Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 32
n8 LÆKNABLAÐIÐ E i n k e n n i miltissprungu eru hin almennu einkenni innri blæðingar: Eynisli, vöövavi'ðnám, sjálfkrafa verkir, hraöur og linur púls, úppköst, þvag- teppa, deyfa út við huppana, sem flyst eftir því, hvernig sjúkl. er hallað, og svo vitanlega fölvi, sviti, þorsti, útlimakuldi, angist og feigðarsvipur (facies Hippokratica). Auk þess er oft hiti og uppþemba, ef frá líður meiðsli. Mörg af þessum einkennum getur þó vantað, eða verið svo frábrigðileg, að þau verki villandi, ef maður hefir ekki kynt sér þau því rækilegar. Skal gert grein íyrir þeim nokkuru nánar. Eymsli ocj vöðvaviðnám eru ótvíræðustu einkennin, ef þau eru takmörk- uð viö efri helming kviðarins vinstra megin. Ef þar við hætist hækkandi púlshraði, eftir því sem frá líður meiðslinu, er bilunin auðþekt, þó engin önnur einkenni séu. En nú eru eymslin og vöðvaviðnám stundum jöfn um allan kviðinn, eða staðbundin niður i fossa iliaca dextra, sem kemur af því, að blóðið rennur eftir mesocolon eða radix mesenterii þangað. Við þetta tilfelli mitt var einmitt mikið af blóðinu á þessum stað, þar sem mætast mjógirni og ristilbotn, í recessus ileocoec. sup., og þar í kring. Stund- um er vöðviðnámið lítið, og getur vantað alveg. Það verður skiljanlegt, ef maður hallast að kenningu Roberlson’s um það, að aðfærsluhluti (af- ferent) viðnámsbogans við défense musculaire liggi aldrei eftir autonom- iskum taugum, m. ö. o. aldrei beint frá innýflunum, heldur ávalt eftir soma- tiskum taugum, sem sé frá peritoneum parietale framan á eða til hliðar á kviðnum, sem fær tilfinningu sína frá hryggtaugunum. Eftir því kemur aldrei vöðvaviðnám, nema peritoneum parietale verði fyrir ertingu, annað- hvort beint frá hinu sýkta líffæri, eða óbeint frá öðru líffæri, sem er líirit við hið sýkta. Þessi kenning er ný, og skýrir það, að vöðvaviðnám getur vantað, jafnvel þótt um sprungna ígerð sé að ræða, t. d. í botnlangatotu, enda hefir Robertson'rökstutt hana með mörgum nákvæmum sjúkralýsing- uni af bráðri botnlangabólgu. Þegar vöðvaviðnám er um allan kvið, er fengin aðkallandi hvöt (al)solut indikation) til uppskurðar. Þó eru dænii til þess, að slikt útbreitt vöðva- viðnám sé án innýflanteiðsla, eftir högg á kviðinn (erting á perit. pariet. af mari utan þess). Uppskurður er jafn sjálfsagður engu að síður, því að neikvæður prófskurður er hættulaus í samanburði við aðgerðaleysi, þegar slikt einkenni er fyrir hendi. Qnénu telur ýmsar tegundir vöðvaviðnáms við miltissprungu í þessari röð, eftir því hvað þær eru tíðar: Útbreitt og ákaft, staðbundiö, lint, vantandi. Sjúlfkrafa vcrkur er oftast, en ekki altaf. Hann fær aukna þýðingu fyrir greiningu sjúkdómsins, ef hann eykst eða kemur í ljós, þegar frá líður meiðslinu. Aðsetur verkjarins er oftast ofan til i kviðnum vinstra megin, en stundum aftur á nýrastað, i huppnum, eða jafnvel niður i nárasvæðinu vinstra eða hægra megin. Hann er oft verri ef sjúkl. liggur flatur á hrygg- inn. Tiltölulega oft liggur verkur uppi i vinstra viðbeini, og er það mjög gott einkenni, sem Quénu telur, að getið sé í ioc/o tilfellum, en hyggur það vera algengara. Ef maður hefir viðbeinsverk vinstra megin, ásamt. ein- kennum innblæðingar eftir högg á kviðinn, er meiðslið auðþekt: Miltis- sprunga. Slíkir viðheinsverkir koma einnig við abscessus subplirenicus, við l)rostin (perforeruð) maga- eða skeifugarnarsár (í 2 tilfellum af 3, senv eg hefi fundið hér í Eyjum), eru þá öðru hvorú megin, við sull (hægra megin) eða gallhlöðrabólgu (sjaldnar). Skýringin á þessu fyrirbrigði er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.