Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 5 með tilliti til hinna fáu lungna- sulla sennilega margfalt of há. Að auki eru fyrir hendi nokkrar upplýsingar frá þeim árum, sem síðan eru liðin. Héraðslæknirinn á Þingeyri liefur talið sullaveikt fé í slát- urtíð nokkur haust á árunum frá 1925—1931 (18). Á þeim ár- um hefur um 1% af sláturfé þar verið sullaveikt. Er hér um að ræða frá 1000—1200 kindur árlega. Ekki er þess getið, hve margt af því liafi verið fullorð- ið og hve mörg lömh, og heldur ekki, hvaða sulli var um að ræða. Jónas Kristjánsson (11) tét fara fram allnákvæma talningu á sullum í fullorðnu fé á Sauð- árkróki 1924. Alls var talið úr 3530 fullorðnum kindum, og reyndust 11.7% af þeim liafa sulli í lifur eða lungum eða hvoru tveggja, og 31.5% hafa sulli í netju. Af dilkum voru hins vegar aðeins 2.2% með netjusulli, en alls var talið úr 17.619 dilkum. Telur Jónas þó tölu þessa vafalítið of lága, frekar en of liáa, þar sem líf- færin voru ekki skorin í sund- ur og þar gátu því leynzt sullir. 1926 fór aftur fram talning á sullaveiku fullorðnu sláturfé á Sauðárkróki, og var sláturfjái- fjöldinn svipaður og 1924. — Reyndust þá 21.7% hafa sulli í lifur og lungum eða hvoru tveggja. Netjusullir fundust í 58.4% af fénu. f dilkum fund- ust sullir í 2.7%, þar af lifrar- sullir í ekki allfám. Héraðslæknirinn í Horna- firði taldi sulli í sláturfé þar 1936 (10). Reyndist nálægt 4% af fénu sullaveikt. Langoftast fannst aðeins einn sullur í hverri kind og lifrarsullir sá- ust alls ekki. Alls var talið úr rúmlega 7 þús. fjár og var flest af því lömh. Á Blönduósi taldi héraðs- læknirinn sulli í sláturfé 1937 (8) um 30 þús. fjár alls. Revnd- ist minna en 1% af fénu sulla- veikt. Mest bar á netjusullum eða í 87 fullorðnum og 7 lömh- um, en lifrarsullir fundust í 10 fullorðnum kindum og 3 lömbum. Auk þess getur lækn- irinn um garnasulli, nýrnasulli og sulli í ýmsum líffærum, sem ekki er nánar tilgreint. Meiri- hlutinn af fé þessu voru lömh eða nálægt 25.000. f þessum talningum héraðs- læknanna er heldur ekki gerð tilraun til þess að ákvarða lif- færasullina. Talningin sýnir hins vegar greinilega, hve mis- jöfn útbreiðsla sullanna er á ýmsum stöðum. í talningunni frá Hornafirði enginn líffæra- sullur og þá sennilegast heldur enginn echinococcus. í ca. 5.000 fullorðnum kindum á Blöndu- ósi finnast aðeins 10 lifrarsull- ir, en því miður er ekki getið um, hvaða sulli var um að ræða. Á Sauðárkróki aftur á móti 21.7% með líffærasulli.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.