Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 9 I Tilraunastöðinni á Keldum liafa á árunum 1950, 1951 og 1952 verið krufðir alls 70 liund- ar. Hafa þeir einkum verið rannsakaðir með tilliti til bandorma. Meltingarvegurinn var allur klipptur upp og sér- staklega leitað i mjógörn að Eehinococcus granulosus. -— Árangur þessarar leitar sést í töflu 5. Til samanburðar eru sýndar hér niðurstöður H. Ivi-abbe 1863 i töflu 6: Tafla 6. Hundar T. T. Echinococcus Diphylidium alls marginata coenurus granulosus caninum. 100 75 18 28 57 Þess ber að geta, að flestir þeir hundar, sem við höfum krufið hafa verið úr Reykjavík eða nágrenni og flest hundar, sem lögreglan hefur látið skjóta vegna þess, að óleyfilegt var að hafa þá i bænum. Mun því tæpast hægt að álykta, að pessar tölur gefi rétta mynd af sýkingarmagninu í hunda- stofninum sem heild, enda krufningarnar ekki nógu marg- ar til þess. Þar sem erfitt revndist að ná í hunda til krufningar, var tekið það ráð, að safna saur- prófum úr hundum, sem fengið höfðu ormalyf (Semen arecae eða arecolini hydrobromidum). Saurprófin voru sett í krukk- ur með þéttu loki. í krukkun- um voru fyrir 10 ml af 40% formaldehyð upplausn til þess að hindra rotnun og eyðilegg- ingu bandormsliðanna. Strax og sendingarnar bárust voru þær teknar til athugunar. Vatni var blandað í saurinn og allir kögglar vandlega muldir með glerstaut. Vatni var bætt útí og hrist í mínútu. Við það lireins- ast saurinn frá liðunum og þeir falla til botns. Flotinn var síðan hellt frá og liðirnir tindir í „Petri-skál“ með saltvatni (0.9%) og látnir standa til næsta dags. Þá voru þeir rann- sakaðir í smásjá. Alls hafa verið athuguð á þennan hátt 75 sýnishorn úr hundum sunnanlands. 1 tveim- ur af þessum sýnishornum fundust liðir af T. marginata. Liðir af echinococcus granu- losus fundust ekki í þessum sýnishornum og engir liðir af öðrum liandormum lieldur. Á vegum Sauðfjársjúkdóma- nefndar hafa verið rannsökuð lungu úr sauðfé svo hundruð- um þúsunda skiptir á nndan- förnum árum. Samkvæmt upp- lýsingum Guðmundar Gísla- sonar, læknis, hafa aldrei fund-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.