Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1929, Page 3

Læknablaðið - 01.07.1929, Page 3
15- árg. Reykjavík, júlí—ágúst 1929. 7.—8. blað. Aðalfundur Læknatélags Islands 28.—29. júní 1929. Fnndargerð. Fundurinn var settur 28. júní kl. 4 sí'Sd., í NeSrideildarsal Alþingis. Þessir læknar sóttu fundinn. Gu'Sm. Björnson, GuSm. Hannesson, Jón Hj. Sigurðsson, Níels Dungal, Helgi Tómasson, Þórður Thoroddsen, Gunnl. Claessen, Ólafur Finsen, Hann- es Guðmundsson, Ólaíur Ó. Lárusson, Árni Helgason, M. J. Magnús, Sig- urður Magnússon, Sigurmundur Sigurðsson, *Pétur Thoroddsen, Halldór Stefánsson, Ingólfur Gíslason, Matthías Einarsson, Helgi Ingvarsson, Guðm. Thoroddsen, Sæmundur Bjarnhéðinsson, Davíð Sch. ThorsteTnsson, Guðni Hjörleifsson, Einar Ástráðsson, Jón Kristjánsson, Ólafur Helgason, Valtýr Albertsson, Ólafur Jónsson, Katrin Thoroddsen, Ámi Pétursson, Sveinn Gunnarsson, Ólafur Þorsteinsson, Jón Jónsson, Þórður Sveinsson, Gunnl. Einarsson, Daníel Ejeldsted, Bjarni Snæbjörnsson og Kjartan Ólafsson. Fiindarstjóri var kosinn Þórður Thuroddsen. I. Formaður mintist látinna félaga. II. Formaður skýrði frá starfsemi félagsins undanfarið ár. Sagði hann, aö enn hefði hún verið minni og miður af hendi leyst, en æskilegt væri, en þó vildi hann minna þá félaga, sem kynnu að vera óánægðir með frammi- stöðu stjórnarinnar á það, að mjög miklar kröfur gæti félagið ekki gert tii stjórnar, sem engin laun hefði fyrir ómök sin. Meinið væri þaö, að félagið væri of fáment til þess, að launa sérstakan formann, þó að ef til vill borg- aði þa'Ö sig. Hefði einn læknir verið svo stórhuga, að stinga upp á því, að hækka félagsgjaldi'Ö upp í 200.00 kr. árlega. Eg get þessa til þess að sýna, hve stórhuga sumir eru. Á síðasta fundi var stjórninni fali'ð að leysa úr nokkrum verkefnum, og má telja þessi: Reynt hefir verið að styrkja félagið meðal annars með þvi, að senda öllum læknum umburðarbrcf um stéttarmál, sem getið var um á síðasta fundi. Seint komu svörin frá mörgum læknum, en alls ur'Öu þau 57 utan Reykjavíkur. Mátti heita aö allir læknarnir væru á einu máli um spurn- ingar þær, sem félagið sendi og ýmsar góðar upplýsingar og bendingar íylgdu með sumum svörunum. Alls bættust 22 félagsmenn við á árinu. Eins og kunnugt er, réði stjórnin fram úr umbúðamálinu, með samn- ingi við K. Thomsen, kaupmann. Hefir það orðið til þess, að verð á um-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.