Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1953, Side 7

Læknablaðið - 01.09.1953, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 3 genga, einkum í sauðfé eins til tveggja ára gömlu. Magnús Stephensen (1(5) minnist einnig á veiki í naut- gripum, er hann nefnir Lunge- syge og segir þar um: „angriber en stor Mængde som derfor maa slagtes 8—14 Aar gamle, nogle meget yngre og vise da Lever og Lunge stærk svulnede og besatte med en Mængde Bylder.“ Hér mun nær vafa- laust átt við sullaveiki. Höfuð- sótt telur hann stinga sér niður hér og hvar og stundum farast úr henni allt að 10 kindur á ári á sumum bæjum, og' einstöku sinnum veikjast nautgripir. Jón Finsen telur í læknis- skýrslum sínum frá 1858 sulli í kvíaám og nautgripum svo al- genga, að undantekning sé, ef þeir finnast ekki, þegar grip- unum er slátrað. Harald Krahbe (9), sem rami- sakaði húsdýr hér á landi árið 1863, telur sulli mjög algenga í kindum og nautgripum, einn- ig fann hann sulli í svíni. Höf- uðsótt telur hann valda miklu tjóni sums staðar, t. d. getur hann þess, að bóndinn í Reykjahlíð við Mývatn hafi misst 10% af fjárstofni sínum eitt árið og prófasturinn í Reykholti 25—30% á einu ári. Netjusulli telur Krabbe mjög algenga og liefur fundið allt að 50 sulli í einni kind. Lifrar- og lungnasullir eru líka mjög algengir í gömlu sauðfé og nautgriijum. Sulli í húsdýrum telur Krabhe fleiri en í mann- fólki, er sullirnir hver um sig eru minni en venjulegt er í mönnum, og sullungar eru sjaldgæfir. Hann álítur, að sull- ir í skepnum séu skammlífari en í mönnum, og fann marga sulli dauða og kalkaða einkum i nautgripum. Lifrarsullir í sauðfé voru oft mjög óreglu- legir, og greindust um allt líf- færið. 1 lungum voru þeir aft- ur á móti miklu reglulegri, vanalega kúlulaga. Sullaveiki í búfé á þessari öld. Um útbreiðslu á sullaveiki í sauðfé fyrr á þessari öld, eru til talsverðar upplýsingar. — Læknafélag íslands gekkst fyr- ir því, að taldir voru líffæra- sullir í fullorðnu sauðfé á 6 sláturstöðum á landinu haustið 1924. (2). Urðu niðurstöður þeirrar talningar þær, sem sýndar eru í töflu I. Eins og skýrslan her með sér, hafa sullir þessir fundizt i lifur og lungum, eða háðum þessum líffærum samtimis. — Greining á sullunum hefur ekki verið framkvæmd að því, er séð verður, en gengið út frá þvi, að um echinococcsulli væri að ræða. Sumir læknarnir taka fram, að meirihlutinn eða all- ir sullirnir hafi verið dauðir og kalkaðir og einn læknanna (í Rorgarnesi) telur 3—4% af sullunum tæra og lifandi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.