kl. 17.15-18.45: Skákæfing fyrir börn og ungmenni hjá Taflfélaginu Helli, Álfabakka 14a.  Mánudagur kl. 19.30: Hraðskákmót í KR, Frostaskjóli.  Þriðjudagur kl. 13: Æfingar hjá Skák- félagi eldri borgara, Stangarhyl 4.  Þriðjudagur kl. 17-19: Skákdeild Hauka á Ásvöllum (5000 kr. veturinn).  Miðvikudagur kl.14.10-15.10. Tafl- félag Garðabæjar með æfingar fyrir börn og ungmenni í Hofstaðaskóla. (5000 kr. veturinn).  Miðvikudagur kl. 15.10-16.10. Tafl- félag Garðabæjar með æfingar fyrir börn og ungmenni (lengra komin) í Hofstaðaskóla. (5000 kr. veturinn).  Miðvikudagur kl. 17.30-18.30: Æfing fyrir börn og fullorðna hjá skákdeild Breiðabliks, Stúkunni, Kópavogsvelli.  Miðvikudagur kl. 17.30-18.30: Æfing fyrir börn og ungmenni í KR, Frosta- skjóli.  Miðvikudagur kl. 18: Gallerí Skák, Bolholti 6. Skákmót með 10 mínútna umhugsunartíma. (1000 kr., veitingar innifaldar).  Fimmtudagur kl. 14-15: Taflfélag Garðabæjar með æfingar fyrir börn og ungmenni í Flataskóla.  Fimmtudagur kl. 15.30-16.30: Tafl- félag Garðabæjar með æfingar fyrir börn og ungmenni í Sjálandsskóla.  Föstudagur kl. 14.30: Æfing fyrir börn og ungmenni á vegum Skák- skólans og Skákakademíu Kópavogs, Stúkunni, Kópavogsvelli.  Laugardagur kl. 11-12.30: Skákæf- ingar fyrir börn og unglinga á vegum skákdeildar Fjölnis, Rimaskóla.  Laugardagur kl. 14-16: Skákæfingar fyrir börn og fullorðna á vegum Tafl- félags Reykjavíkur, Faxafeni 12. SkÁkþRAutIn Hvítur mátar í 1 leik! Allt er á öðrum end- anum í skákþraut vikunnar. Svarta drottningin lætur dólgslega og hótar hvítum riddara á g3. Hvítur er hins vegar í stórsókn á kóngsvæng og getur galdrað fram mát í einum leik. Skoðið stöðuna vel!Margar ókeypis skákæfingar eru í boði fyrir börn og fullorðna. Mynd frá Íslands- móti skákfélaga. Friðrik Ólafsson og Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins slá á létta strengi á Íslandsmótinu. RÓMANTÍSK SKEMMTILEG HEILLANDI & áleitin KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU Áhrifamikil skáldsaga sem sem vekur mann til umhugsunar. Jojo Moyes hrífur okkur með sér í fallegri sögu um ástina og lífið sjálft, tilganginn og allt sem er svo sjálfsagt þangað til eitthvað gerist og breytir framtíðinni... www.lesbok.is Lesbók ehf. bókaútgáfa, sími 534-1100, info@lesbok.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.