Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 dótturfélaga, en þau eru Lostæti Norðurlyst, Lostæti Austurlyst og Sesam brauðhús. Akureyrardeildin sem heyrir undir Norðurlyst er með fjölbreytta starfsemi; aðalframleiðslueldhús fyrirtækisins er við Naustatanga 1 auk þess sem í sama húsi er rekin matstofa undir nafninu Sjávarsíðan. Þá sér fyrirtækið sem fyrr segir um rekstur tveggja kaffitería í skólum bæjarins og Ávaxtalandið er þar undir. Austurlyst sér svo um rekstur mötuneytis Alcoa – Fjarðaráls, veitingaþjónustu bæði innan og utan álverssvæðisins og rekstur bakarís. „Við fylgjumst með markaðnum og þeim tækifærum sem bjóðast, en höfum aldrei farið út í neitt nýtt án þess að skoða allt dæmið ofan í kjölinn fyrst, förum gaumgæfilega yfir alla fleti áður en ákvörðun er tekin. Við erum jarðbundin og tökum alltaf bara eitt skref í einu,“ segir Ingibjörg og telur að hugsunarháttur af því tagi sé grunnurinn að velgengni fyrirtækisins. Gott hráefni, góð þjónusta og hæft starfsfólk skipta máli Þá nefna þau að fjölmörg önnur atriði skipti máli þegar kemur að rekstri fyrirtækis sem sérhæfir sig í veitingaþjónustu. Þannig þurfi ævinlega að bjóða viðskiptavinum upp á ferskt og gott hráefni og hafi fyrirtækið metnaðarfulla stefnu þegar að því kemur. „Og við leggjum líka mikið kapp á að veita góða þjónustu,“ segir Valmundur og bætir við að til að reka gott fyrirtæki sem standi undir væntingum viðskiptavina þurfi það að hafa góðu starfsfólki á að skipa. Innanborðs eru menntaðir matreiðslumenn, bakarar, smurbrauðsdömur, viðskiptafræðingar og lögfræðingur svo eitthvað sé nefnt. „Við erum mjög heppin með starfsfólk, hjá okkur starfar stór hópur af hæfu fólki,“ segir hann. / MÞÞ Lostæti sérhæ r sig í veitingaþjónustu við stærri og minni fyrirtæki og hópa, rekur kaf teríur og mötuneyti svo eitthvað sé nefnt en þær eru líka fjölmargar veislurnar sem fyrirtækið hefur séð um. Gestir geta ýmist tekið með sér glænýtt bakkelsi eða látið fara vel um sig og notið veitinganna inni. Konráð Þorsteinsson y rmatreiðslumaður. Smári Þorsteinsson glímukappi var krýndur íþróttamaður Bláskógabyggðar fyrir árið 2012 fyrir góðan árangur í glímu. Æskulýðsnefnd Bláskóga- byggðar bauð til hófs til heiðurs íþróttamanni Bláskógabyggðar laugardaginn 12. janúar sl. í Aratungu. Fjórar tilnefningar bárust frá íþróttafélögum úr Bláskógabyggð til nefndarinnar en þau voru Agnes Erlingsdóttir, Umf. Laugdælum, Finnur Jóhannesson, Hestamannafélaginu Loga, Smári Þorsteinsson, Umf. Bisk., og Þorfinnur Guðnason, Golfklúbbnum Úthlíð. Það var svo Smári Þorsteinsson sem var krýndur íþróttamaður Bláskógabyggðar fyrir árið 2012 fyrir góðan árangur í glímu. Smári stóð sig mjög vel á síðastliðnu ári í glímu en hann varð m.a. Íslands- og bikarmeistari í sínum þyngdarflokki. Í hófinu voru allir þeir íþróttamenn sem voru valdir í landslið og urðu Íslands- og eða bikarmeistarar á árinu 2012 heiðraðir, en fimmtán einstaklingar fengu slíka viðurkenningu. /MHH Glímumaður valinn íþróttamaður Bláskógabyggðar 2012 Smári Þorsteinsson glímukappi með viðurkenningu og verðlaunabikara. Mynd / MHH Auglýsing um styrki til varna gegn landbroti árið 2013 Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir umsóknum um styrki til varna gegn landbroti. Um er að ræða styrki sem veittir eru til slíkra verkefna skv. lögum nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti. Styrkirnir eru veittir til hvers konar verkefna til varnar því að vatns- föll eyði mannvirkjum eða gangi á gróið land. Við forgangsröðun verkefna er m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þeirra mannvirkja eða lands sem landbrot ógnr. Athygli er vakin á að umsóknir sem berast fyrir 15. mars ár hvert njóta að öðru jöfnu forgangs, en annars er enginn sérstakur umsóknarfrestur og hægt að sækja um styrki til varna gegn land- broti hvenær ársins sem er. Umsóknareyðublöð og nánari upp- lýsingar eru á heimasíðu Landgræðslunnar, www.land.is , en einnig er hægt að hafa samband við Landgræðsluna í Gunnarsholti, sími 488 3000 og héraðssetur Landgræðslunnar um land allt. Umsóknum skal skila til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella eða á netfangið land@land.is Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hella – Sími 488 3000 Netfang land@land.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.