Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1956, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.10.1956, Qupperneq 11
i-'H K N A B L A Ð I Ð 85 eðlilegt og hækkun fram yfir 1%0 vott um yfirvofandi blý- eitrun. Það er alkunna, að sérhver sjúkdómur, sem reynir á blóð- merginn, t. d. blóðleysi á háu stigi, cancer, leucaemia, benzol- eitrun eða Hodkins sjúkdómur, getur valdið fjölgun á basophilt p.r. blk., en við þessa sjúkdóma hefur blóðleysið gert vart við sig löngu á undan, en við blý- eitrun er þetta yfirleitt öfugt, sjaldnast um nokkra anaemia að ræða þótt mikið finnist af b.p.r.blk. Fjölgun á b.p.r.blk. er svo regluleg í sambandi við klíniska blýeitrun, að nefnd, sem fjall- aði um blýeitrun af hálfu heil- brigðisyfirvalda Bandaríkj- anna, lét þessi ummæli frá sér fara: Fjölgun á b.p.r.blk. er svo venjuleg í virkri blýeitrun að finnist hún ekki hlýtur það að vekja ákveðinn grun um að ekki sé um blýeitrun að ræða í því tilfelli og: í flestum tilfellum á sér stað mikil fjölgun á b.p.r,- blk. í blóði, samfara öðrum einkennum. Þessi aukning er frá 0,7—0,8%0 upp í 35%0. Fjöldi b.p.r.blk. vex ekkert að ráði við smávægilega aukn- ingu á blýinntöku, en verði hún til muna aukin kemur fram aokkur óregluleg vaxandi fjölg- un á þeim. Allmikill munur er hjá einstaklingum og talsverð- ar syeiflur frá degi til dags, en með vaxandi blýáhrifum verð- ur vart enn meiri fjölgunar, sé gerður samanburður á hópum fremur en einstaklingum (Kehoe). Þessi rannsókn hefur því, þrátt fyrir takmarkanir sínar, mikla þýðingu, einkum til þess að átta sig á blýáhrif- um hjá starfshópum, en síður hjá einstaklingum. Hér á landi, þar sem ekki eru möguleikar á því að fram- kvæma blýákvörðun í blóði eða þvagi hefur klínisk rannsókn, ásamt talningu á b.p.r.blk. orðið að nægja. Með hinum ört vaxandi iðn- aði hefur þessum rannsóknum farið fjölgandi og mun ég nú skýra frá talningum á b.p.r.- blk., sem gerðar voru á árunum 1938- 1945 og 1949—1956 í rannsóknarstofu Háskólans. — Hef ég flokkað þá, sem rann- sakaðir voru, eftir starfsgrein- um, en slík flokkun gæti gefið nokkrar bendingar um blýverk- un í einstökum starfsgreinum. þótt æskilegra hefði verið, að einstök fyrirtæki hefðu verið flokkuð sér. Slíkt reyndist þó ekki gerlegt, enda vafasamt gildi þess, þar sem ekki fylgja með nægar upplýsingar um fólkið að öðru leyti. Gildi þess- arra rannsókna með ’tilliti til starfshópanna jtakmarkast einnig nokkuð af því, að hér er um fólk að ræða, sem ýmist hef- ur leitað til læknis síns vegna sérs'taki-a kvartana, sem gáfu

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.