Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 62
50 skák Helgin 12.-14. október 2012
Skákakademían
Bækur
Herbergi
Emma Donoghue
-sda
Jesúsa, óskammfeilin,
þverúðug og skuldlaus
Elena Poniatowska
-pbb
Örlagaborgin – Brota-
brot úr afrekasögu
frjálshyggjunnar.
Fyrri hluti.
Einar Már Jónsson
-pbb
Sagan af klaustrinu á
Skriðu
Steinunn Kristjáns-
dóttir
-pbb
Tónlist
Room
Eivör Pálsdóttir
-drg
Leikhús
Á sama tíma að ári
Leikstjórn: Sigurður
Sigurjónsson og Bjarni
Haukur Þórsson.
Leikarar: Guðjón Davíð
Karlsson og Nína Dögg
Sigurðardóttir.
-SS
Rautt
Höfundur: John Logan.
Leikstjórn: Kristín Jó-
hannesdóttir.
Leikarar: Jóhann
Sigurðarson og Hilmar
Guðjónsson.
-mt
Bíó
Comic-Con Episode IV:
A Fan's Hope
Leikstjóri: Morgan
Spurlock
-ÞÞ
Djúpið
Leikstjórn: Baltasar
Kormákur.
Aðalhlutverk: Ólafur
Darri Ólafsson.
-ÞÞ
Gagnrýni Fréttatímans
Goðsögn að tafli á Íslandsmóti
S kákunnendum hlýnaði um hjartarætur þegar Friðrik Ólafsson settist að tafli á Ís-
landsmóti skákfélaga um síðustu
helgi. Friðrik er goðsögn í ís-
lenskri skáksögu og maðurinn
á bak við þá ótrúlegu staðreynd
að örþjóð í norðri varð stórveldi
í skákheiminum. Hann fæddist
1935 og varð fyrst Íslandsmeist-
ari árið 1952. Sex árum síðar var
hann útnefndur stórmeistari,
enda var hann þá þegar kominn í
hóp fremstu skákmanna heims. Á
löngum og glæsilegum ferli lagði
Friðrik ekki færri en fjóra heims-
meistara, meðal annars sigraði
hann Bobby Fischer og Mikail
Tal í tvígang. Hann var forseti Al-
þjóða skáksambandsins 1978-82
og nýtur ómældrar virðingar um
veröld víða.
Friðrik, sem nú er á 78. aldurs-
ári, sýndi góða takta á Íslands-
mótinu en hann teflir undir
merkjum Taflfélags Reykjavíkur
sem freistar þess að ná Íslands-
meistaratitlinum af ofursveit Bol-
víkinga. Eftir fjórar umferðir af sjö
eru Bolvíkingar efstir en TR-ingar,
nýliðar Víkingaklúbbsins, TR og
Taflfélag Vestmannaeyja eiga líka
möguleika á titlinum.
Hvar er hægt að tefla?
Mörg skákfélög í Reykjavík og ná-
grenni eru með öfluga starfsemi,
og það sem meira er: Æfingarnar
eru flestar ókeypis og öllum opnar.
Hér er yfirlit yfir þær æfingar sem
standa áhugamönnum til boða.
Klippið út og setjið á ísskápinn!
Mánudagur kl. 13-15: Skákæfing í Vin,
athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með
geðraskanir. Hverfisgötu 47.
Mánudagur kl. 17.15-18.45: Skákæfing
fyrir börn og ungmenni hjá Taflfélaginu
Helli, Álfabakka 14a.
Mánudagur kl. 19.30: Hraðskákmót í
KR, Frostaskjóli.
Þriðjudagur kl. 13: Æfingar hjá Skák-
félagi eldri borgara, Stangarhyl 4.
Þriðjudagur kl. 17-19: Skákdeild
Hauka á Ásvöllum (5000 kr.
veturinn).
Miðvikudagur kl.14.10-15.10. Tafl-
félag Garðabæjar með æfingar fyrir
börn og ungmenni í Hofstaðaskóla.
(5000 kr. veturinn).
Miðvikudagur kl. 15.10-16.10. Tafl-
félag Garðabæjar með æfingar fyrir
börn og ungmenni (lengra komin) í
Hofstaðaskóla. (5000 kr. veturinn).
Miðvikudagur kl. 17.30-18.30: Æfing
fyrir börn og fullorðna hjá skákdeild
Breiðabliks, Stúkunni, Kópavogsvelli.
Miðvikudagur kl. 17.30-18.30: Æfing
fyrir börn og ungmenni í KR, Frosta-
skjóli.
Miðvikudagur kl. 18: Gallerí Skák,
Bolholti 6. Skákmót með 10
mínútna umhugsunartíma. (1000 kr.,
veitingar innifaldar).
Fimmtudagur kl. 14-15: Taflfélag
Garðabæjar með æfingar fyrir börn
og ungmenni í Flataskóla.
Fimmtudagur kl. 15.30-16.30: Tafl-
félag Garðabæjar með æfingar fyrir
börn og ungmenni í Sjálandsskóla.
Föstudagur kl. 14.30: Æfing fyrir
börn og ungmenni á vegum Skák-
skólans og Skákakademíu Kópavogs,
Stúkunni, Kópavogsvelli.
Laugardagur kl. 11-12.30: Skákæf-
ingar fyrir börn og unglinga á vegum
skákdeildar Fjölnis, Rimaskóla.
Laugardagur kl. 14-16: Skákæfingar
fyrir börn og fullorðna á vegum Tafl-
félags Reykjavíkur, Faxafeni 12.
SkÁkþRAutIn
Hvítur mátar
í 1 leik!
Allt er á öðrum end-
anum í skákþraut
vikunnar. Svarta
drottningin lætur
dólgslega og hótar
hvítum riddara á
g3. Hvítur er hins
vegar í stórsókn
á kóngsvæng og
getur galdrað fram
mát í einum leik.
Skoðið stöðuna vel!Margar ókeypis skákæfingar eru í boði fyrir börn og fullorðna. Mynd frá Íslands-
móti skákfélaga.
Friðrik Ólafsson og Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins slá á létta
strengi á Íslandsmótinu.
RÓMANTÍSK
SKEMMTILEG
HEILLANDI &
áleitin
KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU
Áhrifamikil skáldsaga sem sem vekur mann til umhugsunar. Jojo Moyes
hrífur okkur með sér í fallegri sögu um ástina og lífið sjálft, tilganginn og
allt sem er svo sjálfsagt þangað til eitthvað gerist og breytir framtíðinni...
www.lesbok.is
Lesbók ehf. bókaútgáfa, sími 534-1100, info@lesbok.is