Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
17
mega vera í ætinu, sýru-
stig þarf að henta jafn vel öll-
um lyfjunum, þau þurfa að
geymast óskemmd meðan á
ræktun stendur. Það magn
sem sáð er á plötuna,
má ekki hafa verulega mismun-
andi áhrif á hin ýmsu lyf, sem
prófuð eru samtímis. Sum af
þessum skilyrðum er erfitt að
samræma svo vel sé og er það
nokkur galli á skífuprófinu. Of
tæknilegt væri að lýsa í ein-
stökum atriðum, hvernig farið
er að því að draga úr þessum
göllum. Prófið er lesið eftir
16—18 klst. ræktun. Þvermál
auða svæðisins kringum hverja
skífu er mælt í mm. og svarið
gefið í samræmi við þær mæl-
ingar þannig:
15 mm. svæði -r- sýklar ónæmir
16—24 — — + lítið næmir
25—29 — — ++ vel næmir
30 — — -j—j-+ mjög næmir.
Með samanhurði við ná-
kvæma þynningaraðferð í fljót-
andi æti er hægt að reikna út
tiíhvaðamágnsaf lyfi í hverjum
ml. visst þvermál auða svæðis-
ins svarar (E. Lund 1952).
Varast skal að leggja strangt
tölumat á fjölda plúsanna, t.d.
ef þvermál auða svæðisins kring
um penicillin skífuna er 24 mm.,
en 25 mm. kring um chlor-
amphenicol skífuna, þá fengi
penicillín + og chlorampheni-
col. + +, en mismunur á þver-
máli auðu svæðanna var þó að-
eins 1 mm., svo varla væri hægt
að búast við neinum mismun á
læknimætti penicillins og chlor-
amphenicols í slíku tilfelli.
Hins vegar þarf minnst 11
mm. mun til þess að greina á
milli + og -|—j—þ. Klinisk
reynsla hefur sýnt, að sé næmi
tiltekins sýklastofns -j—|- eða
-j—|—j- fyrir ákveðnu lyfi, þá
verkar það vel á sjúkdóm þann,
sem viðkomandi sýklastofn
veldur ef aðrar aðstæður eru
jafnframt hentugar.
Próf á næmi berklasýkla.
Aðferð sú, sem notuð er i
Rannsóknastofu Háskólans til
þess að prófa næmi berklasýkla,
er eins og áður er sagt í því
fólgin, að blanda lyfjunum,
streptomycin, PAS og Rimifon
í Löwensteins æti í mismunandi
magni, og er fyrirkomulag
prófsins það sama og nú er
notað við Statens Seruminstitut
í Kaupmannahöfn. Ef sýrufast-
ir stafir finnast við smásjár-
skoðun í hráka, er prófið gert
á fyrsta sýklaættlið, sem rækt-
ast. Hrákinn er leystur sundur
í lút (NaOH) á venjulegan hátt,
sáð beint á prófglösin, og á
venjulegt Löwensteins æli.
Jafnframt er sáð í samanburð-