Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 20
16 L Æ K N A B L A Ð I Ð (a) Aðferðin þarf að vera fljót- leg, svo læknar geti fengið svar sem fyrst, helzt innan 24 klst. lj) Hún má ekki vera marg- brotin, þá verður rannsóknin vinnufrek og dýr. c) Svarið þarf að vera nákvæmt og í sem beztu samræmi við raunveru- legan læknimátt lyfjanna í hverju einstöku tilfelli. Nákvæmast er að gera prófið í fljótandi æti. Er sú að- ferð sérlega hentug, þegar fylgj- ast þarf með auknu viðnáms- )x)li sýkla gegn antibiotika. En þessi aðferð er of seinleg og alltof vinnufrek til þess að liægí sé að nota hana almennt. Auk j)ess hefur hún þann ókost, að ekki er unnt að nota hana nema við hreingróður. Sú aðferð að hlanda hverju lyfi í fast æti er einnig allná- kvæm, en vinnufrek og kostn aðarsöm og ekki nothæf nema fyrir þau lyf, sem þola nokkra geymslu í röku formi við j)að sýrustig (pH), sem hentar við ræktunina. Þetta er sú aðferð, sem notuð er í Rannsóknar- stofu Háskólans við næmispróf á berklasýklum fyrir strepto- mycin, PAS og Rimifon. Síðar mun ég minnast nokkru nánar á þetta próf og hvers vegna það liefur verið valið til rannsókna á herklasýklum. Skífuaðferðin er langeinföld- ust, fljótlegust og ódýrust. Auk þess er ekki alltaf nauðsynlegt að um hreingróður sé að ræða, heldur má alloft (ca. 30% til- fella) gera prófið beint á því sýni, sem sent er. Mikil reynsla erlendis hefur sýnt, að próf þetta gefur nægilega nákvæmar upplýsingar til þess að byggja á rökrétta og örugga notk- ] un antibiotika og kemot- herapeutika (fúka- og efnan lyf), (E. Lund 1952). Skífupróf er notað á Rannsóknastofu Iiá- skólans við prófun á næmi sýkla annara en berkla. Skífur höfum við notað bæði frá Roskilde Medicinske Comp- any í Danmörku og frá Difco í Bandaríkjunum. Allmikill stærðar og styrk- leikamunur er á þessum skífum, þær dönsku innihalda lyfin í eftirfarandi skömmtum og geymast nothæfar í rúmt ár: Penicillin, l)lá skífa 50 i. ein. Sulfathiazol, grá skífa 2 mg. Streptomycin, græn skífa 5 — Aureomycin, gul skífa 5 — Chloramphenicol, hvít skifa 5 — Terramycin, brún skífa 5 — Þegar slík skífa er látin á agarplötu, dregur hún til sín raka frá yfirborðinu, viðkom- andi lyf leysist upp og síast út í agarinn í kring. Þar sem skífuaðferðin er höfð til að prófa mörg lyf á sömu agarplötu, þurfa þau að vera vel uppleysanleg og smjúga agarinn álíka vel. Engin efni, sem hindra verkanir lyfjanna,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.