Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Fagfélag ráðnauta stóð fyrir endurmenntunar- og fræðsluferð dagana 29. ágúst til 7. september síðast liðinn. Greint var frá hluta þessarar ferðar í Bændablaðinu 29. nóvember 2012 og hér kemur annar hlutinn sem Margrét Ingjalds- dóttir og Sigríður Bjarnadóttir unnu upp úr dagbókar færslum ferðalanganna. Að þessu sinni er gerð grein fyrir heimsóknum hópsins; á nautastöð, á bæ í Slóvakíu sem sérhæfir sig í útflutningi á kvígum til Rússlands, á ferðaþjónustu-, sauðfjár- og kúabú. Vaxandi samstarf við Skandinavíu Nautastöð Insemas í Zvolen er önnur af tveimur nautastöðvum í Slóvakíu. Alls eru um 60 naut á stöðinni, ýmist í eigu stöðvarinnar eða í leigu frá öðrum stöðvum utan Slóvakíu. Nautin voru af nokkrum kynjum; tveimur slóvakískum, Holstein rauð og svört, Charolais, Limousin og Hereford. Um 400.000 skammtar eru seldir á ári, fjórðungurinn fer í sölu innanlands og restin til útlanda, mest til Tyrklands. Nautastöðin notar 0,5 ml strá sem eru með 20 milljón frumur í skammt- inum og krafa er gerð um að það sé 50% lifun. Árlega eru 8 ungnaut prófuð, sem er töluverð færra en áður var. Það er mögulegt vegna þess að arfgerðargreining (e. genomic selection) er nýtt á erfðaefninu. Frá hverju nauti í árgangi eru sendir út 1.500 skammtar í dætraprófun og niðurstaðan fæst eftir 5 ár. Þá eru teknir 10 þúsund skammtar úr hverju nauti áður en fáein nautanna fá að lifa, þau sem talin eru vænlegust til notkunar áfram. Stöðin á samstarf við ýmis ræktunarsamtök og er samstarf vaxandi við kynbótafélög í Skandinavíu. Greinilega er vandað til verka við sæðistökuna og sæðismatið á stöðinni. Kvígusala til Rússlands Við heimsóttum fjölskyldubúið Lauko, www.isokman.sk, sem er dálítið sérstakt fyrir þær sakir að stærsta tekjulind búsins er útflutningur á kvígum til Rússlands. Auk útflutningsins eru þau með framleiðslu á sauðaostum og ferða- þjónustu. Byggingarnar eru fjögurra ára gamlar og byggðar upp með styrk frá ESB. Búið er byggt upp úr samyrkjubúi sem fór í þrot. Það hefur til umráða um 300 ha lands, þar af eru 30 ha í kornrækt og aðrir 30 ha í maísrækt. Þarna eru einnig 14 reiðhestar í glæsilegri aðstöðu. Starfsemin byggir á umboðssölu á 2.500 kelfdum kvígum. Slóvakía er laus við sjúkdóminn blátungu og þess vegna er mögulegt að selja lifandi nautgripi til Rússlands. Kvígurnar eru hafðar í einangrun í 30 daga á sölubúinu, og áður en þær fara til Rússlands er þeim safnað saman í fjós Laukos þar sem þær dvelja í um sólarhring. Þar fer fram síðasta skoðun og pappírar eru yfirfarnir. Rússneskir eftirlitsdýralæknar fylgjast með kvígunum allan tímann sem þær eru í einangrun á sölubúunum. Rússar greiða 2.500 evrur (410.000 kr.) fyrir gripinn, þar af borgar rússneska ríkið 95%, en markmiðið er að stuðla að bættum kynbótum nautgripa. Bóndinn sem selur fær 1.500-1.800 evrur (246- 295 þús. kr.) í sinn hlut. Bændurnir sem kaupa kvígurnar dvelja að jafnaði í hálfan mánuð á gistiheimili Laukos og læra undirstöðuatriði í nautgriparækt og meðferð kúnna. Salan fer fram í mars til nóvember, yfir háveturinn er flutningsleiðin