Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Íslensk hönnun Vöruhönnuðirnir Edda Jóna Gylfadóttir og Helga Björg Jónasardóttir stofnuðu hönnunar- fyrirtækið Björg í bú árið 2009, fljótlega eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands. Hönnun þeirra er æði fjölbreytt, allt frá skurðarbretti, hnífastandi, hitaplöttum og flíkum úr íslenskri ull. Upphaf: Við byrjuðum að vinna saman strax eftir útskrift úr LHÍ, þar sem við vorum í raun í miðju kafi við að þróa verkefni sem var mjög stórt og viðamikið. Þetta verkefni heitir Örflögur (Arctic snack) sem eru hollar, fitulausar kartöfluflögur sem við síðan kynntum á Hönnunarmars árið 2011. Við stofnuðum Björg í bú í upphafi þessarar vinnu og höfum verið að síðan. Hráefni: Síðan 2009 höfum við sett ýmsar aðrar vörur á markað undir vörumerkinu BÚ. Björg í bú hefur alltaf lagt áherslu á íslenska framleiðslu í hönnun sinni og kappkostar að nýta þá möguleika sem finnast hjá íslenskum framleiðslu- fyrirtækjum. Þannig höfum við til dæmis unnið mikið með íslensku ullina. Peysuleysi er ein þeirra vara sem við höfum þróað úr íslenskri ull og hefur fengið frábærar viðtökur. Það gerðum við í samstarfi við Glófa. Peysuleysið er margnota flík sem hægt er að nota á óteljandi marga vegu. Síðan höfum við einnig hannað litríka vöru úr ull sem er BÚ-hitaplattar, sem og BÚ-Hlýju sem er hlýtt höfuðfat fyrir ekta íslenskar aðstæður. Við höfum einnig notað annan náttúrulegan efnivið eins og timbur/ við. Úr honum hafa komið á markað nokkrar vörur eins og BÚ- hnífa segull, BÚ-kjötbretti og BÚ- barnagull. Innblástur: Allt mögulegt veitir okkur innblástur. Náttúran, umhverfið, mannlífið, húmor og tilfinningar. Einnig alls kyns efni og ónýttir möguleikar sem við sjáum eitthvað sniðugt út úr. Okkur finnst gaman að fíflast og gerum það eins oft og við getum. Þá fæðast alltaf einhverjar skemmtilegar hugmyndir. Fram undan: Við erum alltaf með hugann við frekari þróun á okkar eigin vörum og að búa til eitthvað nýtt. Við erum í augnablikinu að vinna að vörum sem við stefnum á að kynna á Hönnunarmars í mars á þessu ári. Það er alltaf gaman að vera með á þessum einstaka hönnunarviðburði á Íslandi. /ehg Leggja áherslu á íslenska framleiðslu Vöruhönnuðirnir Edda Jóna Gylfadóttir og Helga Björg Jónasardóttir stofnuðu hönnunarfyrirtækið Björg í bú árið 2009 og hafa sett fjölmargar vörur á markað. Edda Jóna og Helga Björg hafa notað náttúrulegan efnivið sem úr hafa orðið BÚ-hnífasegull og BÚ-kjötbretti ásamt BÚ-barnagullum. Skínandi festi með endurskini. Húfurnar Hlýja úr íslenskri ull. Litríku BÚ-hitaplattarnir sem gerðir eru úr ull. Björg í bú tók þátt í hönnunar- samkeppni um nytjahlut í anda Ás- mundar Sveinssonar sem verslun- in Kraum, Listasafn Reykjavíkur og Hönnunarmiðstöð Íslands stóðu fyrir árið 2010. Hér er verðlauna- tillagan, Minn Ásmundur, sem er þrívíddarpúsluspil.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.