Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 8
4
LÆKNABLAÐIÐ
Tafla 1.
«0 m 5 2 « J; i. (i _0 3 iO "a 2 M U- M M Sollið fé allt o o' •O o 1/1 Sullir aðelns 1 llfur Sulllr aðelnt f lungum K E ± ? = ZZ 3 » — o» t/i — o
1. Búðardalur 1115 200 17.90 158 7 35
2. Borgarnes 2029 543 26.10 539 2 2
3. Reyðarfjörður 1695 47 2.77 6 4 37
4. Reykjavík 1915 63 3.29 60 2 1
5. Akureyri 7140 898 12.60 ? ? ?
6. Sauðárkrókur 3530 413 11.70 ? ? ?
17424 2164 12.39 763 15 75
Okkur virðist ekki rétt, að
telja alla þessa sulli echinococc
sulli og ber þar aðallega tvennt
til. Samkvæmt skýrslunni hafa
763 kindur af 853 sullaveikum
eða 89.45% sulli í lifur ein-
göngu, en 15 kindur eða 1,76%
sulli í lungum eingöngu og loks
75 kindur, eða 8,79% sulli hæði
í lifur og lungum. Lifrin ætti
því samkvæmt þessu að vera
locus prædilectus í íslenzku fé,
þar sem echinococcsullir finn-
ast ca. 9 sinnum oftar í lifur en
lungum. Samkvæmt erlendri
reynslu (5) er þó talið, að
echinococcsullir séu nokkru al-
gengari í lungum sauðfjár en
lifur, og má merkilegt vera ef
reynslan hér á landi er svo
mjög fráhrugðin í þessu efni.
Sumir læknarnir, er talning-
una framkvæmdu, taka fram
eins og áður er sagt, að mikið
af sullunum hafi verið kalkað,
verður greining sullanna af
þeim ástæðum enn örðugri, þar
sem hris og kalkmyndanir í
lifur sauðfjár geta stafað af
ýmsum öðrum orsökum, t. d.
gömlum drepum, ígerðum o. fl.
Þar sem greining á kölkuðum
sullum er oft mjög erfið og
jafnvel óframkvæmanleg, ork-
ar það mjög tvimælis að flokka
alla slíka sulli sem echinoc-
occsulli án ýtarlegrar smásjár-
athugunar, þvi samkvæmt
reynslu okkar gæti sumt þeirra
liafa verið Cjrsticercus tenui-
collis. Þá er hlutfallstala af
kindum með lifrarsulli á sum-
um sláturstöðunum 1924 svo
lág, að samkvæmt reynslu sið-
ari ára gæti þar vel verið um
Cysticercus tenuicollis ein-
göngu að ræða. Hins vejgar
hafa fundizt sullir í lungum í
allmörgum tilfellum og verður
að álíta, að þar sé um að ræða
echinococcsulli, enda þótt þess
sé getið, að sumir þeirra hafi
líka verið kalkaðir. Að þessu
athuguðu virðist okkur varla
leika vafi á því, að tala sú, sem
þessi skýrsla ber með sér,
12,39% sullaveikt, þ. e. af
echinococcsullum sé of há, og