Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Síða 33

Læknablaðið - 01.10.1956, Síða 33
I..E KN A BLAÐIÐ 107 hér um bil því plasmamagni í háræðablóðinu, sem bætt er út í hvern reit við aðferð 1. Komizt verður af án plasma ef efnin eru leyst upp í blöndu af blóðkornum og saltvatni án nokkurrar plasma-viðbótar. Á því byggist aðferð 2. Heparinið: Því er bætt út í efnin með til- liti til þess að aðferð 1 sé notuð. Það hindrar fibrin útfellingu og storknun háræðablóðsins. Varast skal að hafa of mikið af nautaheparini í efnablöndunni vegna þess að í því kunni að vera A efni. Sellulosuhimnan: Skýrleiki neikvæðra svarana fer ekki að- eins eftir efnunum, sem notuð eru við flokkunina, heldur einn- ig eftir gerð' yfirborðsins, sem flokkað er á. Svaranir virðast vera meira eða minna jákvæðar þar sem búast mætti við þeim neikvæðum þegar flokkað er á: pappír, pappa, pergamenti, ýmsum plastefnum, gleri og gulli. Sumar tegundir sellulosu- gerfiefna má nota, en sellofan 'tekur fram öllum öðrum efnum, sem hingað til hafa verið reynd. Með áðurnefndum flokkunar- efnum og réttum aðferðum Wunu hinar rieikvæðu svaranir verða mjög jafnar að áferð á sellofani. Hin alkunnu sellofan- límbönd eru notuð á spjöldin. Resinið ,sem er í líminu mynd- ar auk þess vatnsþétt lag ofan á papparium. Það getur verið að þessir eiginleikar sellulosu- himnunnar s'tafi af því að hún fær neikvæða rafhleðslu við raka eins og blóðkornin og geri upplausnina með því haldbetri fyrir blóðkornin þegar þau setj- ast í efnablöndunrii. Samanburðarreiturinn: ij honum eru engin mótefni og þar á því að vera neikvæð svörun. 1 sumum sjúkdómum t. d. anæmia hæmolytica aquisita kann blóðið að inriihalda auto- agglutinin og mun þá verða agglutinatio á blóðinu í öllum reitunum. Þegar svona stendur á gefur agglutinatio í saman- burðárreitnum til kynna að agglutiriatio í hinum reitunum geti einnig verið óeiginleg. Þannig má koma í veg fyrir það að sjúklingar með þessa sjúk- dóma séu ranglega taldir vera í AB blóðflokki og Rh-jákvæðir. Með því að hræra í saman- burðarreitnum í hvert sinn sem hrært hefur verið í einhverjum hinna reitanna mun það koma í ljós, hvort nokkuð af flokkun- arserum hefur borizt þangað á stautnum, vegna ófullnægjandi hreinsunar á honum. Ýmislegt, sem getur haft áhrif á niðurstöður: Þurrt flokkunarserum þolir margra ára geymslu. Þurr spjöld hafa sýnt sömu svaranir eftir tveggja ára geymslu á

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.