Bændablaðið - 24.01.2013, Page 1

Bændablaðið - 24.01.2013, Page 1
2. tölublað 2013 Fimmtudagur 24. janúar Blað nr. 387 19. árg. Upplag 28.000 Mjólkurframleiðslan 2012: 125 milljónir lítra Heildarframleiðsla mjólkur á Íslandi árið 2012 nam 125.159.990 lítrum. Meðtalin er mjólk sem nýtt var til heima vinnslu. Til samanburðar var heildar- framleiðslan 2011 124.541.031 lítri. Heildargreiðslumark ársins 2012 var 114,5 milljónir lítra. Ónotað greiðslumark þeirra framleiðenda sem ekki nýttu greiðslumark sitt til fulls var 2.315.155 lítrar. Framleiðsla umfram greiðslumark hjá þeim framleiðendum sem framleiddu umfram greiðslumark var 12.975.145 lítrar. Samanlagt var framleiðsla umfram greiðslumark því 10.659.990 lítrar. /EB Góður árangur hefur verið af samstarfi á milli sveitar- félaga við Eyjafjörð um eyðingu minka á undanförnum árum, en Atvinnuþróunar félag Eyjafjarðar (AFE) hefur haldið utan um verkefnið. Jón Þórarins son á Hnjúki í Svarfaðar dal, formaður landbúnaðar ráðs Dalvíkur byggðar, segir að orðið sé að kallandi að fara í sambæri legt átak til að fækka ref, sem farinn sé að hafa slæm áhrif á fuglalíf víða um land. Á fundi landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar fyrir skömmu var til umræðu hvort hvert sveitarfélag myndi sjá um „sitt“ svæði en endanlega ákvörðun hefur ekki verið tekin um það. Fyrirhugað er að AFE haldi sérstakan fund um þetta verkefni nú í ársbyrjun. Með vísan til þess árangurs sem minkaveiðiátakið hefur sýnt telur landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar eðlilegt að sveitarfélög í Eyjafirði haldi áfram í samstarfi um minka- veiði og njóti handleiðslu AFE. Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar telur nauðsyn að tekið verði til umræðu sambærilegt veiðiátak til eyðingar á ref. „Núna telst það frétt hér í Svarfaðardal ef það sést minkur,“ segir Jón. „Það eru ákveðnir menn í hverju sveitarfélagi hér við Eyjafjörð sem vinna þessi verk. Við erum til dæmis með afburða samviskusama menn hér hjá okkur sem hafa fylgt þessu mjög vel eftir. Ef sama væri ekki uppi á teningnum í nærliggjandi sveitarfélögum myndi minkurinn flæða hér yfir til okkar.“ Á árum áður var mikið af mink í Dalvíkurbyggð sem menn rákust nánast daglega á, sérstaklega við ár og læki. Í dag telst það til frétta ef menn sjá mink úti í nátturunni hér um slóðir. Svipað átak þarf vegna refsins „Nú þarf að fara í svipað átak varð- andi refinn. Við munum ekki ná neinum árangri nema að stórfækka í refastofninum. Þá dugar ekki átak í eitt ár, heldur að minnsta kosti í þrjú ár í röð. Það er ekki verið að tala um að útrýma refnum, eins og hugmyndir hafa verið um varðandi minkinn, heldur að halda stofninum, sem er orðinn allt of stór, í skefjum. Það er farið að stórsjá á fugla- lífinu hér og víðar um land. Þá hefur málið heldur ekki verið hugsað til enda í svokölluðum friðlöndum. Þar má ekki fara inn á svæðið með byssur til að skjóta ref, en á þeim svæðum horfa menn upp á varginn fá að vera í friði við að eyða fugla- lífinu. Það er trúlega enginn fugla- stofn sem hefur orðið eins illilega fyrir barðinu á refnum og rjúpan. Hún er auðveld bráð fyrir refinn, ekki síst yfir vetrartímann. Um leið og búið verður að ná refastofninum niður í ásættanlega stærð tel ég að rjúpnastofninn muni fljótlega ná sér á strik. Þá ætti að rýmkast um fyrir skotveiðimenn til að veiða rjúpu í jólamatinn. Að öllu eðlilegu er árangurs ríkast að veiða tófuna yfir vetrartímann með skipulögðum