Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1929, Page 27

Læknablaðið - 01.07.1929, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ ”3 sj úkrahusunum svo miklu meira hér á landi en i öðrum löndum? 1928 áttu Englendingar 22618 rúm handa berklasjúklingum. En sjúklingarnir — í þeim rúmum voru 1. apríl 1928 ekki nema 19710, — nóg rúm afgangs. Munum þá, a'Ö 1927 dóu þar 38173 manneskjur úr berklum. Líkt er þetta víÖa annarstaÖar; enginn troðningur af berklafólki í sjúkrahúsunum. — Hvernig stendur á þcssu, þessum mun þar og hér? Það kemur af því, að okkur vantar enn því nær alveg allar lögboðnar alþýðutryggingar, sjúkratrygging, vinnukoststrygging, slysatrygging, öryrkja- trygging, ellitrygging. Aðallega er það öryrkjatryggingin í öðrum löndum, sem veldur því, aö rólfært fólk með hægfara berkla sækir ekki i sjúkrahús- in og legst þar, — stundum blátt áfram í leti og ómensku. ■— Þarna liggur þá fiskur undir steini. Ein syndin sækir aðra heim. Okkur vantar alþýðutryggingar. Þess vegna þyrpist berklafólk hér í sjúkrahúsin langt úr hófi fram, og þess vegna er svo erfitt að koma því þaðan aftur. Það kunna að verða bornar upp ýmsar tillögur um herklavarnir, hér á fundinum. En eg ætla að þessu sinni að flytja eina — bara eina tillögu og hún er þessi: Aðalfnndur Lœknafclags hlands skorar á Alþingi, að lciða scm fyrst í lög alþýðutryggingar, scm að öllu lcyti jafnist á znð þcsskonar trygg- ingar í öðrum löndum, t. d. Englandi, Noregi, Danmörku, Þýskalandi,“ 6) Eg sný mér nú að lokum aö enn einu stóru berklavandamáli allra þjóða. Eg á við það, sem próf. Sigurður Magnússon gerði sér að umtals- efni í gær. Fjöldi fólks fer í sjúkrahús með berkla á lágu stigi, batnar, fer heim, fær strax óhentuga aðbúð, eða vinnur sér um megn — og versnar aftur. Þetta er stórvandi. — Þá eru aðrir með viðloðandi en hægfara berkla, hálf-hraustir, en geta ekki fengið vinnu við sitt hæfi, — annar stórvandi. S M. lýsti í gær tilraunum annara þjóöa í þessu efni. Þær hafa gengið mjög erfiðlega, hæði á Þýskalandi og Norðurlöndum. Englendingar standa langfremstir í þeim efnum. Vinnuhælin Papworth Hall og Preston Hall, hafa vakið eítirtekt allra þjóða. Annað er það, og ekki minna um vert, að i nokkrum enskum bæjum (einnig i New York) hefir verið reynt að koma upp vinnustofum fyrir berklafólk, þar sem það fær ýmsa vinnu við sitt hæfi, og fult kaup fyrir vinnuna. ,,Landlæknir“ Englendinga, Sir George Newman, litur svo á, að alt sé ]>etta á tilraunastigi ennþá, en engan veginn vonlaust, að hér megi komast inn á farsælar brautir. Eg býst við að gera mér ferð til Englands seint í sumar, og ætla þá meðal annars að kynna mér þetta sem best eg get. Hér hefir verið gerð litil tilraun — Kópavogshælið — og hún alt annað en glæsileg. Prófessor S. M. talaði um að koma upp litlu vinnuhæli á Vífilsstöðum og lýsti ])eirri hugmynd sinni. Eg held það væri ágæt byrjun og vil fyrir mitt leyti leggja því máli lið. Þetta berklavarnamál er sem stendur mesta vanda- og vandræðamálið

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.