Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 25 Árni Pjetursson, læknii* varð bráðkvaddur á heimili sínu 31. júlí s.l. Dánarmein hans var heilablóðfall. Mun vist fáa hafa grunað, að lát Árna bæri svo skyndilega að höndum, sízt þá, er sáu hann glaðan og hressan í hragði stjórna fundi i L.R. tveim dögum áður. Hér um réði þó miklu skapgerð lians. Hann var lítt kvartsár, laus við allan barlóm og lundin létt, en sannast mála tók Árni ekki á heilum sér síðast liðin fjögur ár. Fyrir fjórum árum veiktist hann snögglega, að talið var af heilabólgu, og komst ekki aftur til fullrar heilsu, var æ síðan með hljóm og suðu fyrir eyrum og miður sín. Síðasta ráð hans til að hressa sig við var sjóferð með Gullfossi til Miðjarðarhafs- landanna, því þaðan átti hann góðar endurminningar og sjór- inn lét honum vel, en vonsvik- inn kom hann úr þeirri för, hvað heilsuna snerti. Árni Pjetursson var fæddur 2. júni 1899 í Ólafsvík, sonur Pjeturs Þórðarsonar verzlunar- manns frá Rauðkollsstöðum og Þóru Þórarinsdóttur frá Stóra- Hrauni. Hann varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur 1918 og lauk læknisprófi frá Ilá- skóla Islands vorið 1924. Það sama vor kvæntist hann Katrínu Ólafsdóttur, sem lifir mann sinn ásamt þrem börrium þeirra. Árni var við framhaldsnám i Danmörku og Þýzkalandi 1924—1925 og lagði sérstaklega stund á kvensjúkdóma. Áð þvi námi loknu, i ársbyrjun 1926, settist hann að í Reykjavík og var þar æ síðan starfandi lækn- ir og frá 1933 jafnframt trúnað- arlæknir Reykjavíkurhæjar. Hann tók virkan þátt í félags- skap lækna og ávann sér trún- aðartraust þeirra. Hann var einn aðalhvatamaður að stofnun læknafélagsins „Eir“ og fyrsli ritari þess og formaður árin 1949—1950. Á síðasta aðalfundi L.R. var hann kjörinn formað- ur þess félags. Ennfremur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.