um fljótin til Síberíu frosin og ófær. Handmjólka 300 ær Á búinu eru um 1.500 fjár og þar af eru handmjólkaðar allt að 300 ær. Fært er undan mjólkuránum um páska þegar lömbin eru tveggja mánaða. Þau eru seld á fæti til slátr- unar sem páskalömb til Ítalíu eða Tyrklands. Mjaltaskeiðið er frá apríl til september. Daglega eru framleidd allt að 70 kg af osti en nytin er 0,5 til 1 kg á dag eftir ána. Við umönnun fjárins, mjaltir og ostagerð vinna 3-4 og eru starfsmennirnir frá Austur- Slóvakíu, fjölskylda sem hefur starfað við þetta í fleiri kynslóðir og kann vel til verka. Starfseminni fylgir myndarleg ferðaþjónusta og er osturinn notaður í ferðaþjónustuna ásamt því að vera seldur til veitingastaða. Hópurinn smakkaði mismunandi gerðir sauðaosta, svo sem reykta og óreykta. Mikil uppbygging í ferðaþjónustu Hópurinn hélt áfram um lendur Slóvakíu og nálgaðist Mið- Slóvakíu. Hann hafði viðkomu í Banská Bystrica, sem er höfuðborg þess héraðs. Að því búnu var farið á einkabú í Selce, Fuggerov Dcor, þar sem landið er farið að hækka talsvert. Búið er í eigu þriggja aðila og var stofnað 1995. Þeir keyptu byggingarnar en leigja landið. Á búinu er búfjárhald og mikil uppbygging ferðaþjónustu hefur átt sér þar stað. Mjólkurframleiðslunni hefur verið hætt og mjólkurkýrnar seldar en nú eru 120 kjötframleiðslugripir á búinu í lífrænni ræktun. Þar er t.d. ekki notaður áburður né nein eiturefni. Afurðirnar eru seldar á sama verði og hefðbundnar afurðir, en styrkirnir eru mun meiri vegna lífræna búskaparins. Eftirlitið er mikið með framleiðslunni og stendur bóndinn straum af þeim kostnaði. Landið er 320 ha, nánast allt graslendi. Hundar verja sauðfé fyrir úlfum og björnum Aðalrekstur þessara þriggja aðila er ferðaþjónustan, þar sem gömlu fjósi hefur verið breytt í glæsilegt gisti- og veitingahús. Ferðaþjónustan er starfandi allt árið með áherslu á vetraríþróttir, skíðaiðkun með svigbrekkum og heilsurækt með íþróttavelli, keilusal, líkamsrækt og nuddi, gufubaði og sundlaug. Gistirýmin eru 50 talsins og nýtingin á ársgrundvelli 56%. Gestir búsins geta farið um ákveðið svæði nálægt gistiaðstöðunni og séð mismunandi búfjártegundir sem haldið er þar til sýnis. Þar fyrir utan eru á búinu 120 ær mjólkaðar, ostur unninn úr sauðamjólkinni og notaður á veitingahúsinu. Fjórar ostategundir eru framleiddar, m.a. reyktur ostur. Ærnar eru ekki hafðar í afgirtum hólfum heldur er setið yfir þeim dag og nótt og eru sérstakir varðhundar notaðir til að passa féð fyrir úlfum og björnum. Mikil tæknivæðing og stórt bú Bærinn Ocova var heimsóttur. Þar er 14 ára gamalt fyrirtæki með 95 starfsmenn á nokkrum jörðum með sauðfé til mjólkurframleiðslu, mjólkurkýr og akuryrkju. Fyrirtækið var byggt á grunni samyrkjubús sem var stofnað fyrir 40 árum. Landið sem fyrirtækið hefur til afnota er 4.000 ha en 2.000 ha af þeim eru ræktanlegir. Jarðnæðið er í eigu margra aðila. Sá hluti búsins sem hópurinn kynnti sér var mjólkurframleiðslan, þó bara hluti hennar þar sem fjósin voru víða. Heildarbústofn er um 500 kýr af rauðskjöldóttu Fleckvieh-kyni og svartskjöldóttu Holstein-kyni. Keyptir