Læknablaðið - 01.07.1929, Qupperneq 6
92
LÆKNABLAÐIÐ
dómsmálaráðherra ekki getað orðið við þeirri málaleitun að hefja umræð-
ur um þetta mál. Stjórnin hefði ekki viljað leggja út í deilur eða baráttu
um það og áliti'ð réttara að bíða fundar. Lagði hann til, að kosin yrði fimni
manna, ncfnd í málið. Var það samþykt og hlutu kosningu: Bjarni Snæ-
björnsson (3oatkv.), Guðnfi. Hannesson (25 atkv.), Níels Dungal (17 atkv.),
Helgi Tómasson (12 atkv.) og Ingólfur Gíslason (9 atkv.).
Þá var gert fundarhlé.
Fundur hófst aftur kl. 9)4 e. h.
Nefndin skilaði eftirfarandi tillögum:
1. Stofna skal embættanefnd sem félagsmenn kjósa skriflega á þann hátt, að
a) Embættislæknar, aðrir en kennarar læknadeildar, og eldri en 5 ára
frá embættisprófi,
b) Embættislausir læknar eldri en 5 ára,
c) Læknar og kandidatar yngri en 5 ára, og
d) Kennarar í læknadeild Háskólans
kjósi, hver úr sínum flokki, einn mann í nefndina og einn varamann, og
hljóti sá kosningu, sem flest atkvæði fær, en hlutkesti ráði ef atkvæði
eru jöfn. Formaður Læknafélags íslands er sjálfkjörinn formaður
nefndarinnar.
Nefndin skal kosin skriflega til 3ja ára. Stjórn félagsins sér um
kosninguna.
Allir félagstnenn í Læknafélagi íslands skulu skyldir til þess að senda
allar umsóknir um stöður og embætti til nefndarinnar einnar, og skal
henni heimilt að senda aðeins eina eða fleiri til veitingavaldsins.
Óheimilt er félagsmönnum að taka við setningu í embætti eða þiggja
styrk til þess að starfa í héruðum, sem standa óveitt, nema með skrif-
legu samþykki nefndarinnar svo framarlega sem lagaskyldu ber ekki
til þess.
2. Hver, sem ekki hlýtir ofangreindum ákvæðum, skal rækur úr Lækna-
félagi Islands, og er félagsmönnum óheimilt að gerast staðgöngumenn
slikra manna, svo og lækna, sem ekki eru félagar, nema landslög mæli
svo fyrir.
3. Vegna þess, að nauðsyn ber til þess að styrkja félagsskap lækna, og
góður efnahagur er skilyrði fyrir því, skal árgjald lækna til félagsins
vera 100 kr. Af þessari upphæð gangi 25 kr. í ekknasjóð, svo og borgun
fyrir Læknablaðið, en afgangurinn sé lagðiír í sjóð til styrktar stétt-
inni, á þann hátt sem félagið ákveður siðar.
4. Ef þrir fjórðu hlutar lækna samþykkja tillögur þessar skriflega, skulu
þær gilda sem lög fyrir félagið, eftir að félagsstjórnin hefir auglýst, að
þær hafi verið samþyktar.
Guðm. Uánncsson hafði orð fyrir nefndarmönnum. Taldi hann lítil lík-
indi til þess, að áskoranir eða yfirlýsingar til heilbrigðisstjórnarinnar kæmu
að miklu haldi. Hinsvegar væri það ekki ólíklegt, að Læknafélag íslands
gæti borið hönd .fyrir höfuð sér, meðan svo stæði, að tillögur landlæknis
væru virtar að vettugi. Mætti t. d. krefjast þess af félagsmönnum, að allar
umsóknir um embætti væru því skilyrði bundnar, að farið væri eftir til-
lögunr landlæknis. Þó væru ýmsir agnúar á þessu, því að stjórnin gæti
þröngvað kosti landlæknis á ýmsan hátt, jafnvel sett hann af og tekið annan,
sem færi í öllu að vilja stjómarinnar. Nefndin hefði því orðið samniála