Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 24
20 LÆKNABLAÐIÐ og önnur staðdeyfilyf, sem inni- halda p-aminobenzoesýru sam- stæðuna. Af þessu má sjá, að þar sem sulfonamid á við, þarf að gefa það fljótt, áður en dauður vefur eða gröftur hefur mynd- azt, áður en mögnuð sýking hefur náð að festa rætur. Sé um nýrna eða blöðru-infection að ræða, þarf þvagið að vera lút- kent. Procain eða skild stað- deyfilyf má ekki nota með sul- fonamid. Penicillin: Sýklar geta orðið ónæmir fyrir penicillíni að minnsta kosti með þrennu móti. Þeir taka að mynda penicillinase, sem klýfur penicillín í óvirk sambönd. Þeir útiloka penicillin á einhvern óþekktan hált frá efnaskiptum sínum án þess að mynda penicillinase. Báðir þess- ir eiginlegar getaverið hjá sama sýklastofni. Auk þess geta sýklar vanizt á penicillin, þann- ig, að það örvi vöxt þeirra. Sýnt hefur verið, að slíkt getur átt sér stað með staphylococca. (L. P. Garrod 1951). Gram negativir stafir og fjöldi saprophyta mynda penicillinase. 1 óhreinum sárum og við þvag- færainfection geta slíkar bakt- eríur verulega hindrað verkanir penicillíns. Það eru einkum staphvlococc- ar, streptococcus viridans og non-hæmolytiskir streptoco- ccar, sem orðið liafa ónæmir fyrir penicillíni. Slíkir staphylo- coccar finnast oft í sjúkrahús- um, berast á milli sjúklinga með kronisk sár, þar sem þeir framleiða penicillinase, sjálfum sér og öðrum sýklum til varnar. (M. L. Kock 1952). I sjúkra- húsum komast þeir oft i kynni við penicillín, en það er hvatn- ing fyrir ])á, að mynda meiri penicillinase. Ekkert samband er á milli viðnámsþols sýkla fyrir penicillini og sulphona- midum. In vitro hefur tekizt að auka þol gonococca, meningococca og hæmolytiskra streptococca gegn penicillini með því að rækta marga ættliði á æli, sem inniheldur stöðugt aukið magn af penicillini. Á þenna hátt liafa sýklarnir vanizt svo á penicillín, að þeir geta vaxið á mörg hundruð sinnum meira magni, en þeir upprunalega þoldu. Samt finnast mjög sjaldan ó- næmir sýklar af þessum flokk- um í sambandi við sjúkdóma í mönnum. Penicillín hefur engin áhrif á sýkla, þegar efnaskipti þeirra eru í livíld. Það er t. d. hægt að geyma næma sýkla í sterkri penicillinblöndu og salt- vatni. Sé hins vegar látið nær- ingarefni þar út í, taka sýklarn- ir að vaxa og drepast þá jafn- óðum. Penicillín verkar hezt á sýkla í vexti, eða nánar tiltekið, þegar efnaskipti þeirra eru ör, en sýkl- arnir þurfa ekki að vera í skipt-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.