útburði við skotbirgi, sem kallar á vel skipulagða vöktun skotveiðimanna. Nú í vetur er ástandið þó mjög afbrigðilegt. Refurinn situr að veisluborðum um stóran hluta Norðurlands í fé sem varð úti í norðanáhlaupinu í september. Þetta verður síðan stórvandamál í vor þar sem kindahræin eru. Þar er viðbúið að refir muni koma sér upp greni. Því þurfa sveitarfélög, ríkið, bændur og dýralæknar nú þegar að finna lausnir á því hvernig staðið verði að hreinsunarstörfum á þessum svæðum strax og snjóa leysir, en það verður bæði erfitt og kostnaðarsamt verkefni.“ Mikil fjölgun álfta vandamál Þar sem álft hefur fjölgað gríðarlega síðustu árin og hún er farin að valda bændum miklu tjóni á túnum og kornökrum ætti einnig að huga að því að breyta lögum og leyfa tímabundna skotveiði á álft á vissum svæðum á landinu, einkum þar sem hún veldur mestum usla. Það gæti komið skotveiðimönnum vel á meðan þeir bíða eftir auknum heimildum til rjúpnaveiða,“ segir Jón Þórarinsson. /HKr. Samvinna sveitarfélaga við Eyjafjörð um minkaeyðingu skilar góðum árangri: Aðkallandi að fara í átak til að fækka ref – refurinn er farinn að stórskaða fuglalífið, segir formaður landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar t r agt að agð undir ögru inni. r ru dauðir ungar m þessi tófa náði að drepa áður en hún var felld. Mynd / Jón Pétursson 10 20 38 Bærinn okkar Kjarr Vorönn búfræðifjarnema LbhÍ hófst með komu að Hvanneyri 10. janúar síðastliðinn. Þann dag hittu fjarnemar kennara í þeim áföngum sem teknir eru á önninni og áttu langan og góðan samverudag. Hluti fjarnemanna var nokkuð lengur á staðnum um þetta leyti og tók málmsuðunámskeið sem er hluti búfræðinámsins og dæmi um áfanga sem ekki verður lokið nema með viðveru á staðnum. Á myndinni eru nemendur og kennari í áfanganum sem tóku s r örstutt hl til myndatöku. Á komandi vori stefnir í að sjö fjarnemar útskri st sem búfræðingar. Búfræðifjarnám er ætlað starfandi bændafólki og er tekið inn í námið annað hvert ár ef næg þátttaka fæst. æst verður tekið inn haustið 2013 en umsóknarfrestur er til 4. júní. ánari uppl singar er að nna á heimasíðu skólans www.lbhi.is (fjarnám/starfsmenntanám). Mynd / EÞ Berglind Ósk Óðinsdóttir, fóðurráðunautur hjá Bænda- samtökunum, segir að áberandi skortur sé á fosfór í fóðri víða um land, ekki síst á Norðurlandi og Vesturlandi. „Þetta er til að mynda mjög greinilegt í Eyjafirði. Það er frekar lág steinefnastaða í fóðri víða, og sérstaklega er þetta áberandi varðandi fosfór. Fosfór er erfiður í upptöku í plöntur og eftir þurrkasumar eins og í fyrra er líklegt að áborinn fosfór nýtist ekki eins og til var ætlast. Það er mjög mikilvægt fyrir bændur að hafa samband við ráðunauta og fá ráðleggingar varðandi þessa þætti. Í svona tilfellum gæti auka steinefnagjöf verið lausnin.“ Þorsteinn Ólafsson, sérgreina- dýralæknir hjá Matvælastofnun, tekur í sama streng og Berglind. „Það er margt sem bendir til að kýr á Norðurlandi og Vesturlandi hafi veikst af þessum sjúkdómi. Það er rétt að vekja athygli á þessu við bændur; ef menn verða varir við blóðblandað þvag eða brúnleitt þvag er það vísbending um að eitthvað af þessu tagi sé að gerast. Því er mikilvægt að vera passasamur með fosfórgjöf og leita leiðbeininga hjá ráðunautum um fóðuráætlanir.“ /fr Fosfórskortur í fóðri: Líklega valdur að veikindum í kúm Lambakjöt er alltaf best Framreiða hádegismat fyrir allt að 2.000 manns á hverjum degi

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.