Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Síða 28

Læknablaðið - 01.07.1929, Síða 28
LÆKNABLAÐIÐ 114 uf heilbrigðismálum vorum. Iivernig úr því rætist, þaö veltur, helcl eg, aöallega á því, að góiS samvinna geti tekist milli heilbrigðisstjórnai'innar og læknastéttar landsins. Umíerðatannlækningar. (Erindi flutt á Læknaþinginu 29. júní 1929). Eftir próf. GuSni. Hanncsson. Það er öllum kunnugt, að læknishjálp er ærið ófullkomin í sumum grein- um liér á landi, að minsta kosti fyrir sveitafólk. Sérstaklega tekur þetta ril tannlækninga, þvi að víðast er ástandið þannig, að ekkert er gert við tönnur manna fyr en héraðslæknir dregur tönnurnar út. Hirðing tanna er lítil sem engin og eftirlit með tönnum barna óvíða nokkurt. Alt þetta er svartur blettur á menningu vorri og heilbrigðismálum. En það eru ekki eingöngu tannlækningarnar sem eru í óhirðu hjá oss. Vér stöndum lika illa að vígi með augnlækningar, sem ekki eru því einfald- ari, enda er ekki við því að búast, að héraðslæknar kunni augnlækningar til hlitar, og sama má segja um fleiri sérfræðigreinar. Það hefir verið óvinn- andi vegur að sjá allri sveitaalþýðunni fyrir góðri læknishjálp í flestum sérfræðigreinum, þó mörgu hafi héraðslæknar bjargað. Nokkuð höfum vér gert til þess að bæta úr þessu þar sem eru umferða- augnlækningarnar. Þær munu hafa komið að góðu gagni, en þó verður fjöldi sveita útundan, sérstaklega þær sem hafnlausar eru, og svo er t. d. um alt Suðurlandsundirlendið, Skaítafellssýslur og víðar. Mér virðist nú sem vegur sé að opnast til þess að bæta úr þessu. Vega- kerfi héraðanna eru smám saman að tengjast saman, svo að þess verður skamt að bíða, að fara megi á bíl um flestar sveitir endilangar, líkt og með járnbrautum erlendis. Þetta gerir það meðal annars mögulegt, að koma á föstum umferðalækningum, hvort sem væri í tannlækningum eða öðrum greinum, og það á svo mörgum stöðum, að allir ættu auðvelt með að hag- nýta sér þær. Erlendis eru menn ólíkt betur settir en hér, og þó hafa menn komið þar á fót umferÖalækninguni og umferðakenslu (fyrirlestrar, kvikmyndir) í strjálbygðum héruðum. Þannig komu Svíar (Rauði Krossinn) á umferða- tannlækningum i Jamtalandi i Svíþjóð. Vakti þá sérstaklega fyrir þeim, að vernda tönnur barnanna. Tilraunin gafst svo vel, að nú er verið að færa út kvíarnar. Skipulag Svianna er á þessa leið: Tannlæknisstóll og önnur áhöld voru keypt fyrir 874 sænskar krónur, en lækningaverkfæri fyrir 177 kr. Allur útbúnaður kostaði 1248 kr. Allur var hann svo léttur og auðveldur í flutningi sem auðið var, en þó nægilegur til allra þarfa. Ráðinn var til lækninganna einn tannlæknir og fékk hann 30 kr. dag- kaup (10 kr. á sunnud.). Með honum fylgdi aðstoðarstúlka. Kaup hennar var 150 kr. á mánuði. Kaupgjald beggja um mánuðinn hefir þá verið um jooo krónur.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.