Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Fréttir Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Þekkingarsetur landbúnaðarins í Danmörku: Í samstarfi um að meta vinnubrögð og gæði mjalta með tölvum Samtök afurðastöðva í mjólkur- iðnaði og Þekkingarsetur land- búnaðarins í Danmörku (VFL) hafa nú sett af stað samstarfsverkefni í tengslum við mjaltir og mjaltatækni en verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði nautgriparæktar. Tilgangur verkefnisins er að mæla og meta gæði mjalta og leiðbeina bændum til betri vegar, sé þörf á því, út frá mælingum og mati á vinnu brögðum. Um leið að kynna fyrir íslenskum bændum og mjólkurgæðaráðgjöfum þær aðferðir sem notaðar eru í Danmörku við mjólkurgæða- ráðgjöf í tengslum við mjaltir og mjólkurgæði. Rauntímamælingar og vöktun á völdum búum Verkefnið byggir á rauntíma- mælingum og úttektum á gæðum mjalta á nokkrum völdum kúabúum og munu mælingarnar fara fram dagana 12.-14. mars nk. Notaðir verða sérhæfðir tölvumælar til þess að mæla gæði mjalta, flæði mjólkur, sogflökt í mjólkurlögn, undirþrýsting við spenaenda og undirþrýsting í kraga spenagúmmís. Þessi aðferð er þekkt við mjólkurgæðaráðgjöf í Danmörku og Noregi og er nýlega hafin notkun á þessari aðferð einnig í Svíþjóð. Tilgangurinn er að vakta mjaltirnar og leggja mat á hvort kýrnar leggi niður mjólk með jöfnum og eðlilegum hætti og um leið að mæla hvort allt mjaltakerfið virki eins og það á að gera og sé rétt hannað. Jafnframt verða vinnubrögð við mjaltir metin og gerð úttekt á aðbúnaði kúnna með það að leiðarljósi að benda á þætti sem bæta má í þeim tilgangi að fá fram bætt mjólkurgæði, betri vinnubrögð við mjaltir og til lengri tíma litið bætta framlegð kúabúsins. Þessi aðferð sem að framan greinir er þekkt við ráðgjöf og leiðbeiningar í Danmörku og Noregi en ekki hér á landi. Um afar áhugaverða leið við ráðgjöf er því að ræða sem mun gera SAM mögulegt í framtíðinni að útvíkka þá ráðgjöf sem kúabændum á Íslandi stendur til boða nú þegar. Níu kúabú geta tekið þátt Óskað verður eftir þátttöku níu kúabúa í þetta verkefni, en ávinningur bændanna felst í því að fá nákvæmar mælingar á gæðum mjalta og um leið úttekt á vinnubrögðum við mjaltir og aðrar gegningar sem unnar eru á úttektartímanum.Gert er ráð fyrir að hvert kúabú greiði kr. 20.000 fyrir hverja heimsókn, en þeir bændur sem taka þátt í verkefninu fá svo senda skýrslu um sem byggir á niðurstöðum mælinganna og úttektanna ásamt ábendingum um það sem bæta má. Ánægð með samstarf við SAM „Við hjá nautgriparæktardeild VFL erum afar ánægð með þetta væntanlega samstarf við SAM á Íslandi og höfum miklar væntingar til þess,“ segir Iben Strøm, yfirmaður gæðasviðs nautgriparæktardeildar VFL. Við teljum að ráðgjafar okkar geti lagt töluvert af mörkum á sviði ráðgjafar um mjaltir, mjaltatækni og mjólkurgæði meðal íslenskra kúabænda og þannig styrkt enn frekar gott starf kollega þeirra á Íslandi. Við höfum mikla reynslu af ráðgjöf til kúabænda og þó svo að í Danmörku séu til bú með allt að 1.200 kýr er enn mikill fjöldi búa af svipaðri stærðargráðu og er á Íslandi. Auk þess er hlutfall mjaltaþjónabúa og mjólkur frá mjaltaþjónum svipað í báðum löndunum, en við höfum um árabil lagt áherslu á ráðgjöf á búum með mjaltaþjóna, sér í lagi í tengslum við mjólkurgæði s.s. líf- og frumutölu. Það er þó sér í lagi reynsla ráðgjafa okkar í að meta gæði mjalta sem SAM hefur leitað til okkar með og í þessu verkefni sendum við tvo sérfræðinga í mælingum á mjöltum og vinnubröðum við mjaltir til Íslands. Þessir ráðgjafar, ásamt íslenskum kollegum sínum, munu svo fara á kúabúin sem óska eftir því að fá heimsókn og gera úttekt með sama hætti og gert hefur verið í Danmörku um árabil