Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1929, Qupperneq 29

Læknablaðið - 01.07.1929, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ ii5 í sveitunum, þar sem tilraunin var gerÖ, önnuðust sérstakar nefndir eða sveitarstjórnir um allan undirbúning á viðkomustöðum, húsnæði, ljós og hita svo og komu barna og annara á réttum tíma til lækninganna, og fæði handa tannlækni og aðstoðarstúlku. Þær munu og hafa mestu ráðið um hvar lækningamar færu fram. Að hve miklu leyti bíll var notaður til ferðalaganna eða járnbrautir veit eg ógerla, en sennilega hvorttveggja eítir því sem á stóð. Hitt er víst, að í öðrum löndum hafa oft verið notaðir bílar. Kostnaðinn viö lækningarnar báru sveitirnar að miklu leyti en Rauði Krossinn að nokkru. Húsnæði, hita, ljós, ræstingu og rafmagn (þar sem til var) lögðu sveit- irnar til. Fyrir hvert barn, sem læknað var, voru borgaðar 3—5 kr., en fyrir fátæk börn var greitt úr sveitarsjóði. Fyrir einfalda skoðun á tönnum og útdrátt á smábrotum var greidd 1 kr. . Hverju barni var gefinn tannbursti og fræðslublað um tannkvilla og hirðingu tanna. Fróðlegt væri það, að gera slika tilraun hér á laridi, þó ekki væri nema í einni eða fám sýslum. Eg tek sem dæmi Húnavatnssýslu (eystri og vestri). íbúatalan er um 4300 og tala barna á aldrinum 7—14 ára er tæp 700. Eg tek svo ung börn með vegna þess, að best borgar sig með tönnur að byrja snemma. Eftir upplýsingum frá Thyru Lange tannlækni mætti gera ráð fyrir því að gera mætti við tönnur 3 barna á 1 klst. eða nál. 25 á dag, ef unnið er 8 klst. í sýslunni mætti hafa ekki færri en 7 lækningastaði, og yrði þá við- staðan á hverjum 4—5 dagar. Yfirferð yrði þá lokið í sýslunni á rúmum mánuði. Ef borgaðar væru 3 kr. fyrir hvert barn að meðaltali, kæriiu inn 2100 kr. Þetta ætti að hrökkva langdrægt fyrir kostnaði og allskostar heilbrigt er fyrirtækið ekki nema að það geti borið sig sjálft. Hitt er annað mál, hvort fólk fengist til þess að taka slíka nýbreytni upp án mútna úr landssjóði. Við fyrstu tilraun má gera ráð fyrir þvi að bíll yrði leigður, en gæfist hún vel, væri sjálfsagt að kaupa sérstakan, hentugan bíl til þessara þarfa. Óhjákvæmilegt myndi þaö og vera, að vita fyrirfram um vilja héraðsbúa og hvort þeir væru fúsir til að láta alla þá aðstoð í té sem nauðsynleg væri. í Svíþjóð hefir reynslan orðið sú, að fleiri héruð óska umferðarlækninga en kostur er á að veita liana. Vel getur það verið, að alt annað yrði uppi á teningunum hjá oss, sem höfum svo lítið haft af tannlækningum að segja i sveitahéruðunum. Eg hefi hér sérstaklega haft börnin í huga, því að þau skifta rnestu. Hins- vegar tel eg sjálfsagt að fullorðnum gæfist kostur á að fá gert við tönnur sínar gegn ákveðnu, vægu gjaldi. Mætti þetta og verða til tekjuauka. Það er engan veginn hlaupið að því að koma þessu i kring, en eg áleit þó rétt að hreyfa málinu. Orðin eru til alls fyrst, og mætti vera að heil- brigðisstjórnin vildi athuga málið. Ef ekki, gæti komið til tals að Lækna- félagið leitaði undirtekta í einhverju læknishéraði.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.