Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1956, Page 35

Læknablaðið - 01.12.1956, Page 35
læknablaðið 145 ÞórLr WíölL: Epilepsia. Electroencephalographia og lyfjameðferð Erindi flutt á fundi í L. R. 16. nóvember 1955. Epilepsia eða ílogaveiki er þekkt sjúkdómsheiti, nafn á kliniskri mynd þegar í ritum Hippokratesar frá Kos. Miklu eldri lýsingar hafa þó fundizt i rituðum heimildum á fyrir- brigðum, sem greinilega er epi- lepsia, þó að hugarheimur þeirra tíma manna hafi litað lýsingarnar, og skýringarnar séu í samræmi við þekkingu þeirra, eða öllu frekar þekk- ingarleysi. Þjóðfélagslegt við- horf til þessa sjúkdóms er lield- ur ekki neitt nýtt fyrirbrigði, eða lagaákvæði i sambandi við hann, því í einum elzta laga- hálki, sem menn þekkja, lög- um Hammurahi konungs i Babylon, sem til urðu röskum 2000 árum fyrir Krists hurð, má að sögn fræðimanna finna ákvæði um vitnisburðarhæfni flogaveikra fyrir rétti og á- kvæði viðvíkjandi hjúskapi slíkra einstaklinga. Það liggur utan takmarka þessa erindis að lýsa þeim breytingum, sem hugmyndir manna um flogaveiki liafa tek- ið, eftir þvi sem þekking þeirra á liffæra- og lífeðlisfræði hef- Ur vaxið. Verð ég að láta mér nægja að nefna enska lækninn Hughlings Jackson, sem flestir telja höfund skoðunar nútíma- vísinda á flogaveiki. Hann mun hafa fyrstur manna komizt að þeirri niðurstöðu út frá rann- sóknum á sjúklingum og þekk- ingu sinni á starfrænni ana- tómíu heilans, að orsakir floga- veiki væri að leita í einhvers konar afmarkaðri vefrænni skemmd, sem erti vefinn, sem að henni lægi og sú erting breiddist síðan á einlivern hátt út um heilann og orsakaði krampa. Síðar hafa þeir Kin- nier Wilson, Förster og á sið- ari árum Wilder Penfield o. fl. tekið upp þráðinn eftir Jack- son á grundvelli starfrænnar neuroanatomíu. Á hinu leitinu eru svo þeir, sem leita orsaka krampanna annaðhvort i auknu næmi heilafrumanna fyrir eðlilegum sveiflum í efna- skiptum líkamans, eða óvenju- legum efna og eðlisbreytingum utan lieilans svo sem eitrunum, truflunum i innrennsliskirtla- kerfi, eða af því óeðlilega mik- ið eða lítið sé af þessu eða hinu efninu i blóði því, sem berst til heilans. Eru kenningar þær,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.