með góðum árangri. Við vonumst til þess að með þessu litla verkefni verði stigið stórt skref til enn frekara samstarfs og samvinnu landanna á sviði mjólkurframleiðslu og mjólkurgæða,“ sagði Iben Strøm að lokum. Þeir sem kunna að hafa áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni eru beðnir að hafa samband við ráðgjafa SAM: Steinþór Guðjónsson, Kristján Gunnarsson eða Hans Egilsson hjá SAM. Tekið skal fram að þar sem einungis níu kúabú geta tekið þátt í þessu verkefni að þessu sinni getur verið að ekki verði unnt að heimsækja alla sem eftir því óska. /SS Iben Strøm Á síðustu árum hefur orðið mikil vakning í varðveislu gamalla dráttarvéla. Fjölmargar vélar hafa verið gerðar upp sem nýjar og enn meiri fjöldi dráttarvéla er í uppgerð eða bíður viðgerðar, sumar hverjar eftir að hafa staðið óhreyfðar úti svo áratugum skiptir. Á Blikastöðum, hinu forna stór- býli í Mosfellsbæ, hafa Þorfinnur Júlíusson og Gunnar Björnsson komið sér upp aðstöðu fyrir þessa iðju. Þar geta menn jafnframt leigt pláss eftir þörfum, hvort sem er til að geyma vélar eða til að dunda sér við að gera upp dráttarvél, í samneyti við aðra sem deila sama áhugamáli. Meðal dráttarvéla sem nú eru í uppgerð á Blikastöðum má sjá Deutz, Ferguson og Farmall Cub, en þetta voru einmitt algengustu vélarnar hér á árum áður. Nokkur vinnu- eða geymslupláss eru laus hjá þeim félögum og er hægt að nálgast upplýsingar um framboð og leiguverð í síma 864-0695 eða með því að senda tölvupóst í net- fangið gunnar@daelur.com. Bilkastaðir í Mosfellsbæ: Gamlar dráttarvélar ganga í endurnýjun lífdaga Umferð dregst mest saman fyrir norðan Umferð á Hringveginum á Norðurlandi reyndist vera 4,1% minni á nýliðnu ári en árið á undan. Hvergi á Hringveginum var samdrátturinn eins mikill, en á landinu öllu dróst umferð lítillega saman, um 0,4%. Vegagerðin tók saman hvernig mál hafa þróast á nokkrum völdum stöðum undanfarin þrjú ár og er niðurstaðan birt í Vikudegi á Akureyri. Fram kemur að mestur hefur samdráttur orðið á Hringveginum í Öxnadal, eða 16,7%. Hins vegar hefur umferð aukist á Hringveginum á Mývatnsöræfum um 4,8%, en um þann talningarstað fara fæstir bílar í samanburði við hina lykilstaðina. Umferðargreinir er staðsettur í Kræklingahlíð, rétt utan Akureyrar. Á síðustu þremur árum hefur umferðin þar dregist saman um 8,5%. Umferð um Víkurskarð hefur dregist verulega saman, eða um 12%, samkvæmt útreikningum Vegagerðarinnar. Samdrátturinn er 6,2% á Ólafsfjarðarvegi, en umferð á Norðausturvegi, rétt sunnan Húsavíkur, hefur aukist um 3,6 % á síðustu þremur árum. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir að minni umferð gefi almennt sterkar vísbendingar um samdrátt í athafnasemi svæðisins. „Þótt aukinni umferð fylgi margir ókostir er samdráttur almennt talinn verri þegar heildarmyndin er skoðuð. Með minni umferð dregur væntanlega úr mengun, slit á vegum verður ekki eins mikið og slys verða í flestum tilvikum færri. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið hefur komið í ljós að sterk tengsl eru á milli umferðar og hagvaxtar. Minni umferð gefur með öðrum orðum til kynna samdrátt í atvinnulífinu og minni kaupmátt almennings, svo dæmi séu tekin.