Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 12
8 L Æ K N A B L A 1) 1 Ð árangur. Þess má geta, að hundur sá, sem í fundust um 30 bandormar, er frá bænum, þar sem um 90% af fullorðnu sláturfé reyndist sullasjúkt, og auk þess mun hundahreinsun í sveitinni einmitt liafa verið framkvæmd á þessum hæ, þeg- ar hreinsað hefur verið. Saurpróf voru tekin úr 9 hundum í þessari sömu sveit, eftir að þeim liafði verið gef- ið ormalyf (Arecolini hydro- bromidum). f tveim þessara hunda fundust handormar, T. marginata, en echinococcus granulosus fannst ekki þrátt fyrir ýtarlega leit. Haustið 1952 var gerð taln- ing á sullaveiku, fullorðnu fé, sem slátrað var í Djúpadal og Hellu á Rangárvöllum. Eftir- farandi tafla sýnir niðurstöðu þessarar talningar: Tafla 4. Sauðfé alls Sullaveikt alls Lifrarsullir alls Djúpidalur .......... 2776 338 53 Hella ............... 2249 278 66 Alls var slátrað á þessum tveim sláturstöðum 12382 full- orðnum kindum og hefur þvi talningin náð til um 40% af fullorðnu sláturfé. Úr lömbum var ekki talið. Af fullorðna fénu er um 12% sullaveikt, mest allt með netjusulli. Þeir 118 lifrarsullir, sem taldir voru á þessum slátur- stöðum voru allir athugaðir nánar ásamt 38 lifrarsullum, er síðar var safnað á sömu slátur- stöðum. Revndust þeir allir vera Cysticercus tenuicollis. Langflestir lágu þeir á yfir- horði lifrarinnar, en einstöku i sjálfum lifrarvefnum. Allt voru þetta tærir, lifandi sullir nema sex, sem voru að nokkru kalk- aðir. Lungnasullir fundust ekki. Á Vopnafirði var safnað lifr- arsullum úr ca 1000 fullorðn- um kindum, sem þar var slátr- að haustið 1952. I kindum þess- um fundust 12 lifrarsullir, þar af 4 kalkaðir. Þeir sullir, sem liægt var að ákvarða, reyndust Cysticercus tenuicollis. Tafla 5. Hundar T. T. Ecliinococcus Diphylidium alls marginata coenurus granulosus caninum. 70 3 0 0 1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.