Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 68
56 bækur Helgin 12.-14. október 2012 Stóra Disney heimilisrétt- abókin er nýkomin út en er þegar farin að njóta tals- verðra vinsælda. Bókin situr í þriðja sæti á Metsölulusta bókaverslana fyrir tímabilið 23. september til 6. október. Heimilisréttir seljast vel  micHel Houellebecq ekkert að mildast F riðrik Rafnsson hefur þýtt þrjár af fimm bókum Houellebecqs á ís-lensku og tók að sér að fylgja rithöf- undinum á meðan hann dvelur á Íslandi. „Við höfum talað nokkrum sinnum saman í síma en ég var að hitta hann í fyrsta skipti,“ segir Friðrik eftir að Houellebecq afþakkar kaffibolla. „Hann ætlaði einu sinni að koma til Íslands en lenti í Finn- landi fyrir misskilning þegar hann tók vitlausa vél.“ Houellebecq bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðafólk og frá höfundinum stafar kannski meðvituð lífs- þreyta og áþreifanlegt áhugaleysi þegar hann lítur upp og virðist einna helst vera að vakna af löngum dásvefni. Blaðamaður reynir því að leyna aðdáun sinni á manninum og þeirri mögnuðu bók Öreindirnar sem kom út í þýðingu Frið- riks árið 2000. Í þeirri bók flytur Houelle- beq vægast sagt klámfengið og kjarnyrt mál á hendur mannkyninu sem er óttalega ógeðsleg og spillt hryggðarmynd í augum höfundarins. Það liggur því beinast við að spyrja manninn, á meðan ljósmyndarinn reynir að fanga eitthvert lífsmark með honum, hvort hann hafði eitthvað mildast í afstöðu sinni til mannskepnunnar í nýju bókinni. Svarið er einfalt: „Nei.“ Og svo heldur hann áfram eftir dágóða stund. „Í Öreindunum er mikið verið að fást við líffræði og erfðavísindin og skoða mann- kynið svolítið út frá þeim vinkli. Í Kortinu og landinu er horft á manninn frá öðru sjónarhorni.“ Houellebecq er umdeildur í heima- landi sínu og víðar og eftir að bók hans Áform kom út var hann dreginn fyrir dóm í Frakklandi sakaður um að ýta undir kyn- þáttahatur. Houellebecq er persóna í nýju bókinni og er skrifaður út úr henni með frekar subbulegum hætti þegar hann er myrtur og bútaður í sundur. Houellebecq gerir lítið úr merkingu morðsins á sjálfum sér í bókinni og segist hvorki hafa verið að kála sér vegna leiða á sjálfum sér og enn síður að reyna að ímynda sér hvernig ein- hverjir hatursmanna hans gætu hugsað sér að koma honum fyrir. „Ég er ekki að ímynda mér eitt né neitt þarna. Ég er bara aðallega að leika mér enda er raunverulega ástæða fyrir morðinu mjög hversdagsleg þar sem hann er drepinn út af peningum. Afskaplega merkingarsnautt morð.“ Í Öreindunum skín í gegn að Houelle- becq hefur afar takmarkað álit á þeim spekingum sem gerðu sig gildandi í vest- rænni hugsun á liðinni öld og þar fá höfð- ingjar eins og Derrida, Foucault og Lacan á baukinn. Og þar sem dauði höfundarins er til umræðu verður ekki hjá því vikist að spyrja Houellebecq hvort hann hafi verið með ritgerð Roland Bartehs í huga þegar hann drap sig á síðum bóka sinnar. „Ég hef ekkert lesið Roland Barthes og er alveg sama um hann. Mig langaði samt að segja eitthvað ljótt um hann eins og alla hina.“ Myndlist skipar veigamikinn sess í Kortinu og landinu og Houellebecq hefur látið hafa eftir sér að bókin fjalli öðrum þræði um túlkun raunveruleikans með listinni. En er slíkt yfirleitt hægt? „Í bókmenntum, sérstaklega, hefur raunsæi afskaplega litla merkingu. Í raun er það eina sem skiptir máli lýsingar séu raunsannar en ekki endilega realískar. Á því er munur en þær verða að vera trúverð- ugar en ekki endilega raunsæjar.