Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1956, Page 25

Læknablaðið - 01.12.1956, Page 25
læknablaðið 135 L myncl. — Hryggjarliðslos í III. og IV. lcndarlið. Eins og áður var sagt, þá eru orsakir hryggjarliðsloss ekki kunnar, en flestir hallast nú að þeirri kenningu, að um með- fædda veilu i liðboga sé að ræða. Vissulega eru mörg dærni þess, að skriðs hefur fyrst orðið vart eftir slys, högg eða fall á hryggmn, og þvi verið dregin sú ályktun, að um brot á liðboga hafi verið að ræða við slysið, og siðan myndast falskur liður. Þetta er oftast ekki hægt að af- sanna, þótt hitt sé miklu lík- legra, að fyrir slysið hafi verið íeyra í boganum, og áverkinn hafi verið nægur til að koma skriði af stað. Nýlega voru gerðar athug- anir á 6—7 ára börnum í Eandarikjunum, aðallega til þess að fá hugmynd um tíðni °g ættgengi hfyggjarhðsskriðs. Af 400 börnum, sem athuguð lendarlið. voru, fannst sjúkdómurinn í rúmlega 5%. Við skoðun á for- eldrum þeirra barna ,er höfðu sjúkdóminn, kom í ljós, að 20% mæðranna og 36% feðranna höfðu sjúkdóminn. Þetta er vissulega engin sönnun, til þess er athugunin of smátæk, en samt styrk stoð undir þá get- gátu, að sjúkdómurinn sé með- fæddur og ættgengur, e!ns og flestir meðfæddir sjúkdómar, sem algengastir eru. Kvartanir þeirra sjúklinga, sem liafa hryggjarliðsskrið eru aðallega tvíþætlar. Annars veg- ar mjóbaksverkur, hins vegar verkur í lendum og lærum og niður ganglimi. Oft fer þetta alll saman, og ,er þá erfitt að greina hvað verst er. Bakverlc- urinn er hvað útbreiðslu og eðli snertir svipaður bakverk við

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.