Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 13 Næmisprc'if á svklnm fyrir anti- biotika og öðrum lyfjum einiion. Þegar sulfonamid-sambönd og penicillin höfðu verið tekin til almennrar notkunar og mörg önnur mikilvirk antibiotika (fúltalyf) voru á leiðinni í hend- ur lækna, töldu sumir, að s>'kla- fræði myndi verða þvi nær ó- þörf hjálpargrein við lækning- ar, því að flestir næmir sjúk- dómar yrðu læknaðir með nokkrum sprautum eða töflum af einu eða fleirum hinna áhrifamiklu lyfja. Sem sé, að tiltekin antibiotika (fúkalyf) myndu lækna vissa næma sjúk- dóma með hliðstæðum eða jafn- vel betri árangri en fyrsta stigs sárasótt var læknuð með neoarsphenamid. En þetta hefur farið á annan veg. Vonir manna um aukin lækningaáhrif við sameiningu tveggja eða fleiri lyfja hafa rætzt misjafnlega, en miklu þýðingarmeira er hitt, að sýkl- arnir hafa tekið upp ýmsar varnarráðstafanir gegn þessum nýju óvinum sínum. Það er enn allumdeilt, með hverjum hætti sýklar verða ónæmir fyrir antibiotika og öðrum lyfjum, en tvennt kemur einkum til greina. 1 fyrsta lagi með úrvali (selection), þannig, að sumir sýklar hafi upprunalega verið ónæmir, að þeir haldi velli og breiðist út, en hinir næmu hverfi að mestu. I öðru lagi, að sýklarnir venjist efnunum smám saman (adaptation),efna skipti þeirra lireytist á einhvern hátt, þannig að þeir þoli stöðugl stærri skammta af lyfjunum (H. Eagle 1952). Þessi síðari leið er talin miklu algengari og hefur meiri hagnýta þýðingu. iske Undersögelser i Danmark og pá Island. Kbh. 1865. 10. Knútur Kristinsson: Heilbrigð- isskýrslur, 1936. 11. .Tónas Kristjánsson: Læknablað- ið, 11, 1925. 12. Guðmundur Magnússon: Yfirlit yfir sögu sullaveikinnar á ís- landi, Rvík, 1913. 13. H. O. Mönning: Veterinarv Helminthology and Entomo- logy, London, 1947. 14. E. Ólafsson og B. Pálsson: Reise igjennem Island. Soroe, 1772. 15. P. A. Schleisner: Island under- sögt fra et lægevidenskabeligt Synspunkt. Kbh. 1849. 16. Magnús Stephensen: Veterinair- Selskabets Skrifter, lste Deel 1808. 17. H. Thornton: Textbook of Meat Inspectión, London, 1949. 18. Gunnlaugur Þorsteinsson: Heil- brigðisskýrslur 1925—31.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.