voru 8 Lely Astronaut 2011 mjaltaþjónar í lausagöngufjós með hálmlegubásum. Á þessum stað eru um 200 kýr með 4 mjaltaþjóna. Meðalnyt er um 8.000 kg eftir kúna en þessar rauðskjöldóttu mjólka aðeins minna að meðaltali en þær svartskjöldóttu. Nokkur holdafarsmunur er á milli kynjanna, þar sem Holstein-kýrnar eru nokkuð magrari en þær rauðskjöldóttu. Það bar þó nokkuð á fótameini í gripunum og var heilsufar þeirra eftir því. Gólfið er heilsteypt með grófum raufum en þó er hálmur notaður sem undirburður bæði á gang og bása. Fóður gripanna er heilfóður og kjarnfóðurgjöf í mjaltaþjóni. Kýrnar eru ekki settar á beit en geldkýr og kýr sem komnar eru að burði hafa útivistarsvæði utan við fjósvegginn. Fjósin voru tekin í gegn árið 2011 og veittur var styrkur fyrir helmingi af kostnaði við þær breytingar og kaup á mjaltaþjónum í gegnum Evrópusambandið. Á móti kom að skila þarf rekstrargreiningu fyrir reksturinn næstu 5 ár á eftir. Kaupverð mjaltaþjóns var um 133 þúsund evrur, þ.e. um 21,8 milljónir ísl. króna, með uppsetningu. Afurðarverð mjólkur langt undir framleiðslukostnaði Næsta bú var í Lupca og byggði á samyrkjubúi sem stofnað var 1952. Landið þar til umráða nemur 1.080 ha, þar af eru 400 ha í ræktun. Búið er með 800 kindur til mjólkurframleiðslu, 440 kýr í þremur fjósum með meðalnytina 6.500-7.000 kg/kú á ári, akuryrkju og malarnám en starfsmennirnir eru 80 talsins. Dregið hefur verið úr framleiðslu á kúamjólk en stefnt að aukningu í kjötframleiðslu. Einnig átti að hefja sölu á afurðum til biogasframleiðslu, það eru greinilega miklar væntingar til betri afkomu vegna þeirrar framleiðslu. Ástæðan fyrir því að dregið hefur úr mjólkurframleiðslunni er óhentugt rekstrarumhverfi, tap sl. árs nam 120 þús. evrum (um 20 milljónir kr). Afurðaverð mjólkur er 27 sent (44 kr) á lítra en framleiðslu- kostnaður 36 sent (59 kr.) á lítra. 40 kinda Westfalia-mjaltabás Sjö manns vinna eingöngu við sauðfjárhluta búsins og er það sá hluti búsins sem hópurinn skoðaði aðallega. Framleiðsluskipulags búsins byggir á því að ærnar eru ýmist látnar bera í febrúar eða október,er stefnan farin að taka meira mið af októberburði því þá fæst meira fyrir bæði mjólkurafurðirnar og lömbin. Lömb til nytja eftir á eru 1,52. Lömbin voru hjá móður í 5 vikur og ná á þeim tíma 14-15 kg lífþunga. Stefnt er á að slátra lömbunum sem mjólkurlömbum eða selja á fæti, ýmist sem jóla- eða páskalömb til Ítalíu. Verðið sem fæst er 2,7 evrur/ kg (443 kr./kg) ef um páskalamb er að ræða en 3,5 evrur/kg (574 kr./kg) ef lambið er jólalamb. Þær ær sem Íslenskir ráðunautar á faraldsfæti – annar hluti greinar um endurmenntunar- og fræðsluferð Fagfélags ráðnauta: Slóvakískir bændur sóttir heim Það er óneitanlega glæsilegt, Fuggerov Dcor ferðaþjónustubýlið í Slóvakíu. Í Insemas-nautastöðinni í Zvolen í Slóvakíu. Á myndinni má sjá kútinn og jótandi köfnunarefni þar sem sæðisstráin eru geymd. Rauðskjöldótt Holstein-naut. Glæsilegar byggingar á Lauko-búinu. Sauðaostar frá Lauko-búinu. Hér má sjá vinnubúðir starfsfólksins á Fuggerov Dcor-búinu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.