“ /MÞÞ Lífeyrissjóður bænda er í hópi þeirra lífeyrissjóða sem töpuðu hlutfallslega minnst í hruninu. Afkoma áranna 2010-2011 var góð og hrein raunávöxtun 3,5% að meðaltali. Útlit er fyrir enn betri afkomu á árinu 2012. Lífeyris- sjóðurinn stendur því traustum fótum, er vel rekinn og með varfærna fjárfestingarstefnu. Réttindi sjóðfélaga eru sam- bærileg á við réttindi sjóðfélaga í öðrum sjóðum með samsvarandi réttinda ávinnslu. Sjóðurinn hefur í vaxandi mæli farið út í lán veitingar til sjóðfélaga þar sem í boði eru bæði lán með verðtryggðum og óverðtryggðum kjörum. Ríkissjóður hefur að hluta eða í heild frá stofnun Lífeyrissjóðs bænda árið 1970 greitt lögbundið mótframlag vinnuveitanda á móti iðgjaldi bænda gegn tilslökunum af ýmsum toga. Fram kemur í lögum nr. 12/1999 að mótframlagið skuli greitt af sjóðfélaga, sé ekki samið um greiðslu þess úr ríkissjóði í búvörusamningi eða með öðrum sambærilegum hætti. Síðast kom framlag til sjóðsins úr ríkissjóði í fjáraukalögum 2010 sem nýtt hefur verið til greiðslu á hálfu mótframlagi til sjóðsins 2011 og 2012. Framlög ríkisins til Lífeyrissjóðs bænda hafa nú alfarið fallið niður og þarf því sjóðurinn að krefja bændur sjálfa um greiðslu fulls mótframlags vegna tekna á árinu 2013. Launþegar greiða 4% af launum og mótframlag launagreiðenda er 8%. Sjálfstæðir atvinnurekendur greiða bæði hlut laun þega og launa- greiðanda, auk þess sem greiða þarf 0,13% af iðgjaldsstofni vegna VIRK endurhæfingar sjóðs. Eindagi iðgjalda vegna janúar 2013 er 28. febrúar næst komandi. Launagreiðenda- vefur hjá Lífeyrissjóði bænda er á slóðinni www.lsb.is. Þar má fylla út skilagreinar og senda rafrænt til sjóðsins og óska eftir kröfu í heimabanka. Netfang sjóðsins er lsb@lsb.is. Ólafur K. Ólafs Blikastaðir. Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda: Mótframlag ekki lengur greitt úr ríkissjóði Sigurborg Daðadóttir hefur verið skipuð í E m b æ t t i y f i r d ý r a - læknis. Sigurborg er dýralæknir f r á Tierärztliche Hochschule í Hannover og hefur auk þess lokið námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Greint er frá þessu á vefsíðu atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis- ins en Sigurborg hefur starfað hjá Matvælastofnun frá árinu 2008 sem gæðastjóri og forstöðumaður áhættu- mats- og gæðastjórnunarsviðs. Sigurborg Daðadóttir er nýr yfirdýralæknir Að undanförnu hefur orðið vart við þó nokkrar vetrarblæðingar á Hringveginum, mest sunnan við Blönduós, á nokkuð löngum kafla. Vegagerðin segir ekki ljóst hvað valdi þessum blæðingum. Á vef Vegagerðarinnar segir að líklegt megi þó telja að þessu valdi samspil þess að undanfarið hefur skipst á þíða og frost samhliða því að mikið hefur verið saltað og sandað. Nagladekk gætu einnig haft með þetta samspil að gera. Segir Vegagerðin að allt þetta þarfnist skoðunar og rannsóknar. Bifreiðastjóri sem Bændablaðið ræddi við gefur lítið fyrir skýringar Vegagerðarinnar. Hann telur líklegt að skýringin liggi í olíunni sem notuð er sem bindiefni í slitlagið. Farið sé að nota lífrænar úrgangsolíur úr repjuolíu, lýsi og jafnvel dýrafitu til að mýkja jarðbikið. Bikið storknar þá aldrei og hagar sér allt öðruvísi í miklum hitasveiflum en hreinna bik sem þynnt er út með terpentínu. Vegagerðin kallar þetta lífrænt blandaða olíubik m.a. „þjálbik“ í skýrslu frá árinu 2008. Þar er sagt að slíkt bik hafi verið notað hér á landi í tilraunaskyni. Vegagerðin segir að atvik sem þessi séu ekki algeng og erfitt sé að bregðast við. Ólíklegt sé talið að það dugi að sanda þessi blæðingasvæði þótt það virki ágætlega á blæðingar að sumri til. En þær séu allt annars eðlis. Vegfarendur sem lenda í tjóni skemmdum á bílnum, vegna þessara blæðinga þurfa að hafa samband við Sjóvá og fylla út tjónsskýrslu og í framhaldi af því verður tekin afstaða til bótaskyldu. Sé bíll hins vegar verulega óhreinn vegna þess að tjara hefur sest á hann er mögulegt að fá beiðni fyrir þrifum hjá Vegagerðinni. Fara þarf á næstu starfsstöð Vegagerðarinnar og láta skoða bílinn, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Vetrarblæðingar á Hringvegi – bifreiðastjóri telur vandann liggja í blöndun lífrænnar olíu í jarðbikið Sigurborg Daðadóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.