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Er maðurinn lifandi? Í bókinni Litfríður – heklað, prjónað og endurskapað, eftir Sigríði Ástu Árnadóttir, er samansafn af litskrúðugum prjóna- og hekluppskriftum fyrir börn og fullorðna auk nýstárlegra hugmynda að endurnýtingu ullar- fatnaðar en endurvinnsla er í stöðugri sókn um allan heim. Uppskriftirnar eru misauðveldar og því hentar bókin jafnt þeim vönu og þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í heimi hannyrðanna. Stóra prjónabókin geymir 100 uppskriftir að glæsilegum flíkum fyrir konur, karla og börn. Uppskriftirnar eru eftir íslenska prjónahönnuði en áður birtust þær á spjöldum Saumaklúbbsins. „Hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir í tilkynningu Sölku, „uppskriftirnar eru margar einfaldar og fljótprjónaðar en sumar flóknari og fjölbreytnin ræður ríkjum.“ Uppskriftirnar leiðbeina bæði byrjendum og lengra komnum alla leið í mark. Ritstjórn annast Halla Bára Gestsdóttir. Gunnar Sverrisson ljósmyndaði. Í bókinni Vettlingar/Mittens er höfundurinn, Margrét María Leifsdóttir, undir sterkum áhrifum frá nokkrum uppáhaldshönnuðum sínum við gerð munstranna og þá sérstaklega af framúrstefnu- legu og óvenjulegu litavali og samsetningum þeirra. Bókin er bæði á íslensku og ensku. Litfríður, Stóra prjónabókin og Vettlingar Hobbitinn eftir J.R.R. Tolkien verður endurútgefinn á íslensku á næstu dögum. Bókin hefur verið ófáanleg um árabil. „Við finnum fyrir að fólk er spennt fyrir þessu. Við höfum heyrt af eldra fólki vill lesa bókina aftur sem og kynna hana í leiðinni fyrir börnunum sínum,“ segir Jón Þór Eyþórsson hjá Senu sem gefur bókina út. Sena tryggði sér útgáfurétt bókarinnar fyrir þremur árum þegar hugmyndir voru uppi um að kvikmynda Hobbitann. Nú er stórmynd Peters Jackson væntanleg í kvikmyndahús á annan í jólum og munu margir eflaust hita upp með því að rifja upp kynnin við bókina góðu. Hobbitinn er undanfari Hringadróttinssögu og kom fyrst út árið 1937. Sagan er ein af vinsælustu bókmenntum tuttugustu aldarinnar og hefur selst í milljónum eintaka um allan heim. Hobbitinn gefinn út að nýju Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq er vægast sagt umdeildur og hefur reynst ákaflega auðvelt að stuða fólk með bókum sínum og öðru sem hann lætur frá sér fara. Fimmta bók hans, Kortið og landið, er nýkomin út á Íslandi. Í bókinni stígur Houellebecq fram sem persóna sem hann drepur síðan á ógeðslegan hátt. Þannig að kannski er ekki furða að ljósmyndari Fréttatímans hafi spurt hvort maðurinn væri á lífi þegar hann kom að höfundinum sem letilegu hrúgaldi á Mokka. Höfundurinn og þýðandinn. Friðrik Rafnsson hefur þýtt þrjár bóka Houellebecqs á íslensku. „Það hefur verið gríðarlega gaman og gefandi. Hann er það magnaður stílisti og bækurnar eru svo gríðarlega vel undirbyggðar. Það er mjög gaman að glíma við hann og þá aðallega að ná þessu háði og húmor í honum sem er gríðarlega mikið atriði.“ Ljósmynd/ Hari. Ég hef ekkert les- ið Roland Barthes og er alveg sama um hann. metsölu- bækur Vasabrot skáldverk: 3.10.–9.10.12 Vasabrot skáldverk: 3.10.–9.10.12 Vasabrot skáldverk: 3.10.–9.10.12 Vasabrot skáldverk: 3.10.–9.10.12 Vasabrot skáldverk: 3.10.–9.10.12 www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.