Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Síða 76

Fréttatíminn - 12.10.2012, Síða 76
Margrét Árnadóttir er hönnuður mánaðarins á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Margrét hannar undir nafninu M-Design en hún hefur starfað í yfir sextíu ár við hönnun og fram- leiðslu á ullarvörum. Í dag, föstudag, klukkan 17 verður tísku- sýning á Hótel Natura þar sem fólk getur kynnt sér M-Design. Auk tískusýningar verður hönnuðurinn á staðn- um til að segja frá hönnun- inni og svara spurn- ingum ásamt því sem hægt verður að skoða og prófa vörurnar. M-Design mun kynna hina nýju hönnun sína úr íslenskri ull ásamt fylgi- hlutum sem bera þess merki að vera blanda af hefð- bundinni hönnun með nýtískulegu ívafi. Margrét Árna hefur fengið aðstoð barnabarns síns, Ragnheið- ar, og saman hafa þær hann- að föt fyrir alla aldurshópa. Nýj- asta línan þeirra samanstendur meðal annars af peysum, húfum, vettlingum, legghlífum, herðaslám, treflum og sjölum. Frekari upplýsingar um M-De- sign er að finna á www.cold.is.  Í takt við tÍmann Steingerður Sonja ÞóriSdóttir háSkólanemi Kvenleg um helgar – gauraleg á virkum dögum Steingerður Sonja Þórisdóttir er 23 ára nemi í skapandi skrifum við Háskóla Íslands. Hún er mikil félagsvera og er dugleg að fara niður í bæ um helgar. Annan hvern þriðjudag stendur hún fyrir pöbbkvissi á skemmtistaðnum Dolly ásamt vinum sínum. Staðalbúnaður Ég hef ekki mikinn áhuga á tísku en mér finnst föt almennt samt alveg frábær og held að ég ætti erfitt með að fúnkera félagslega án þeirra. Ég er með smá und- arlegan fatasmekk því um helgar klæði ég mig mjög kvenlega en frekar gaura- lega á virkum dögum. Um daginn lýsti ég stílnum mínum á virkum dögum á þá leið að ég klæddi mig eins og tólf ára strákur. Þá sagði mamma mín að ekki einu sinni tólf ára strákur myndi klæða sig svona. Það er samt allt í lagi því hún er sjálf oft klædd eins og einhver rumputuski og er örugglega bara öfundsjúk. Ég elska hana samt, aðallega af því að ég er svo góð manneskja. Ég er stundum í magabolum en það er bara af því mér finnst svo gam- an að segja að ég sé „Rockin’ the bare mi- driff“. Uppáhalds flíkin mín er polyester gervipels úr Rauða krossinum sem er allt of stór og lítur út eins og górilla, sem sagt rosa flottur og klassískur. Ég fer aldrei út úr húsi án góða skapsins. Hugbúnaður Um helgar á ég það til að fara niður í bæ. Ég er að læra að skapandi skrif í Há- skóla Íslands og þar af leiðandi neyðist ég til djamma og drekka, þvert gegn eigin vilja. Ég get náttúrlega ekki endað sem eitthvað þurrt skáld sem skrifar bara sjálfshjálparbækur eða bækur um pasta og útsaum. Ég fer oftast á Kaffibarinn en Dolly er að koma mjög sterkt inn. Breskir panel-þættir eru í mestu uppáhaldi þessa daga sem og flesta. Þar ber helst að nefna Would I Lie to You, Q.I. og Nevermind the Buzzcocks. Þess utan held ég mikið upp á Seinfeld, Peep Show og South Park. Ég fer sjaldan í bíó en stunda það mikið að lesa söguþráðinn í bíómyndum á Wikipedia. Uppáhaldsmyndin mín er High Fidelity. Vélbúnaður Ég á tölvu. Hana nota ég mest í Reddit og svo Facebook. Ég á LG Thrill síma sem tekur 3D myndir. Hann fékk ég gefins frá einhverjum Kana á Kaffibarnum. Það var mjög furðulegt. Skemmtilegasta appið er Appy hour en ég nota það auðvitað ekki fyrir mig heldur til að vita hvar vinir mínir eru niðurkomnir. Ég á 34 vini á Fri- endster og svona kannski milli 50 og 70 í alvöru lífinu. Ég er á Instagram sem ég nota mest bara til að taka melankólískar svarthvítar myndir af sjálfri mér þegar ég er leið eða af kettinum mínum þegar hann situr asnalega. Það gerist frekar oft enda er kötturinn minn er dýnamísk blanda af vitleysingi og stórkostlegum snillingi. Hann er einmitt framan á nýj- asta Grapevine svo glæstur ferill blasir við. Aukabúnaður Ég á bara tvo drauma í lífinu, heims- frið og að smakka In-n-Out Burger. Mig langar reyndar líka að stjórna mínum eigin þætti í anda Man v. Food þar sem ég er bara eitthvað að borða og allir eru að fagna. Uppáhaldsmaturinn minn er Surf n Turf og ostasamlokurnar sem pabbi minn gerir. Ég get borðað mjög sterkan mat en ég hata eggaldin. Ég borðaði ekki fisk í fimmtán ár af því ég er svo hrædd við sjóinn. Ég á engin áhugamál nema kannski að hanga á Wikipedia og gráta yfir X-factor myndböndum, það má eng- inn vita það samt. Uppáhalds staðurinn minn er Ísafjörður og á barnum panta ég Chardonney hvítvín, þó ég viti auðvitað ekkert hvað það þýðir. Steingerður segist klæða sig eins og tólf ára gamall strákur á virkum dögum. Mamma hennar segir aftur á móti að ekki einu sinni tólf ára strákur myndi klæða sig svona. Ljósmynd/ Hari Hönnun á Hótel Natura Sunddrottningin Ragnheiður Ragnars- dóttir sýnir hér fatnað frá M-Design. 64 dægurmál Helgin 12.-14. október 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.