Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 15 Næmispróf á staph. aureus, sem ræktaður var frá osteomyelitis, skifu- aðferð á blóðagarplötu tæknileg atriði, mun ég aðeins lýsa prófunum í stórum drátt- um. Þegar prófin eru gerð i fljótandi æti, eru hafðar mis- munandi þynningar af viðkom- andi antibiotika í sérstöku æti og sáð þar í hreingróðri af sýklum þeim, sem prófa á. Einnig er oft notuð samanburð- arröð af antibiotika þynningum og sáð í hana sýklum með þekktu næmi. Eftir ákveðinn ræktunartíma er prófið lesið og niðurstaða miðuð við fyrsta glasið, sem enginn vöxtur er i. Hliðstæða aðferð má nota til þess að ákveða magn af anti- biotika í serum. Þegar prófið er gert á föstu æti, koma tvær aðferðir til greina: 1 fyrsta lagi má blanda lyfinu í mismunandi þynning- um í sérstakan agar og sá á venjulegan hátt á yfirborð hans. Hin aðferðin er, að sá á plötu með viðeigandi föstu æti, annað hvort hreinum sýklagróðri eða beint úr því sýni, sem tekið er frá sjúlkingnum, og raða síðan með vissu millibili á yfirborð ætisins skífum, sem innihalda mismunandi antibiotika. Hver skífa hefur séi'stakan lit eftir því, hvaða efni hún inniheldur. Nefnist þetta skífupróf og er því lýst í einstökum atriðum af E. Lund í Acta Path et. Microb Scand. 1951 og 1952. Þegar velja skal hentuga aðferð til ákvörð- unar á næmi sýkla gegn anti- biotika og öðrum lyfjum, ber að gæta þriggja meginatriða:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.