Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 36
32 LÆKNABLAÐIÐ úr „Varðanum“, 29. ág. árg. nr. 2—3. Thórshavn 1951. Texas Reports on Biology and Medicine, 10. árgangur, þ. e. tíma- ritið frá upphafi, í skiptmn fyrir Læknablaðið. Tilraunastöð Háskólans i meina- fræði á Keldum hefur sent Lækna- blaðinu þessi sérprent: 1) Immunization with heatkilled mycobacterium paratuberculosis in mineral oil, eftir Björn Sigurðsson og Önnu Tryggvadóttur. Grein þessi var birt i Journal of Bacteriology, Vol. 58, no. 3, sept. 1949. Önnur grein um sama efni og eft- ir sömu höf. birtist í Journal of Bacteriology Vol. 59, no. 4, april 1950. 3) A Disease epidemic in Iceland simulating Poliomyelitis, eftir Björn Sigurðsson, Júlíus Sigurjónsson, Jón Hj. Sigurðsson, Jóhann Þorkelsson og Kjartan R. Guðmundsson, sér- prent úr The American Journal of Hygiene, Vol. 52, no. 2, 222—238, sept. 1950. (Smbr. Akureyrarveikin, í Lbl. 35. árg. 5.-6. tbl.). 4) Vaccination against Paratuber- culosis (Johne’s Disease), eftir Björn Sigurðsson. The Journal of Imm- unology, Vol. 68, no. 5, mai 1952. 5) Maedi, a chronic, progressive infection of Sheep’s Lungs, eftir Björn Sigurðsson, Halldór Grímsson og Pál A. Pálsson, sérprent úr The Journal of Infectious Diseases. Maí —júni 1952, Vol 90, 233—241. Læknablaðið þakkar ofangreind rit. Ur erl. læknaritum E-vitamin og klimakterium. Á síðustu árum hefur E-vitamin mikið verið notað til þess að ráða bót á klimakteriskum óþægindum. Hafa sumir verið næsta ánægðir með árangurinn, talið vitaminið öruggt lyf og algerlega laust við þá agnúa og hættur, sem notkua östrogen hormona getur haft í för með sér. Hjá öðrum hefur árangur af E-vita- minmeðferðinni verið lélegri og sumir efast um gagnsemi hennar. Amerísku læknarnir Blatt, Wiesbad- er og Kuppermann liófu því víð- tækar rannsóknir til þess að ganga úr skugga um gagnsemi nokkurra lyfja gegn tíðabrigðaóþægindum. At- hugaðir voru 748 sjúklingar. Fengu sumir þeirra daglega 50—100 mg. af E-vitamini, aðrir venjulega skammta af östrogen hormonum og enn aðrir phenemal (15 mg. x3). Margir sjúklingar fengu eingöngu óvirk efni (placebo). Athugunum var hagað þannig, að hvorki sjúk- lingi eða lækni þeim, sem dæmdi um árangurinn var kunnugt um, livaða lyf hafði verið notað. Árangur var sízt betri hjá þeim, sem fengu E-vitamin, lieldur en hjá hinum, sem aðeins fengu placebo. (Góður bati hjá 25,6% þeirra, sem fengu E-vitamin, en 33% þeirra, sem fengu placebo. 42,8% fengu bata eftir phenemalmeðferð. Sem vænta mátti, var árangur langbeztur af hormón- meðferðinni. Rúmlega 90% i þeim flokki fengu góðan bata. Archives of Internal Medicine 91 6 792—799 1953. V. A. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 757. Félagsvrentsmiöjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.