Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Undanfarin ár hefur áhugi á líf- eldsneyti vaxið jafnt og þétt hér á landi og er nú svo komið að fram- leiðsla er þegar hafin á nokkrum stöðum, þótt í tiltölulega smáum stíl sé enn sem komið er. Algengt er erlendis að framleiða slíkt eldsneyti, s.s. lífdísil og lífetanól, með því að vinna eldsneytið úr plöntum og hingað til hefur fram- leiðsla á slíkum plöntum verið styrkt af Evrópusambandinu, en nú lítur út fyrir að stuðningi við framleiðsluna verði hætt árið 2015. Skýringin felst í því að þar á bæ vilja ráðamenn beina fram- leiðslunni inn á aðrar brautir, sem ekki keppa með beinum hætti um landbúnaðarland og þar með við matvælaframleiðslu. Krefjandi ár fram undan Með tilskipun árið 2009 setti Evrópusambandið sér stefnu um að auka notkun á orku frá endurnýjan- legum orkugjöfum og eru þar sett skýr markmið um að hlutfallið muni nema 10% af öllu eldsneyti sem notað er til samgangna árið 2020. Þessi til- skipun gildir einnig hér á landi og er ljóst að mikið verk er fram undan á næstu sjö árum eigi þetta markmið að nást, enda er hlutfall endurnýtan- legrar orku í samgöngum hér á landi innan við 1% núna. Þó svo að mikið sé til af endur- nýtanlegri orku hér á landi í formi rafmagns hentar það ekki sérlega vel á þau flutningatæki sem notuð eru hérlendis. Því er trúlegra að ná þessu markmiði með því að nota líf- eldsneyti s.s. lífetanól eða lífdísil. Vissulega er hægt að kaupa þetta eldsneyti erlendis en töluverðir möguleikar eru á því að framleiða þetta hér á landi. Mikil tækifæri Einn helsti kostur þess að framleiða lífeldsneyti hérlendis felst í því að með framleiðslunni nýtast enn betur þau hráefni sem falla til í dag og um leið sparar slík framleiðsla þjóðinni gjaldeyri, enda myndi innflutningur á eldsneyti til landsins minnka. Nú þegar hefur verið unnið töluvert að þessum málum hérlendis en enn sem komið er nemur framleiðsla á lífeldsneyti aðeins litlu hlutfalli af því heildarmagni sem notað er. Ríkisstyrkt framleiðsla Þegar Evrópusambandið sam þykkti áætlun sína árið 2009 var um leið settur mikill kraftur í rannsókna- og þróunarstarf á sviði lífeldsneytis- framleiðslu. Þá var opinber stuðn- ingur settur á í sumum löndum sam- bandsins, svo ná mætti þessu háleita markmiði árið 2020. Stuðningurinn leiddi til örrar uppbyggingar á orku- verum og framleiðslustöðvum elds- neytis en um leið hafði ákvörðnin áhrif á samkeppni um ræktarland og framleiðslu jarðargróða. Til dæmis gerðist það síðasta haust að hag- kvæmara var fyrir bændur að selja fóðurmaís af ökrum sínum beint í hauggasverksmiðjur í Þýskalandi en að selja maísinn sem fóður fyrir skepnur. Þetta gerðist vegna gríðar- lega mikilla styrkja sem framleið- endur á lífeldsneyti fá og geta þeir því einfaldlega greitt hærra verð fyrir fóðurmaísinn en bændur geta. Til lengdar sjá allir að þetta kerfi getur ekki gengið og gerir ekki annað en að hækka matvælaverð. Fyrstu kynslóðar eldsneyti á útleið Lífeldsneyti er gjarnan skipt upp í þrjár tegundir af eldsneyti, en þær eru fyrsta, önnur og þriðja kynslóð líf- eldsneytis. Fyrstu kynslóðar lífelds- neyti er framleitt með beinni vinnslu á fræjum og plöntum, svo sem með gerjun, og hefur ásókn í plöntur og korn til slíkrar framleiðslu mögulega leitt til mikilla verðhækkana á korni, landi til ræktunar og áburði undan- farin ár með tilheyrandi áhrifum á hækkun matarverðs um allan heim. Annarrar kynslóðar lífeldsneyti Eldsneyti í þessum flokki er fram- leitt úr margs konar líf rænum efnum, eins og úr sorpi, sláturúrgangi, trénis- miklum jurtum og jafnvel trjám. Þessi framleiðsla keppir ekki með beinum hætti við matvælaframleiðslu, þar sem í framleiðsluna fer hráefni sem hvorki hentar sem fóður fyrir skepnur né fæða fyrir fólk. Framleiðsluaðferðirnar fyrir þessa gerð af eldsneyti eru margar en byggja í raun á því að líf massanum er breytt í eldsneyti í margra þrepa ferli með því að brjóta lignosellulósa með sýrum, ensímum eða jafnvel með gufumeðhöndlun svo dæmi sé tekið. Í dag eru til þekktar framleiðsluað- ferðir í þessum flokki eldsneytis en einnig eru enn í þróun margar fram- leiðsluaðferðir enda aðgengilegt hráefni afar fjölbreytt og út úr fram- leiðslunni geta að sama skapi komið fjölbreyttar gerðir af eldsneyti eins og lífdísill, lífetanól, lífvetni og líf- metanól. Þriðju kynslóðar lífeldsneyti Þegar rætt er um þriðju kynslóðar eldsneyti er verið að horfa til hrá- efnis sem kæmi úr þörungum og væri slíkt eldsneyti þó framleitt með fyrstu eða annarrar kynslóðar tækni. Þörungarnir væru þá fram- leiddir sérstaklega fyrir þessa fram- leiðslu, en þessi aðferð er af mörgum talin afar álitleg í framtíðinni þar sem talið er að þörungar henti gríðarlega vel til eldsneytisframleiðslu. Þá er þessi aðferð afar umhverfisvæn, þar sem hægt er að fá mun hærra hlutfall af eldsneyti pr. þurrefnis- kíló af hráefni en við hefðbundna lífeldsneytis framleiðslu. Þessi fram- leiðsla á þó enn nokkuð í land með að verða markaðsvara. Þá má geta þess að þegar eru uppi hugmyndir um svokallaða fjórðu kynslóð af eldsneyti, sem þá myndi byggja á bakteríuframleiðslu á eldsneyti. Endurskoða reglurnar Eins og að framan greinir verður landbúnaðar stuðningurinn í Evrópu- sambandinu nú endur skoðaður og verður væntanlega þannig að hekt- arastyrkir falla niður fari uppskeran til beinnar framleiðslu á eldsneyti, þ.e. fyrstu kynslóðar framleiðslu. Þá verður opinber stuðningur við fram- leiðslu á lífeldsneyti með fyrstu kyn- slóðar aðferðum, sem er sem sagt styrkt framleiðsla í dag, væntanlega felldur niður árið 2020. Vonast ráðamenn að með þessu megi draga verulega úr áhrifum lífeldsneytis- framleiðslunnar á matvælaverð. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku Utan úr heimi Lífeldsneytisframleiðsla á krossgötum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.