Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Líkur á mun meiri olíu í jörðu en áður var talið - gríðarlegt magn olíu talið vera í jarðlögum vestur undir Klettafjöllunum í Bandaríkjunum Því hefur um langt árabil verið haldið fram að hámarki olíu- vinnslu úr jörðu í heiminum yrði náð á næstu árum. Því töldu flestir vísindamenn að um eða upp úr 2015 færi vinnsla þverrandi í takt við það sem olíulindir tæmdust. Svo virðist sem fullyrðingar í þessa veru séu langt frá því að standast og enn verði langt í að olíulindir á jörðinni verði fullnýttar. Jafnvel þótt allt um þryti væri hægt að framleiða olíu úr lífmassa í stórum stíl eins og ýmsar þjóðir hafa verið að gera tilraunir með. Íslendingar í olíubransann Það liggur fyrir að farið er að ganga verulega á olíu í jörðu á þekktum vinnslusvæðum víða um lönd. Olíuleitarfyrirtækin hafa því keppst við að finna ný svæði til að leita á og hafa þjóðir heims þar litið hýru auga til norðurheimskautsins, þar sem hafísinn hefur farið minnkandi ár frá ári. Það skýrir m.a. að hluta áhuga stórþjóða á að tengjast Íslandi nánari böndum. Norðmenn og Rússar hafa þegar fundið miklar gas- og olíulindir í Barentshafi og miklar væntingar eru nú um að olía finnist líka í miklum mæli á Drekasvæðinu norðaustur af Íslandi. Hafa norskir olíusér- fræðingar leitt líkur að því að þar geti mögulega verið stærri olíulindir en í Norðursjónum. Áhugi norskra ríkisolíuleitarfyrirtækja hefur ýtt enn frekar undir þessar væntingar. Þá hafar orðið miklar tæknifram- farir í vinnslu olíu á miklu hafdýpi sem gerir vinnslu á Drekasvæðinu líklegri en ella, en þar er hafdýpið allt að 15 kílómetrar. Margsinnis hefur þó verið bent á sterkar vís- bendingar um að olíu sé að finna mun nær Íslandi, á Gammsvæðinu í landgrunninu fast við norðurströnd Íslands. Enn sem komið hafa yfir- völd hér á landi þó engar ákvarðanir viljað taka um olíuleit á því svæði. Tvö leyfi gefin út til leitar á Drekasvæðinu Orkustofnun gaf hinn 4. janúar 2013 út tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þar voru við- staddir olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, og Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköp- unarráðherra. Petoro Iceland AS, útibú á Íslandi, er leyfishafi í báðum leyfunum fyrir hönd norska ríkisins, samkvæmt ákvörðun norska stór- þingsins frá 18. desember sl., til sam- ræmis við samning milli Íslands og Noregs frá 1981 um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen og bókun við áðurnefndan samning frá nóvember 2008. Annað leyfið er til Faroe Petroleum Norge AS sem rekstrar- aðila með 67,5% hlut, Íslensks kolvetnis ehf. með 7,5% hlut og Petoro Iceland AS með 25% hlut. Hitt leyfið er til Valiant Petroleum ehf. sem rekstraraðila með 56,25% hlut, Kolvetnis ehf. með 18,75% hlut og Petoro Iceland AS með 25% hlut. Slagurinn um svarta gullið Olíuvinnsluréttindum hafa fylgt mikil átök og nokkrar styrjaldir á liðnum áratugum hafa snúist beint og óbeint um aðgengi að „svarta gullinu“ svokallaða. Sem helsta olíuframleiðsluríkið fyrr á tíð og lengst af stærsta olíuneysluríkið hafa Bandaríkjamenn átt aðild að styrj- öldum sem augljóslega voru háðar til að tryggja aðgengi að