Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 18
14 LÆKNABLAÐIÐ Mörgum sýklum hefur tekizt að búa til efni, sem útiloka verkanir sulfonamida, eða lærl að greina p-aminobenzoe- sýru, sem er nauðsynleg vexti þeirra, frá efnafræðilega skild- um sulfonamid-samböndum og þar með losa sig undan skað- legum áhrifum lyfjanna. Á svipaðan hátt hafa sýklar lært að útiloka penicillin frá eðlileg- um efnaskiptum, eða jafnvel nota það sem eins konar fjör- efni, til örvunar vexti sínum. Sumir sýklar hafa tekið upp enn snjallara ráð, sem er í þvi fólgið, að framleiða efnakljúf (enzyme), penicillinase, sem klýfur penicillin í óvirk efni. Á þennan hátt vernda sýklar ekki aðeins sjálfa sig, heldur er einn- ig öðrum sýklum sem eru ná- búar þeirra, er penicillinasc mynda, að mestu borgið. Svipað er að segja um önnur hliðstæð lyf með víðara lækn- ingasvið. Sýklar hafa einnig smám saman orðið ónæmir fyr- ir þeim. Mismunandi flokkar sýkla, tegundir þeirra og jafnvel stofnar sömu tegundar bregðast mjög ólíkt við og þola misvel hin ýmsu antibiotika (fúkalyf) og cliemotherapeutika (efnan- lyf)- Nákvæm og rétt sjúkdóms- greining ásamt ákvörðun þeirra sýkla, er sjúkdómnum valda nægir ekkiávallt tii þessað beita þessum nýju lyfjum örugglega, heldur þarf einnig að þekkja næmi sýklanna fyrir lyfjuniun. Þessar upplýsingar eru ekki að- eins þýðingarmiklar í byrjun meðferðar, til þess að velja bið bagkvæmasta lyf, heldur jafn- vel enn nauðsynlegri síðar, ef skipta þarf um lyf, vegna þess, að fullnægjandi árangur hefur ekki náðst, komið hefur fram ofnæmi hjá sjúklingi eða hann ekki þolað lyfið af öðrum ástæð- um. Sýklarannsókn og næmispróf eru einnig nauðsynleg til þess að unnt sé að meta og skilja til fulls gildi hinna nýju antibiotika. Verður þetta þeim mun nauð- synlegra, þar sem stöðugt koma fram fleiri slík lyf (fúka- og efnanlyf). Nú sem stendur eru aðallega notuð 8 antibiotika og chemotherapeutika auk neoar- sphenamids, og eru sulfonamid þá talin sem ein heild. Þessi efni eru: sulfonamid, penicillin, aureomycin, chloramphenicol, (chloromycetin), terramycin, streptomycin, paraminosalicyl- sýra (PAS), rimifon (isoni- cotinylhydrazidum), auk þess hefur lítillega verið notað neomycin, thyrothricin, baci- trasin og polymyxin. Aðferðir við næmispróf. Aðferðum við prófun á næmi sýkla má skipta í tvo aðal- í'lokka: I. 1 fljótandi æti, II. á föstu æti. Þar sem ekki er ástæða til þess að fara nákvæmlega út í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.