Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Dýrafræðingar hafa starfað í ríf- lega fjóra áratugi við sníkjudýra- rannsóknir á Tilrauna stöðinni að Keldum. Lengst af hafa starfs- mennirnir verið þrír. Nú er einn þeirra að fara á eftirlaun og farið er að styttast í starfslok hjá hinum tveimur. Því er brýnt að huga að endurnýjun á sérfræð- ingum í faginu. Slík endurnýjun er ekki í augsýn og hætta er á að mikilvæg sérþekking og áratuga reynsla við greiningar á sníkju- dýrum fari forgörðum en verði ekki miðlað til næstu kynslóðar. Fjölbreytt viðfangsefni Á liðnum áratugum hafa viðfangs- efni dýrafræðinga að Keldum sem stunda rannsóknir á sníkjudýrum og sjúkdómum af þeirra völdum verið fjölbreytt. Fyrst í stað var áhersla lögð á rannsóknir á sníkjudýrum sauðfjár, nautgripa og hrossa og áhrifum þeirra á þrif, auk þess sem gerðar voru tilraunir með ormalyf. Fljótlega var einnig farið að gefa gaum að sníkjudýrum í gæludýr- um, einkum hundum og köttum. Einnig voru sníkjudýr ferskvatns- fiska rannsökuð strax á áttunda áratugnum. Síðar beindust rann- sóknir í auknum mæli að ýmsum eldisdýrum á landi (alifuglum, svínum, loðdýrum), villtum spen- dýrum (hreindýrum, mink, mel- rakka, ísbirni, músum og rottum), og fuglum (m.a. rjúpu, fálka og ýmsum andfuglum). Þá hefur rann- sóknarhópur á Keldum um árabil rannsakað sníkjulífverur í sjávar- dýrum, einkum í villtum þorski og eldisþorski. Í öllum þessum rann- sóknum hafa athuganirnar beinst að því að greina tegundirnar sem í hlut eiga, og í mörgum tilfellum að rannsaka meinvirkni þeirra og kanna leiðir til að stemma stigu við skaða af þeirra völdum. Um árabil sáu dýrafræðingar á Keldum um greiningar á sníkjudýr- um í fólki. Um var að ræða þjónustu við sjúkrahús og heilsu gæslu. Þessi þáttur starfseminnar hefur nú verið fluttur á Landspítalann. Meðan greiningar á manna sníkjudýrum voru á forræði Keldna voru rann- sóknir meðal annars gerðar á njálg- sýkingum í leikskóla- og grunn- skólabörnum. Þá var einnig kannað algengi katta- og hundasníkjudýra- smits í sandkössum sem borist getur í börn. Í framhaldinu var í auknum mæli farið að byrgja sandkassa og skipta reglulega um sand í þeim. Íslenska sníkjudýrafánan Fulltrúar langflestra hópa sníkju- dýra finnast í lífríki Íslands; ein- frumungar (amöbur, svipudýr og gródýr), ormar (ögður, bandorm- ar, þráðormar og krókhöfðar) og liðfætlur (blóðsjúgandi mítlar, ýmsir smámítlar, naglýs, soglýs og blóðsjúgandi skordýr eins og flær og fuglaflugan). Þekktar tegundir sníkjudýra hér á landi skipta mörgum hundruðum, jafn- vel þúsundum, en margar eru enn ógreindar. Sem dæmi má nefna að á fjórða tug sníkjudýra hafa verið greindar í íslenskum hrossum og hátt í 50 sníkjudýrategundir hrjá íslenska æðarfugla. Eitt sérkenna íslensku sníkjudýra fánunnar er hversu lítið er um sníkjudýr sem lifa í blóðrás hryggdýra. Tengist sú tegunda- fæð fyrst og fremst fábreytileika íslensku skordýrafánunnar, en sárafáar tegundir skordýra sem lifa á því að sjúga blóð þrífast hér á landi. Langt er í land að þekkja sníkjudýrafánu landsins til hlítar, eins og sjá má á því að iðulega