Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 6
2 LÆKNABLAÐIÐ sullur er algengur í sauðfé hér á landi og oft kallaður netju- sullur. Hinn bandormurinn er Taenici coenurus. Blöðrustig lians (Coenurus cerehralis) finnst venjulega í lieila eða mænu kindarinnar og veldur svonefndum vanka eða höfuð- sótt. Það er alkunna, að sullaveiki í mönnum hér á landi hefur stórminnkað, það sem af er þessari öld. (7). í samræmi við þetta hefur N. Dungal ,(1) fundið, að við krufningar finn- ast sullir nú orðið nær einungis í gömlu fólki. Sullaveiki er nú löngu hætt að hafa verulega þýðingu almennt fyrir heilsu- far í landinu, þar sem nú líða jafnvel ár á milli þess, að nýir sjúklingar finnist. Áður er nefnt, að viðgangur Taenia echinococcus hér á landi hefur hyggzt á hundin- um annars vegar og sauðfé og nautgripum hins vegar. Sýking- in á fólki hafði enga þýðingu fyrir viðhald ormsins. — Vel mætti hugsa sér, að mannfólk- ið losnaði við sullaveiki t. d. með auknu hreinlæti, án þess að Taenia echinococcus fækki. Eigi að ganga úr skugga um, liversu orminum sjálfum vegni í landinu, þarf því að rannsaka búfé og hunda. Að vísu kann íslenzki fjallarefurinn einnig að koma hér til greina, þar sem hann gæti að einhverju leyti viðhaldið sýkingu i sauð- fé. Slík smitun mun þó vafa- laust vera fátíð, og enn hefur ekki gefizt tækifæri til að at- huga það nánar. Sullaveiki í búfé hér á landi fyrir síðustu aldamót. Um útbreiðslu á sullaveiki í búfé hérlendis liggja fyrir nokkrar dreifðar upplýsingar, en nær ekkert er vitað um bandorma í hundum frá fyrri tímum nema það, sem Krabbe hefur rannsakað (9) og síðar verður getið um. Sullir i húfé hafa verið þekktir hér lengi. Þannig mun væntanlega átt við höfuðsótt í sögu Guðmuudar góða, en þar segir svo: „Kol- heinn (Tumason) atte rút einn, þann er gerseme var i, ok hom um þótte góður; rúturinn lók sótt, er kölluð var kriglosótt og var dauðvána. Þá söng Guð- mundur yfir honum og sette líkneskje Jóhanns baptista á meðal horna rútsins, og verð- ur þá rúturinn heill.“ 1 ferðabók Eggerts Ólafsson- ar og Bjarna Pálssonar er getið sullaveiki lítillega: „Lunge- og Lever-Soot er í Island alt for almindelig, saa- vel hos Hornkvæg, som Faar, naar de blive gamle. Det syge Kreatur siges at være Sollid hvilket Ord vil sige, at det hav- er Stene eller Vomicas, paa Is- landsk Sullir, i Lungerne eller Leveren.“ Einnig minnast þeir á höfuðsótt, er þeir telja al-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.