olíu. Óttinn við að búið væri að finna megnið af þeim olíulindum á jörðinni sem skynsamlegt væri að vinna hefur ýtt undir átök. Forsendur mögulega að breytast Allar forsendur kunna nú að vera að breytast og sterkar líkur eru á að Bandaríkin geti aftur öðlast sess sem langumsvifamesti olíu- framleiðandi í heimi. Ekki vegna landvinninga eða að Kaninn komi aftur með hersveitir til Íslands til að yfirtaka Drekasvæðið, heldur vegna nýrra risaolíulinda í Bandaríkjunum sjálfum. Meiri olía en áður hefur fundist í heiminum Undanfarin 7-8 ár hafa verið að berast óljósar fregnir af mögu- legum miklum olíufundi í og við Klettafjöllin í vesturhluta Bandaríkjanna. Hinn 8. ágúst 2005 gaf Bush Bandaríkjaforseti út tilskipun um að þrjú fyrirtæki fengju leyfi til að leiða leit að olíu í Klettafjöllunum í Colorado og Utah. Tilraunaboranir voru þá þegar hafnar. Um áramótin 2005-2006 gaf orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna út tilkynningu um að innan landa- mæra Bandaríkjanna væri að finna meiri olíu en á öllum olíuvinnslu- svæðum í heiminum. Áætluðu yfir- völd að olían þar í landi samsvaraði 8 sinnum olíulindum Sádi-Arabíu, 18 sinnum olíulindum Írans, 21 sinni olíulindum Írak og 22 sinnum olíulindum Kúvæt. Þá samsvöruðu þessar olíulindir Bandaríkjamanna 500 sinnum olíulindum Írana. Öldungardeildarþingmaðurinn Orrin Hatch sagði í The Denver Post að þessar olíulindir væru yfirþyrmandi. „Hver hefði þorað að geta sér til um að aðeins í Colorado og Utah væri meiri vinnanleg olía en í Mið- Austurlöndum samanlagt.“ Billjónir tunna Í apríl 2006 var t.d. frétt á Report Online undir fyrirsögninni „Bandarískur olíufundur – stærstu lindir í heimi“ (US oil discovery – Largest Reserve in the World). Þar segir m.a. að falið á um 1000 feta dýpi undir yfirborði í Klettafjöllunum liggi stærsta óaftappaða „olíulind“ í heimi, með meira en 2-3 billjónum (1012) tunna. Þarna er aðallega um að ræða olíurík leirsteinslög og sérstaka hitatækni þarf til að ná olíunni úr leirsteininum sem oftast er mokað upp úr yfirborðsnámum líkt og tjö- rusandinum. Talið er að slík vinnsla borgi sig ef olíuverðið helst fyrir ofan 65 dollara á tunnu. Samsvarandi vinnsla hefur m.a. verið stunduð í Evrópu síðastliðin þrjátíu ár sam- kvæmt eistneska fyrirtækinu Enefit sem líka er með starfsemi á þessu nýja olíusvæði í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segist vonast til að geta hafið vinnslu í Nevada um 2020. Gæti fullnægt olíuþörf Bandaríkjanna Í skýrslu GAO (U.S. Government Accountability Office) frá því í októ- ber 2010 kemur fram að líkur séu á að olía sem bundin sé í olíuríkum leirsteinsjarðlögum (e. oil shale), eða olíusteini, innan landamæra Bandaríkjanna ætti að fara langt með að fullnægja olíuþörf landsins til langs tíma. Áætlað sé að á Green River-svæðinu, sem nær yfir hluta af Wyoming, Utah og Colorado, megi finna um 3 billjónir tunna af olíu (3.000.000.000.000 tunnur í evrópskum mælikvarða). Þetta geti haft umtalsverð áhrif á efnahagsmálin í landinu en neikvæðu þættirnir geti þó líka verið umfangsmiklir, sér í lagi varðandi umhverfismál. Mælieiningin olíutunna sem oftast er miðað við, er 159 lítrar. Hún á rætur að rekja til