Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 4 2 6 5 8 2 8 6 9 8 5 3 1 4 9 7 9 2 7 7 5 7 1 8 6 4 7 6 1 2 7 8 9 4 4 3 8 1 3 7 4 9 8 2 1 3 1 2 1 6 8 4 7 2 5 4 8 3 9 7 1 8 3 1 5 9 326 42 7 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir er 6 ára gömul og býr á Lambeyrum í Laxárdal. Hún er í fyrsta bekk í Auðarskóla, þar sem hún hefur mest gaman af stærðfræðinni. Nafn: Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Ég held að ég sé tvíburi. Búseta: Lambeyrar í Laxárdal. Skóli: Ég man það ekki alveg, jú Auðarskóli. skólanum? skemmtilegust. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hvolpur. Við eigum hvolp og eina tík en þau eru ekkert skyld. Uppáhaldsmatur: Það er svo mikið en lasagna er mest uppáhalds. Uppáhaldshljómsveit: Ég á enga uppáhalds. Uppáhaldskvikmynd: Fríða og dýrið skemmtilegust. Mamma segir að það megi bara horfa á bíómyndir þegar það er kósýkvöld og líka stundum þegar koma gestir. Fyrsta minningin þín? Ég man þegar ég var að skoða Júlíu systur hjá mömmu á spítalanum þegar hún fæddist. r þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég var einu sinni í fótbolta og hann dettur alltaf og meiðir sig. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Ég fer ekki svo oft í tölvu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Læknir, sko barna- læknir en ekki dýralæknir. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég hef aldrei gert neitt klikkað. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? leiðinlegt þegar Júlía meiðir mig. /ehg Flottir sokkar fyrir gönguskóna PRJÓNAHORNIÐ Svona sokkar eru vinsælir hjá ungum stúlkum og tilvalið fyrir ömmur eða mömmur að prjóna þá og nota til þess garn afgangana í prjónakörfunni. Við notuðum Fever, sem er 100% ullargarn, en það fæst víða á tilboði núna. Dali með glimmerhnútum var í prjónakörfunni. Einnig var svart og hvítt Nepal frá Drops í prjónakörfunni. Uppskriftin kemur frá Drops en þar er notað Karisma garn. Stærðirnar 22/23-24/25-26/28-29/31-32/34- 35/37 Lengd fótar 13-15-17-18-20-22 cm Hæð leggsins 18-19-20-22-23-24 cm Aðallitur – þar þarf 100 g í minnstu sokkana, 150 í alla hina nema stærstu, þar þarf 200 g. Síðan þarf smávegis af mynsturlitunum. Sokkaprjónar nr 4. Aðferð: Prjónað í hring með sokkaprjónum, þið getið notað þann hæl sem þið eruð vanar en þessi hæll í uppskrifinni er algengur og kemur vel út. Sokkabolur: Fitja upp 96-112-112-112-112-128 l jafnt yfir 4 prjóna. Prjónið mynstur A1 og eftir það eiga að vera 48-56-56-56-56-64 l á 4 prjónum. Prjónið stroff 2 sl, 2 br þar til sokkurinn mælist 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt, takið þá 0-2-2-2-2-4 l úr jafnt yfir þá eiga að vera 48-54-54-54-54-60 l á 4 prjónum. Setjið prjónamerki í byrjun umferðar sem verður miðjan að aftan. Prjónið nú slétt eftir mynstri A2 en um leið þegar sokkabolurinn mælist 7-8-7-8-7-8 cm er tekið úr í byrjun og enda umferðar samtals 2 l þannig: prjónið þar til 3 l eru að prjónamerkinu, prjónið þá 2 l saman 2 sl en prjónamerkið á að vera á milli þeirra síðan 2 snúnar saman. Endurtakið úrtökurnar á 2,5-1,5- 2-2,5-3-2 cm millibili þar til 38-40-40-42-42-44 l eru á 4 prjónum. Athugið að við úrtökurnar ruglast mynstrið að aftan en passið upp á að mynstrið haldi sér hringinn. Þegar sokkabolurinn mælist 18-19-20-22-23-24 cm eru fyrstu 18-20-20-20-20-22 l á prjónunum fyrir hælinn geymdar og hinar 20-20-20-22-22- 22 settar á hjálparband (ofan á fætinum). Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hælinn 4-4,5-4,5- 5-5-5 cm, setjið merki sitt hvoru megin. Hæll: 1.prj. Réttan: Prjónið slétt þar til 6-6-6-6-6-6 l eru eftir á prjóninum, takið næstu lykkju fram af óprjónaða prj 1 l sl og lyftið óprjónuðu l yfir snúið. 2. prj. Rangan: Prjónið brugðið þar til 6-6-6-6- 6-6 eru eftir á prjónunum, takið næstu lykkju óprjónaða fram af, prjónið brugðið næstu l og lyftið óprjónuðu lykkjunni yfir. 3 prj. Réttan: Prjónið slétt þar til 5-5-5-5-5-5 l eru eftir á prjónunum, takið næstu l óprjónaða prjónið 1 l sl og lyftið óprjónuðu l yfir. Snúið. 4 prj. Rangan: Prjónið brugðið þar til 5-5-5-5- 5-5 eru eftir, takið næstu l óprjónaða prjónið 1 l brugðna og lyftið óprjónuðu l yfir, snúið. Haldið áfram þannig þar til 8-10-10-10-10-12 l eru eftir á prjónunum. Eftir hælúrtökuna eru teknar upp 8-9-9-10- 10-10 á hvorri hlið á hælnum og lykkjurnar af hjálparbandinu að fram teknar upp á prjóna. Samtals 44-48-48-52-52-54 l. Prjónið slétt og takið úr sitt hvoru megin við merkin. Prjónið síðustu 2 l saman fyrir lykkjurnar ofan á fætinum og fyrstu 2 l saman. Endurtakið þetta í annarri hvorri umferð 4 sinnum fyrir allar stærðir, þá eiga að vera 34-38-38-42-42-44 l á prjónunum. Prjónið þar til sokkurinn mælist 10-11-13-14-16-18 cm frá merkinu við hælinn. Nú eru ca 3-4-4-4-4-4 cm þar til sokkurinn er tilbúinn. Þá er jafnað á prjónunum og sett merki í hvorri hlið,17-19-19- 21-21-21 l að ofan og jafn margar að neðan. Nú er tekið úr báðum megin við merkin fyrir tánni, þ.e. prjónað þar til 3 l eru að merki, þá teknar 2 l saman 2 l sl og 2 saman, merkið er á milli sl lykkjanna. Endurtekið aðra hverja umferð 2-3-3-2-2-2 sinnum í viðbót. Síðan í hverri umferð alls 2-2- 2-4-4-5 sinnum, þá eiga að vera alls 14-14-14- 14-14-12 l á prjónunum. Í síðustu umferð eru 2 og 2 l teknar saman, klippið á þráðinn og dragið þráðinn í gegnum l sem eftir eru. Gangið frá endum. Góða skemmtun og gleðilegt nýár. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Man vel þegar litla systir fæddist 9 Aðalheiður Ella hor r á bíómyndir þegar það er kósýkvöld. Bækur og geisladiskar = Blátt Fever = Sleppa = Dali drapplitt = Hvítt Nepal = Svart Nepal = Dali drapplitt = Slétt = Brugðið = Takið 1 L óprjónaða, prj 1 L sl og lyftið óprj L yfir = 2L sléttar saman HS Tókatækni gaf út nýjan DVD-pakka fyrir síðustu jól. Í pakkanum eru tveir DVD- diskar með fjölbreyttu efni fyrir u.þ.b. frá árunum 1940 til 1980. Þar er m.a. rætt við Sigmar á Lindarbakka, Þórodd Má Árnason frá Kistufelli og Viðar Bjarnason, Ásólfsskála, en þeir eru allir vélasafnarar sem gaman er að kynnast. Þá er komið við á Sunnlenskum sveitadögum, sýningu Fornvélafélags Íslands á Hvolsvelli, Pardus-akstursleikninni á Hofsósi, Traktorstorfærunni á Flúðum og í Skógræktinni í Hallormsstað þar sem aldnir höfðingjar eru enn í fullri vinnu. Efnisöflun fór fram sumarið 2012. HS Tókatækni er fyrirtæki Hjalta Stefánssonar og Heiðar Óskar Helgadóttur. Hjalti er lands- mönnum að góðu kunnur sem myndatökumaður Sjónvarpsins á Austurlandi á árunum 1999-2012, þar sem hann sá að mestu leyti um myndatökur og klippingar Sjónvarpsfrétta og annars sjónvarpsefnis af Austurlandi. Ekki skemmir fyrir að Hjalti er mikill áhugamaður um dráttarvélar og hefur varið frístundum við að koma sínum eigin vélum í gott stand. HS Tókatækni með DVD- diska um eldri dráttarvélar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.