finnast hér áður óþekkt sníkjudýr í vísindaheiminum, en um tuttugu nýjum tegundum hefur verið lýst frá Íslandi á undanförnum árum. Rannsóknir og kennsla Sníkjudýrafræðingar á Keldum hafa á liðnum áratugum sinnt jöfnum höndum þjónustu- og grunnrann- sóknum. Í ársskýrslum á heimasíðu Tilraunastöðvarinnar (http://keldur. is) er hægt að nálgast upplýsingar um þjónustu- og grunnrannsóknir sem unnið hefur verið að á Keldum undanfarin ár. Þar sést enn fremur að veruleg áhersla hefur verið lögð á að birta niðurstöður rann- sóknaverkefna, bæði á innlendum vettvangi þannig að niðurstöðurnar nýtist hagsmunaaðilum hér á landi, sem og í erlendum fræðiritum. Stór hluti grunnrannsóknanna hefur í gegn um tíðina verið unninn með erlendum samverkamönnum og hefur sú samvinna reynst sérlega mikilvæg og leitt til verðmætrar þekkingaraukningar á sníkjudýra- fánu Íslands. Auk þjónustu- og grunnrann- sókna hafa dýrafræðingar á Keldum um langt árabil annast kennslu á háskólastigi, einkum við líffræði-, læknisfræði-, hjúkrunarfræði- og lyfjafræðideildir Háskóla Íslands. Þá hafa þeir leiðbeint fjölda nem- enda í framhaldsverkefnum, einkum við HÍ en einnig við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri. Einnig hafa þeir verið meðleiðbeinendur í loka- verkefnum nemenda við erlenda háskóla. Gæludýrainnflutningur Fram til ársins 1984 var bannað að halda hunda í Reykjavík. Síðan hefur margt breyst og hunda- og kattaeign stóraukist í landinu. Árið 1989 var farið að leyfa innflutning á hundum og köttum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í dag, aldar- fjórðungi síðar, hafa nokkur þúsund hundar og nokkur hundruð kettir verið fluttir til landsins og hafa þessi dýr komið frá tugum landa í hinum ýmsu heimsálfum, þó að flest hafi þau komið frá Vestur- Evrópu. Á Keldum hefur verið leitað að sníkjudýrum í öllum þessum dýrum við komu til lands- ins. Að jafnaði hefur ein eða fleiri sníkjudýrategundir fundist í tíunda hverju dýri og hafa velflest sníkju- dýr sem hrjá gæludýr erlendis þegar fundist við þessar rannsóknir. Kapp hefur verið lagt á að útrýma þessum sníkjudýrum áður en hundar eða kettir eru afhentir eigendunum og koma þannig í veg fyrir að smit geti borist í innlend dýr. Í sumum tilvikum eru þetta sníkjudýr sem geta lifað í eða á mönnum, þannig að mikilvægt er að vera vel á verði. Sníkjudýr í dýrum og heilbrigði manna Sníkjudýrarannsóknir á Keldum hafa ítrekað tengst heilbrigði manna. Sumar tegundir sníkjudýra sem finnast í dýrum geta smitað fólk. Í þessum hópi eru meðal annars ormar og einfrumungar sem finnast í hundum og köttum. Einnig má nefna þekktar örsmáar ormalirfur sem geta borað sig í gegnum húðina og valdið útbrotum. Þannig er farið með lirfur fuglabló- ðagða, sem víða er að finna í vatni þar sem andfuglar og vatnabobbar eru algengir. Mest hefur borið á útbrotum af þessum völdum (sund- mannakláða) þar sem grunn vötn ná að hitna það mikið að fólk baðar sig í þeim, eða þá í náttúrulegum laug- um. Um árabil var sundmannakláði vandamál í Landmannalaugum en eftir að farið var að meina öndum að ala upp unga við lækinn ofan