Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 30
26 LÆKNABLAÐIÐ starfaði hann mikið 1 Odd- fellow-reglunni og var þar einn- ig i æðstu embættum. Það má segja að Árna hafi verið áskapað að lifa samkvæmt orðtakinu „maður er manns gaman“, þar sem hann var bæði félagslyndur og mikill mann- vinur, og komu þessir eigin- leikar honum að góðu haldi i læknisstarfinu, enda missli hann aldrei sjónar af hinum sjúka manni fyrir sjúkdómn- um. Hann naut því líka meira trúnaðartrausts sjúklinga sinna en mörgum lækninum hefur auðnazt að ná í starfi sínu. Fyrir Árna varð sjúklingurinn aldrei númer i sjúkrasamlagi, enda átti hann mjög örðugt með að sætta sig við þá tilhögun, sem nú er á læknisþjónustu hér. Gamla heimilislæknissjónar- miðið lét honum bezt. Um fjár- mál lmgsaði hann aldrei. Aðaláliugamál Árna innan læknisfræðinnar var kyneðlis- fræði og hafði hann aflað sér meiri þekkingar á því sviði en nokkur annar íslenzkur læknir, það ég þekkti til. Hann flutti erindi á læknafundum um þetta efni og þýddi háskólafyrirlestra Fabricius-Möller’s um kynferð- islífið og sjálfur hafði hann hug á að flytja slíka fyrirlestra við Háskóla Islands þó úr því yrði aldrei. Árni var meðalmaður á vöxt, útlimasmár, kvikur í hreyfingum og háttvís svo af har. Hann var greindur maður, viðlesinn og hafði sérstakt yndi af ljóðum og íslenzkri tungu, enda kunni hann mörg ljóð og var orðhagur maður ems og umrædd þýðing ber vitni. Hjá honum sameinaðist hmttni í svörum og ágætur frásagnar- hæfileiki. 1 hans félagsskap var því veran aldrei bragðdauf og mun seint fyrnast þeim er nutu. Jón Steffensen. Emn bœtiispróf i i'teh n isfm* ii i iitai 1053 Árni Ársælsson, f. í Reykjavik 19. sept. 1922, stúdent 1943. Foreldrar: Ársæll Árnason bókb. og Svava Þor- steinsdóttir k. h. Einkunn II 1, 123% (8,76). Guðmundur Árnason, f. að Kjarna í Árneshr. 28. nóv. 1925, stúd. 1945. Foreldrar: Árni Ólafsson skrifstofu- maður og Valgerður Rósenkarsdóttir k. h. Einkunn I, 158% (11,33). Gunnar H. Biering, f. í Reykjavík 30. des. 1926, stúd. 1946. Foreldrar: Henrik Biering kaupmaður og Olga Biering k. h. Einkunn I, 184% (13,17). Á. Hörður Helgason, f. á Sauðár- króki 13. febr. 1927, stúd. 1946. For- eldrar: Helgi Ólafsson kennari og Valy Þ. Á. Ágústsdóttir k. h. Eink- unn I, 155% (11,10). Jon Gjessing, f. i Asker, Noregi, 25. ág. 1923, stúd. 1945. Foreldrar: Rolv Gjessing yfirlæknir og Susanne Gjessing k. h. Einkunn II 1, 129 (9,21). Jón Kr. Jóhannsson, f. í Reykja- vík 30. apr. 1927, stúd. 1947. Foreldr-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.