Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 22
18 L Æ K N A B L A ö I Ð arröð af prófglösum þekktum stofni af berklasýklum, sem eru vel næmir fyrir próflyfjunum. Svarið er hlutfallið á milli minnstu skammta lyfjanna, sem hindra vöxt hvors stofns fyrir sig, og eftir því er hægt að reikna nota- gildi lyfjanna gegn hinum nýja stofni. Ef t.d. nýi stofninn þolir 8 sinnum meira af lyfinu (t.d. streptomycin) heldur en sam- anburðarstofninn, þá er lítils árangurs að vænta og þoli nýi stofninn 16 sinnum meira en samanburðarstofninn, þá er til- gangslaust að gefa lyfið, sjúkl- ingurinn fær ekkert nema eit- urverkanir þess. Þegar þannig er prófað næmi sýklanna við frumræktun þeirra, nefnisl það primert próf, og tekur það álíka langan tíma og venjuleg ræktun, 3—6 vikur. Þegar lítið er um berklasýkla, 50 sýklahrúgur eða færri á Löwensteins æti, verður fyrst að hreinrækta og gera síðan næm- isprófið. Nefnist það sekundert próf, og tekur því nær tvöfalt lengri tíma en venjuleg ræktun. Teknar eru eins margar sýkla- hrúgur og unnt er, því próf, sem gert er á einni koloníu, er talið gagnslaust. Oft eru með næmum berklasýklum aðrir, sem mót- stöðu hafa gegn lyfjunum, en það eru þeir, sem mestu varðar að finna. Sé aðeins tekin ein kolonía úr slíkum gróðri, og reynist þeir sýklar næmir, þá myndu allir aðrir sýklar í upp- runalega gróðrinum ranglega verða dæmdir næmir. Primer próf á berklasýklum gefa þvi langöruggastar upplýsingar og af þeim ástæðum er Löwen- steins æti eingöngu notað við prófin. Áhrif lyf ja á sýkla. Til frekari skýringa og skiln- ingsauka á því, hvemig hagnýta skal árangur næmisprófs, þykir hlýða að minnast lauslega á verkanir þeirra lyfja, er hér um ræðir, á nokkrar algengustu tegundir sýkla. Áhrifum antihiotika og che- motherapeutika (fúka- og efn- anlyfja) á sýkla má skipta í 5 flokka: 1. Lyfin geta drepið sýklana (bakteriocid verkanir). 2. Þau geta hindrað vöxt þeirra (hakteriostatiskar verkan- ir). 3. Aukið þol fyrir lyfjunum getur myndazt lijá sýklun- um, svo að þau verði gagns- laus. 4. Þessar breytingar geta gengið svo langt, að efnin örvi vöxt sýklanna og séu því beinlínis skaðleg fyrir sjúklinga. 5. Sýklarnir geta vanizt enn meira á efni þessi, þannig, að þeir vaxi ekki nema þau séu fyrir hendi. Þá er við- komandi efni ekki aðeins skaðlegt, heldur alveg nauð-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.