Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 11 urstaða þeirrar talningar sé sennilega til muna of há, svo seni áður liefur verið bent á. Útbreiðsla echinococcsulla virðist því hafa minnkað veru- lega. Sama máli gegnir nm Coenurus cerehralis, lians varð ekki vart í þeim tæplega 20 þús. fjár, sem úr var talið, þ. e., höfuðsóttareinkenna varð hvergi vart. Netjusullur (Cysti- cercus tenuicollis) virðist hins vegar enn algengur, eins og hezt sést á talningunni frá Sel- fossi, Reykjavík, Hellu og Djúpadal. Ýmsar orsakir eru taldar liafa valdið því, að sullaveiki er orðin fátíð meðal íslendinga, miðað við það, sem áður var. Bætt húsakynni, aukið hrein- læti og varúð í umgengni við hunda, slátrun fjár í slátur- húsum i stað heimaslátrunar, rekstur fjárins á afrétt og að liætt var við kvíamjaltir, hefur allt stuðlað að þvi að draga úr sýkingarhættunni. Þá liafa hundahreinsanir vafalaust komið að nokkru liði í baráit- unni við sullaveikina, þó að margir liafi talið hana gagns- lausa. Að vísu virðist enn all- mikið af T. marginata í hund- um hér, þó að Echinococcus granulosus og T .coenurus virð- ist mikið til horfnir úr sögunni. Kann að vera, að hinir tveir síðasttöldu bandormar séu við- kvæmari gegn lyfjum þeim, er notuð hafa verið, enda mun Echinococcus granulosus vana- lega lialda sig í mjógörninni alveg fram undir magaopi, og berst lyfið því þangað óbland- að, þegar hundurinn er vel sveltur, en þynnist eftir því, sem aftar dregur. Er því ekki ósennilegt, að Echinococcus granulosus verði ormalyfinu frekar að bráð en T. marginata, sem oftast situr nokkru aftar í mjógröninni. Hins vegar virð- ist ormahreinsun hundanna nú mjög ábótavant í sumum sveit- um, og er full ástæða til þess, að hlutaðeigandi yfirvöld end- urskoði framkvæmdina á þeim málum. Mun húsakostur til hundahreinsunar víða mjög lé- legux-, gólfin óþétt, óslétt og skítug, jafnvel fjárhús sunxs staðar notuð til hreixxsunar liunda. Ornxalyf það, senx al- memxt hefur verið íxotað (senx- en arecae), er óhentugt, því að hundarnir Iivekkjast á inngjöf- inni, svo að þeir, senx vanir eru inngjöfinni, brjótast unx og reyna að vei’jast svo senx þeir frekast geta. Miklu axxðveldara er að íxota Arecolini liydro- bromidum, senx er vatnsupp- leysanlegt, en vökva er venju- lega auðvelt að koxxxa ofan í hunda, jafnvel þótt óþekkir séxi og illskevttir. Hundar hér á á landi eru venjulega frá 12—20 kíló, og hæfilegur skammtur mun vera um 2 mg af arecolini hydrobrom- iduxxx á kg. líkamsþunga. Sam-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.