Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
23
indikationir gilda, þegar fúka-
lyf eni gefin til varnar sjúk-
dómum. — Æskilegt er því,
að alltaf sé fyrir hendi
sýklarannsókn og næmispróf
áður en meðferð hefst, en slíkt
er af augljósum ástæðum ó-
framkvæmanlegt. Meðferð þarf
oft að byrja strax, og ekki er
tími til að híða í 24—48 klst.
eftir sýklarannsókn. Mjög ofl
er sjúklingum gefið antihiotika
án þess að nokkur ákveðin
sjúkdómsgreining sé fyrir
hendi, og veil þá enginn, hvaða
sýni ætli að taka til rannsóknar.
Næmispróf ætti að gera sem
oftast, þegar um svæsnar
infectionir er að ræða og gera
má ráð fyrir að skipta þurfi um
lyf. Þá er bezt að taka sýni áð-
ur en nokkur antibiotika eru
gefin. Svar getur verið komið
eftir 24—48 klst., og er þá hægt
að taka heppilegasta efnið og
losna við að prófa mörg lyf á
sjúklingnum út í bláinn, en
handahófsmeðferð á þessum
efnum er skaðleg á margan
hátt.
Næmispróf ætti einnig að
gera í samhandi við inficeruð
sár, ígerðir, supp, otita, sinusita,
oft þegar framkvæma þarf
aðgerðir í sýktum vef og svo
framvegis. —- öll antibiotika-
meðferð á þvagfæra infection-
um ætti að hyggjast á sýkla
rannsóknum og næmisprófum.
Þá er unnt að byrja á því lyfi
cða lyfjum, sem bezt henta,
skipuleggja meðferðina rétt og
spara sjúklingnum kaup á dýr-
um lyfjum og forðast eituráhrif
óþarfra lyfja.
Mjög áríðandi er að sýni komi
fljótt til rannsóknar þ. e. innan
fárra klst. Stundum er heppi-
legast að sýni sé tekið þar sem
rannsókn fer fram. I flestum
tilfellum þarf að taka þau með
sótthreinsuðum áhöldum og
senda í sótthreinsuðum umhúð-
um. Þegar tekið er litið af grefti
eða útstrok úr hálsi, er lieppi-
legast að taka það á trépinna
með bómull (sterilt) og láta í
vel lokað glas með æti, sem
hindrar að sýnið þorni um of.
Ýmsar orsakir geta valdið
því, að næmispróf gefur ekki
fullnægjandi upplýsingar.
Stundum ræktast ekkert frá þýí
sýni, sem tekið var eða aðeins ó-
skaðlegar bakteríur. Getur þetta
stafað af því, að sýnið er of
gamalt, sýklaeyðandi el'ni hafa
komizt að því, eða sýklar aldrei
verið þar til staðar. Augljóst er
að sé sjúkdómsgreining röng
i grundvallaratriðum, þá verður
árangur af sýklarannsókn lítils
virði. Oft verður árangur af
næmisprófi lítill, þegar prófið
er gert eftir að mörg antihiotika
hafa verið reynd i ófullnægjandi
skömmtum eða rangri röð.
Þannig að sýklar hafa orðið ó-
næmir fyrir öllum venjulegum
antibiotika og saprofytar eða
jafnvel sveppir (candida) hafa
komið til sögunnar. I slíkum til-