notkunar á 42 (US) gallona trétunnum sem not- aðar voru undir olíu á vinnslusvæði í Pennsylvaníu árið 1860. Stærsti olíufundir í sögu Bandaríkjanna Í MailOnline hinn 5. nóvember sl. var greint frá því að hið írska dótturfélag fyrirtækisins U.S. Oil and Gas í Dublin hefði trúlega fundið stærstu olíulind í sögu Bandaríkjanna. Fyrirtæki sem hafði verið að bora í Hot Creek Valley í Nevada með nýrri tækni hafði hugsanlega komið niður á lind sem gæti gefið af sér um 187 milljón olíutunnur. Töluðu fjölmiðlar á svæðinu um að þarna væri gríðarlegt „olíustöðuvatn“. Er þó sagt að enn eigi eftir að fullkanna stærð þessa olíusvæðis. Fyrirtækið hefur leitarleyfi á 25 þúsund ekrum í Hot Creek Valley. Leiddu þessar fregnir til mikillar eftirspurnar eftir hlutabréfum í félaginu, sem hækkað hafa um 1.000%. Ekki eintóm hamingja Vinnsla olíu úr jarðlögunum sem um ræðir er ekki einföld og er bent á að við vinnslu þessarar olíu þurfi mikið af vatni, sem geti gengið snarlega á grunnvatnið. Þá er líka bent á að vinnslan geti haft veruleg áhrif á loft- gæði á svæðinu og leiði af sér mikil umhverfisspjöll, eins og þekkt er við vinnslu á olíusandi í Kanada. Um 72% af umræddum jarðlögum eru á Green River-svæðinu, á svæði sem er í eigu opinberra aðila. Möguleg vinnsla þarf því að vera samþykkt af fjölmörgum stofnunum og ráðu- neytum. Víðar finnast nýjar olíulindir Fyrir utan þetta hafa stöðugt verið að berast nýjar fréttir af nýjum olíulindum á Mexíkóflóa. Þar fann t.d. Exxon Mobil Corp. sína stærstu olíulind sumarið 2011, sem talin er geta gefið af sér um eina milljón tunna af olíu. Deilur hafa þó staðið yfir milli fyrirtækisins og bandarískra yfir- valda fyrir dómstólum um vinnslu- rétt fyrirtækisins á svæðinu, þar sem það hafi ekki sinnt kröfum yfirvalda. Mikill uppgangur hefur einnig verið í nágrannaríkinu Kanada í vinnslu á olíusandi og olíusteinn finnst einnig á stórum svæðum víða um heim. Möguleikarnir til olíuvinnslu liggja því víða á svæðum sem áður þótti ekki borga sig að vinna. Þá hafa olíu- fyrirtækin verið að stíga sín fyrstu skref í olíuleit við Grænland, þar sem væntingar eru miklar. Þess má geta að jarðlög á Drekasvæðinu munu vera af svipuðum toga og finnast við Grænland. Hvað sem gerist munu Íslendingar njóta nálægðar landsins við möguleg vinnslusvæði í fram- tíðinni þótt enn sé ekkert sem hönd er á festandi. /HKr tlit er fyrir að Nevada verði ö ugasta olíuvinnslusvæði Bandaríkjanna á næstu áratugum. Sterkar líkur eru taldar á að olía nnist í miklum mæli á Drekasvæðinu en langt er í land að óyggjandi niðurstöður olíuleitar liggi fyrir. Þegar Norðmenn fundu sína fyrstu olíu í Norðursjó voru þeir um það bil að gefast upp eftir nærri 100 árangurslausar boranir. Gríðarleg olía er talin bundin í olíusteini í Nevada og meira en sú olía sem unnin hefur verið í heiminum hingað til. Hér sést uppgröftur úr olíuríkum sandsteinslögum sem nna má víða um heim. Úttekt Olíuríkur sandsteinn. Mælieiningin olíutunna sem oftast er miðað við, er 159 lítrar. Hún á rætur að rekja til notkunar á 42 (US) gallona trétunnum sem notaðar voru undir olíu á vinnslusvæði í Pennsylvaníu árið 18 0.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.