Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 21 ingu. Á þessu byggist kenningin um að gefa aldrei bakteriosta- tisk lyf með penicillíni. Fjöldi sýklanna hefur engin áhrif á verkanir penicillíns, heldur ekki dauður vefur né gröftur að neinu verulegu leyti, sama gildir um procain og skild staðdeyfi- l}Tf. öll síðastnefnd atriði eru þveröfug við það sem gildir fyr- ir sulfonamid. Nauðsynlegt er að hafa þessi atriði í huga vió notkun lyfjanna, ásamt mörgu fleira, sem ekki verður skýrt nánar hér. 1 sambandi við penicillín-með- ferð eru næmispróf á sýklum nauðsynlegust, þegar um er að ræða sýkingu af staph. aureus, strept. viridans og non-hæmo- lytiskum streptacoccum.Það má yfirleitt gera ráð fyrir, að penicillin verki vel á strept ococcus hæmolyticus, strpt. pneumoniae, N. gonarrhoe og N. meningitides. Flestir gram nega- tivir stafir, nema H. influenzae eru ónæmir fyrir penicillini og margir þeirra mynda penicili- inase. Streptomycin: Næmi sýkla fyrir streptomyc- ini er óhóð næmi fyrir penicill- íni og sulfonamid. Streptomyc- in verkar á sönni tegundir sýkla og penicillín, en auk þess ó marga gram negativa stafi. Frægast er það fyrir verkanir sínar á M. tuberculosis. Allir sýklar geta auðveldlega orðið ó- næmir fyi'ir streptomycini bæði in vitro og in vivo. T. d. getur B. coli og aðrir gram negativir stafir orðið ónæmir fyrir strep- tomycini eftir að sjúklingurinn hefur fengið streptomycin í einn til tvo daga. Stundum vill svo vel til, að sýklarnir missa virulens um leið og þeir verða ónæmir fyrir streptomycini. Sýklar geta van izt á streptomjæin og orðið al- gerl. háðir því, jafnvel ekki vax- ið nema það sé fyrir hendi. Ef meningococcum, sem algerlega eru háðir streptomycini in vitro, er sprautað í hvítar mýs, hverfa sýklarnir fljótt og mýsnar veikjast ekki. Sé hins vegar dælt í mýsnar streptomycin sarntím- is meningococcunum eða rétt á eftir, þá fá mýsnar sepsis og drepast. — • Fyrir slíka meningococca er streptomycin nauðsynlegur vaxtar factor bæði in vitro og in vivo. (C. P. Miller at al 1947). Streptomycin og penicillin eru samvei’kandi (synergetisk) in vitro. Sýnt hefur verið að með því að sameina þessi efni, er stundum unnt að fá penicillin til að verka ó gram-negativa stafi, sem það að jafnaði hefur engin áhrif á. (S. C. Chopra et al 1951). Þar sem aldrei er unnt að segja fyrir um þol sýkla gagn- vart streptomycini ætti ætíð að gera næmispróf áður en lyfið er gefið. Sumir álíta að strepto-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.