Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 26
22 LÆKNABLAÐIÐ mycin eigi eingöngu að nota gegn berklum. Nýrri fúkalyf: Aureomycin, chloromycetin og terramycin má líta á sem einn flokk með svipaðar anti- biotiskar verkanir. Þau hafa áhrif á fjölda sýkla, bæði gram negativa og positiva cocca og stafi, en auk þess á Rikkettsia og stærri virus. Má þvi telja víst, að efni þessi fari inn í vefj- arfrumurnar. 1 samræmi viðþað má vænta meiri eiturverkana af þeim heldur en t.d. af penicillini, erheldur sig í l)lóðiogvefjavess- um, en smýgur ekki inn í frum- urnar sjálfar. Margar bakteríur, sem þessi efni verka á, eru skað- lausar, sumar jafnvel gagn- legar mönnum og dýrum. Þol sýkla gegn súlfonamid- um, penisillini og streptomyc- ini er algerlega óháð þoli þeirra gagnvart aureomycini, chloro- mycetini og terramycini. Ef hins vegar þol ákveðins sýkla- stofns eykst gegn einu af hinum þrem síðast nefndu efnum, þá eykst það jafnframt að ein- hverju leyti gegn hinum tveim. (T. M. Gocke et al 1951). Þetta á þó einkum við um gram negativa stafi, en miklu síður um gram positiva cocca. T.d. getur staphylococcus aureus orðið algerlega ónæmur fyrir aureomycini án þess að þol hans aukist verulega gegn chloromycetini. Margir telja, að þessi þrjú efni hindri hverl um sig verkanir penicillins og streptomycins, án jjess ])ó að gera sýkla ónæma fyrir j)eim. (R. S. Speek 1952). Það eigi t. d. aldrei að gefa aureomycin með penicillini né streptomycini. 1 þessu sambandi má minn- ast á að sýnt hefur verið bæði in vitro og in vivo, að aureo- mycin getur hreytt jioli staph. aureus gegn penicillini þanníg, að ónæmir staphylococcar verða aftur næmir fyrir peni- cillini, og hætta að mynda panicillínase (C. A. Chandler 1951). Það hefur einnig komið í ljós, að chloromycetin getur hindrað að gram negativir staf- ir, t.d. B. coli eða proteus, verði ónæmir fyrir streptomycini. Það er alkunnugt, að PAS hindrar allverulega að herkla- sýklar verði ónæmir fyrir streptomycini. Eftir því sem fleiri antihiotika eru tekin i notkun, koma fram fleiri og flóknari víxláhrif á sýklana. Þetta verður vafalaust hægt að hagnýta á margan hátt til lækn- inga, en jafnframt eykst hættan á að lumdahófsleg notkun jiess- ara efna geti valdið tjóni. Hagnýting' næmisprófa: Antibiotika (fúka- og efnan- lyf) eru þá og því aðeins indi- seruð, að viðkomandi sjúkdóm- ur stali af sýklum, sem eru næmir fyrir lyfinu. Hliðstæðar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.