Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1956, Page 26

Læknablaðið - 01.10.1956, Page 26
100 LÆKNABLAÐJÐ er að merkja sýnishorn eða rita niðurstöðu. Það getur ver- ið óþægilegt að þurfa að bíða stundum eða dögum saman eftir niðurstöðu af Rh flokkun og yfirleitt er sjaldan um svo fjöl- menna blóðgjafasveit að ræða, að jafnan sé til nóg af Rh-nei- kvæðu blóði, þegar knýjandi nauðsyn er á blóðgjöf. Það er því æskilegt að blóðflokkun sé hægt að gera samstundis. ABO-floklcun í spítalarann- sóknarsitofum: Yfirleitt er ABO-flokkun gerð með hinni velþekktu gler- plötu-aðferð. Prófun á blóð- kornunum fylgir sjaldan próf- un á serum úr sama man'ni með kunnum blóðkornum úr A og B flokkum. Helstu villur, sem fyrir kunna að koma, stafa af ruglingi á flokkunarserum, sýn- ishornunum sjálfum eða niður- stöðunum. Villur geta auk þess stafað af því að vikið sé frá fyrirmælum um aðferð eða þau misskilin. Sjaldnar kunna að koma fyrir rangar jákvæðar niðurstöður af auto-aggluti- natio, rouleaux myndun, sýkla- gróðri í flokkunarserum eða sýnishorn'um, eða vegna sér- stakra eiginleika blóðs úr nafla- streng. Rangar neikvæðar útkomur stafa af truflandi efnum, svo- nefndum prozones, eða óhrein- indum t.d. leifum af hreinsun- arefnum á glerjum. Hin vel- kunna hætta á því að missa af hinum veika A2-flokki, einkum þegar um er að ræða A2B-flokk, hafði fyrrum mikla þýðingu, svo sem fram kemur í yfirliti Salbers 1951 (13) um greinar- gerð ýmissa höfunda, er ritað hafa um fjöldaflokkun án krossprófs. } Meðalskekkja við ABO-flokkun reyndist vera 0,5-1,0% væri hún gerð af æfðu fólki, en 4- 10% ef óæft fólk gerði hana. Moreau (9) telur að hjá æfðu fólki muni krosspróf fækka villum allt niður í 1:200-1:40, 000 við einstakar flokkanir. Þetta kemur ekki heim við raunveruleikann vegna þess að krosspróf, þrátt fyrir ágæti sitt, getur ekki gefið eins öruggar niðurstöður og prófun með blóðkornunum og getur heldur ekki hindrað rugling á sýnishornum né rangar merk- ingar á þeim utan rannsóknar- stofunnar. Rh-flokkun í spítölum: 1 spítalarannsóknarstofum má gera Rh-flokkun með Dia- monds og Abelsons (2) aðfei’ð og eru þá notaðar glei-plötur og séi’stakt upphitunai’tæki. Villur eru yfirleitt þær sömu og við ABO-flokkunina, en autoagglutin og rouleauxmynd- un hafa ennþá meiri áhrif á niðurstöðui-nar. Blóðflokkun við sjúkrabeð: Við venjulegar flokkanir utan

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.