Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 5
LÆKN ABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON og ÞÓRARINN GUÐNASON. 38. árg. Reykjavík 1953 1.—2. tbi. 2Z.vr."~~~ TILRAUNA5TDÐ HÁ5KDLAN5 í MEI NAFRÆÐl, KELDLIM Sullaveikin á undanlialdi JJftir P%(Píliion, ÍJjörn JöiýurÉiáon oý -JJiriten ^JJenril Sullaveiki var áður fyrr á- kaflega algeng hér á landi, og er löngum til Islands vitnað sem „la terre classique" hvað snertir þennan sjúkdóm. Að sjálfsögðu vöktu sullir i mönn- um mesta eftirtektina, en vitn- eskjan um gífurlega útbreiðslu sjúkdómsins á seinni hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. grundvallast fyrst og fremst á athugunum læknanna Schleisn- ers (15), Jóns Finsens (3), J. Jónassens (6) og Guðmundar Magnússonar (12). Það er alkunna, að þeir sull- ir, sem fundust í mönnum hér á landi, eru hlöðrustigið af Taenia echinococcus, sem er bandormur, er lifir venjulega í þörmum hundsins. Hið sama blöðrustig og finnst í mönnum, oftast í lifrinni, finnst einnig í líkama sauðkindarinnar og nautgripa, venjulega í lungum eða lifur (5, 17). Hundarnir fá svo sina ormasýkingu af því að éta sollin líffæri úr þessum dýrum. Hitt liefur af augljós- um ástæðum naumast eða ekki komið fyrir, að hundar hafi fengið ormasýkingu af því að éta sulli úr mönnum. Taenia echinococcus hefur því lifað sínu lífi með því að flytja sig i sífellu á milli iiunds og jórt- urdýra. Mannfólkið sýktist svo af blöðrustigi ormsins við að éta egg bandormsins, án þess að slíkt hliðarspor réði nokkru um áframhaldandi líf dýrsins, þar eð það dó alltaf út með manninum. Auk Taenia echinococcus eru tveir aðrir bandormar, sem or- saka sullaveiki i sauðfé hér á landi, en ekki taka þeir sér að jafnaði hústað i mannfólkinu. Báðir lifa í görnum hundsins. Taenia marginata myndar venjulega blöðrustig sitt (Cysti- cercus tenuicollis) i kviðarholi eða i netju sauðkindarinnar og er tiltölulega meinlaus. Þessi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.