Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 35
læknablaðið 145 ÞórLr WíölL: Epilepsia. Electroencephalographia og lyfjameðferð Erindi flutt á fundi í L. R. 16. nóvember 1955. Epilepsia eða ílogaveiki er þekkt sjúkdómsheiti, nafn á kliniskri mynd þegar í ritum Hippokratesar frá Kos. Miklu eldri lýsingar hafa þó fundizt i rituðum heimildum á fyrir- brigðum, sem greinilega er epi- lepsia, þó að hugarheimur þeirra tíma manna hafi litað lýsingarnar, og skýringarnar séu í samræmi við þekkingu þeirra, eða öllu frekar þekk- ingarleysi. Þjóðfélagslegt við- horf til þessa sjúkdóms er lield- ur ekki neitt nýtt fyrirbrigði, eða lagaákvæði i sambandi við hann, því í einum elzta laga- hálki, sem menn þekkja, lög- um Hammurahi konungs i Babylon, sem til urðu röskum 2000 árum fyrir Krists hurð, má að sögn fræðimanna finna ákvæði um vitnisburðarhæfni flogaveikra fyrir rétti og á- kvæði viðvíkjandi hjúskapi slíkra einstaklinga. Það liggur utan takmarka þessa erindis að lýsa þeim breytingum, sem hugmyndir manna um flogaveiki liafa tek- ið, eftir þvi sem þekking þeirra á liffæra- og lífeðlisfræði hef- Ur vaxið. Verð ég að láta mér nægja að nefna enska lækninn Hughlings Jackson, sem flestir telja höfund skoðunar nútíma- vísinda á flogaveiki. Hann mun hafa fyrstur manna komizt að þeirri niðurstöðu út frá rann- sóknum á sjúklingum og þekk- ingu sinni á starfrænni ana- tómíu heilans, að orsakir floga- veiki væri að leita í einhvers konar afmarkaðri vefrænni skemmd, sem erti vefinn, sem að henni lægi og sú erting breiddist síðan á einlivern hátt út um heilann og orsakaði krampa. Síðar hafa þeir Kin- nier Wilson, Förster og á sið- ari árum Wilder Penfield o. fl. tekið upp þráðinn eftir Jack- son á grundvelli starfrænnar neuroanatomíu. Á hinu leitinu eru svo þeir, sem leita orsaka krampanna annaðhvort i auknu næmi heilafrumanna fyrir eðlilegum sveiflum í efna- skiptum líkamans, eða óvenju- legum efna og eðlisbreytingum utan lieilans svo sem eitrunum, truflunum i innrennsliskirtla- kerfi, eða af því óeðlilega mik- ið eða lítið sé af þessu eða hinu efninu i blóði því, sem berst til heilans. Eru kenningar þær,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.