Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ ii 7 er um næsta fátítt meiÖsli aÖ ræÖa. Theron Jackson, sem hefir leitaÖ aÖ slikum slysum í læknabókmentum, fann til ársins 1920 aÖeins 218 tilfelli. Þó er rannsókn hans ekki tæmandi, því Quénu, sem sennilega hefir rann- sakaÖ þetta mál best, fann írá 1885—1912 getið 203 tilfella, og frá þeim tíma til ársloka 1925 151, auk tilfella, sem hann safnaÖi sjálfur, og ekki hafði áður verið getið á prenti. Hann þekkir því alls 373 dæmi, sem skorið hefir verið upp við, en vafasamt er, hvort hann hefir náð öllum, a. m. k. hefi eg rekið mig á tilfelli, sem hann hefir ekki þekt, ef dæma skal eftir heimildaskrá hans. Nú er miklu hættara við miltissprungu, ef um patho- logiskar hreytingar er að ræða á þessu liffæri, einkum eftir malaria, en einnig eftir leukæmiu, taugaveiki og við hæmorrhagiskar diathesur o. fl. Schlcgcl telur 70% ( af öllum sprungnum miltum vera malariamilti, og ef það er rétt, ættu ekki að þekkjast mikið yfir 100 ópereruð tilfelli af slysa- sprungum á áður heilbrigðum miltum. Það má skifta miltissprungum í 4 ílokka, eftir ])ví hver gangur sjúk- dómsins er, sem sé: 1) bráðbanvænar, þar sem sjúkl. blæðir til ólífis, án þess að ná sér nokkuð eftir áfallið (kemst ekki yfir „the initial shock“), 2) þær, sem gefa einkenni innblæðingar, er nokkuð líður frá meiðslinu (sjúkl. kemst yfir „the initial shock“), 3) þær, sem gefa ekki einkenni, fyr en eftir nokkurar klukkustundir eða nokkura daga, og 4) ]iær, sem batna sjálfkrafa. Bailcy telur 75% koma í 2. flokkinn. Þau tilfelli, sem falla í 1. og 4. flokk, eru fljótskilin, — blæðingin annað- hvort það mikil, að hún er bráðdrepandi, eða svo lítil, að likaminn bætir hana sjálfur. 2. flokkurinn er einnig auðskilinn, blóðið smáfjarar út úr æðakerfinu. 3. flokkurinn er einkennilegastur fyrir það, hve blæðingin kem- ur seint í ljós. Maður, sem virðist vera heilbrigður, fær alt í einu snögg einkenni upp á iðrafár, — en svo vil eg þýða það, sem Engilsaxar kalla einu nafni „acute abdomen“. Við holskurðinn sýnir sig innblæðing frá sprungnu milta, og forsaga sjúkl. leiðir i ljós, að hann hefir fengið fyrir nokkurum dögum högg á vinstri kviðarhelming, án þess að nokkur alvarleg einkenni gerðu þá þegar vart við sig. Við áfallið hefir þá blætt inn í miltis- parenkyminu, án þess aö miltishylkið springi fyr en siðar, eða þá að sam- vextir hafa myndast og bilað seinna, eins og í tilfelli Pcrrin’s, þar sem netj- an hafði límst yfir sprunguna. Perrin hefir fundið getið 18 slíkra tilfella af hémorragie retardée, og dóu þar af 10. Schlcgcl hefir fundið 15 slík dæmi af síð-blæðingu eftir lyí—9 daga, en Quénu veit um 22, og er það ca. 15%. í tilfelli Schlegels hafði millibilsástandið (intervallum) varað 12 daga, og sömuleiðis hjá Cisler, hjá Stolse 14 daga, en það lengsta, sem eg hefi séð getið um, er tilfelli það, sem Théron Jackson skýrir frá. Þar fékk 15 ára stúlka innblæðingu frá milti, sitjandi inni á kvikmyndahúsi, en forsagan leiddi í ljós meiðsli á vinstri rifjabrún réttum 4 vikum áður. O r s a k i r miltissprungu eru tvennskonar, sem sé pathologiskar breyt- ingar á líffærinu, sem veiklar það svo, að það þolir jafnvel ekki venjulega áreynslu, og trauma. Oft er þetta hvorttveggja samverkandi. Þó eru til frásagnir um að milti, sem virðast heilbrigð, springi sjálfkrafa. Susman skýrir frá einu sliku clæmi, en hefir aðeins fundið 6 önnur skráð. Auð- vitað fylgja stundum önnur meiðsli með. Þannig leiddi rannsókn Quénu’s í ljós meðfylgjandi rifbrot í 15%, sprungu í vinstra nýra í 10%, og hæmo- thorax í 5% tilfella.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.