Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Pétur Guðmundsson og Ragna Sigurðardóttir byggðu nýbýlið Kjarr úr landi Þórustaða árið 1964 og stunduðu þar margháttaða garðrækt. Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir tóku við búskap í Kjarri vorið 1981 og hafa byggt þar upp garðplöntustöð og hrossaræktarbú. Býli? Kjarr. Staðsett í sveit? Í Ölfusi, Árnessýslu. Ábúendur? Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börnin eru þrjú; Páll 24 ára, Ragna 20 ára og Eggert 18 ára. Stærð jarðar? Tæpir 100 hektarar. Gerð bús? Hrossarækt, sauðfjárrækt og garðplöntuframleiðsla. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 60 hross, 20 kindur og ógrynni trjáplantna og runna. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Að vetrinum þarf að hirða hross og sauðfé og sinna tamningum og þjálfun á 15-20 hrossum auk ýmissa starfa í gróðrarstöð. Að sumrinu snýst vinnan aðallega um framleiðslu og sölu á garðplöntum en jafnframt þarf að sinna heyskap, hestamennsku og stóðhestahaldi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegasti tíminn er þegar gróðurinn vaknar til lífsins á vorin, hryssurnar kasta og kindurnar bera. Smalamennska að hausti er alltaf tilhlökkunarefni en ekkert toppar þó að þeysa á góðum hesti út í bjarta sumarnóttina. Engin bústörf eru leiðinleg en það tekur á að verja gróðrarstöðina fyrir norðanáhlaupum á vorin þegar gróður er að vakna af vetrardvala og þolir illa næturfrost. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og í dag. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljum félagsmál bænda í ágætum farvegi en hvort nýorðnar breytingar á leiðbeiningaþjónustu bænda skila okkur fram á veginn á eftir að koma í ljós. Við hvetjum framvarðasveit landbúnaðarins til að standa vörð um hag bænda og halda hollustu og hreinleika íslenskra landbúnaðarvara enn meira á lofti. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í fram tíðinni? Íslenskur landbúnaður á framtíðina fyrir sér ef vel er að málum staðið. Landbúnaðurinn er sú atvinnugrein sem heldur uppi búsetu og atvinnu í sveitum landsins. Finna þarf leiðir til að auðvelda ungu fólki að geta hafið búskap í sveit. Við getum framleitt úrvalsvörur við bestu aðstæður, vörur sem standast samkeppni hvar sem er í heiminum. Evrópusambandið, nei takk. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? T.d. í útflutningi á hrossum, minkaskinnum, ýmsum mjólkurafurðum, lambakjöti og e.t.v. tómötum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur og heimatilbúin rifs- berjasulta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt, kartöflur og íslenskt grænmeti. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Stáli frá Kjarri hlaut 8,76 í kynbótadómi á lands- mótinu á Vindheimamelum 2006 – og var þá hæst dæmdi stóðhestur í heimi. Á síðasta árið kom út matreiðslu- bókin Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur, sem hún skrifaði fyrir þá sem vilja bæta mataræði og lífsstíl fjölskyldunnar. Í bókinni eru, auk uppskrifta að hollum mat, gefin ráð um hvernig hægt er að draga úr sykurneyslu barna og ungmenna og hvernig hægt sé að fá börn og unglinga til að borða heilsusamlegan mat og bæta lífsstíl sinn. Hér gefur Berglind okkur sýnishorn úr bókinni. Múslístykki með trönuberjum og pistasíum (eða út á morgunmatinn) › 135 g tröllahafrar eða glútenlaust haframjöl › 75 g spelthveiti eða glútenlaust bökunar- hveiti („All purpose baking flour“ eða „Plain white flour blend“) › 125 g íslenskt smjör › 2 msk. lífrænt hunang › 80 g þurrkuð trönuber › 140 g pistasíuhnetur, gróft saxaðar › 40 g hrásykur/xylitol Aðferð: Blandið saman í skál haframjöli, hveiti, trönuberjum og pistasíuhnetum. Hitið ofninn í 180 °C og setjið bökunarpappír í botninn á eldföstu móti (um 20x30 cm að stærð). Setjið sykur, smjör og hunang í lítinn pott. Hitið varlega þannig að smjörið bráðni og sykurinn leysist upp, hrærið þetta saman. Hellið úr pottinum yfir í skálina og hrærið með sleif. Hellið öllu yfir í formið yfir bökunarpappírinn og þrýstið létt með skeið og bakið í 20 mínútur eða þar til gullið. Ef þið viljið nota þetta sem múslí á skyr, jógúrt eða AB-mjólk, dreifið þá úr deiginu á plötu þannig að það sé í litlum klípum til að setja út á morgunmatinn og bakið þannig, það þarf aðeins styttri tíma. Fylgist með því að það verði aðeins gullið. Geymið í lofttæmdum umbúðum svo það haldist stökkt. Hveitilaus súkkulaðihnetukaka › 300 g möndlur (án hýðis), malaðar í matvinnsluvél (eða möndlumjöl) › 190 g valhnetur › 200 g dökkt súkkulaði, 70% kakóinni- hald › 5 egg, aðskilin › 250 g mjúkt íslenskt smjör › 1 tsk. vanilludropar › 200 g xylitol eða hrásykur Aðferð: Hitið ofninn í 150 °C. Leggið bökunar- pappír í ferkantað baksturs form eða eldfast mót (20x25 cm eða 23x23 cm að stærð). Ég smyr alltaf svolitlu smjöri aðeins yfir pappírinn. Setjið möndlur, valhnetur og súkkulaði í matvinnsluvél og vinnið þar til fínmalað. Hrærið mjúkt smjörið ásamt vanillu og hrásykri/xylitoli í hrærivél þar til létt. Bætið þá einni og einni eggjarauðu við þar til allar eru komnar út í. Bætið þá súkkulaðihnetublöndu út í skálina og hrærið saman. Stífþeytið eggjahvítur í stórri skál. Takið svo súkkulaðihnetublönduna og blandið varlega saman við eggjahvíturnar í að minnsta kosti þremur hlutum. Best er að nota bökunarsleikju og taka vel af súkkulaðihnetublöndunni og blanda henni varlega saman við með stórum hringlaga hreyfingum til að halda loftinu í deiginu. Gerið þetta þar til öll súkkulaðihnetublandan er komin saman við eggjahvíturnar. Hellið deiginu í formið og setjið í miðjan ofn í 1 klukkustund og 15 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í forminu og setjið það svo inn í ísskáp í 4 klukkustundir, eða yfir nótt. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Bætt mataræði og betri lífsstíll Kjarr Ragna og Eggert á Stú og Spóa, Stálasonum. Múslístykkin með trönuberjum og pistasíum er hægt að hafa sem snarl y r daginn eða útbúa þau í smærri einingum og nota til dæmis sem morgunkorn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.