við baðstaðinn hefur vandamálið að mestu horfið. Sum árin fengu þúsundir manna útbrot eftir bað- ferðir á svæðinu síðsumars, en þá hafði smit náð að magnast upp í andarungum. Sjálfir voru ungarnir fárveikir og að dauða komnir af völdum sníkjudýrsins. Stundum leitar óværa sem alla jafna hefst við á dýrum yfir á menn. Þar í hópi eru til dæmis flær sem lifa á fuglum eða nagdýrum og ýmsar tegundir mítla sem ná sér á strik á gæludýrum (nagdýrum, hundum eða köttum) eða jafnvel á nagdýrum sem lifa undir gólfum í híbýlum manna. Lokaorð Mikilvægt er að hér á landi sé til- tæk staðgóð þekking á sníkjudýrum og sníkjudýrasýkingum þannig að hægt sé að bregðast af fagmennsku við vandamálum, til dæmis þegar hingað berast skaðlegar tegundir sem valdið geta ófyrirsjáanlegum skaða. Á undanförnum árum hefur kröfum um sparnað á Keldum verið mætt með því að ráða ekki í stöður þegar starfsmenn hafa minnkað við sig starfshlutfall eða sérfræðingar látið af störfum fyrir aldurs sakir, og nú er meðalaldur sérfræðinga á stofnuninni orðinn býsna hár. Brýnt er að snúa þessari þróun við. Því eru stjórnvöld eindregið hvött til að gera Tilraunastöðinni á Keldum kleift að hefja nýráðningar þannig að stofnunin geti áfram gegnt því veigamikla hlutverki sem hún hefur sinnt um áraraðir og nauðsynlegt er að hún geti tekist á við í framtíðinni. /KS Ormar og óværa – um sníkjudýrarannsóknir á Tilraunastöðinni að Keldum Nýverið var gerð rannsókn á óværu íslenskra nautgripa. Þá fannst í fyrsta sinn mítill sem li r í hársekkjum. Einnig voru tvær lúsategundir algengar á kálfum, soglús sem li r á blóði (neðri myndin) og naglús (efri myndin) sem li r á dauðum húðfrumum og húðvessum. Ljósmyndir af lúsunum tóku Matthías Eydal og Sigurður H. Richter Í hrossum á Íslandi eru þekktar 32 tegundir sníkjuorma, þrjár tegundir frumdýra og naglús. Hrossaspóluormurinn er algengur í folöldum og trippum og getur valdið skemmdum í líffærum og orsakað vanþrif. Í dollunni eru ormar úr einu folaldi. Ljósmyndina af sníkjudýrinu tók Matthías Eydal en Karl Skírnisson myndaði folaldsmerina. Hreindýr á Íslandi eru laus við est þau sníkjudýr sem hrjá dýrin á upprunaslóðunum í Skandi- navíu. Nýlegar rannsóknir leiddu í ljós tvær áður óþekktar tegundir hnísla í stofninum hér á landi sem taldir eru hafa fylgt dýrunum við komuna frá Finnmörk fyrir rí ega 200 árum. Á myndinni sést þol- hjúpur annars hnísilsins. tók Skarphéðinn G. Þórisson en hnísilinn myndaði Karl Skírnisson. Undanfarin sjö ár hafa víðtækar rannsóknir verið gerðar á Keldum á heilbrigði rjúpna í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Við upphaf rannsóknanna voru mm tegundir sníkjudýra þekktar í stofninum. Nú er vitað að a.m.k. 1 tegundir sníkjudýra lifa í og á íslenskum rjúpum. Sjö þeirra voru áður ókunnar í vísindaheiminum og hefur þegar verið lýst sem nýjum tegundum. Á myndinni er ein þessara nýju tegunda, kláðamítill sem li r niðri í húð rjúpunnar og veldur þar ertingu og hrúðurmyndun. Ljósmynd af rjúpunni tók Ómar Runólfsson en Karl Skírnisson myndaði kláðamítilinn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.