Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Fréttir Ég er ekki með meiraprófið né vinnuvélaréttindin. Þegar ég var í framhaldsskóla slógu nokkrir félagar mínir lán til að taka meiraprófið en ég var með einhvern barlóm og fór ekki í bankann til að redda yfirdrætti. Félagar mínir borguðu síðan yfirdráttinn sinn og gott betur strax sumarið eftir með vinnu á gröfum og vörubílum á meðan ég tutlaði úr kúm. Ekki að ég sé að kvarta, það er fínt að mjólka, en stundum hef ég verið í aðstæðum þar sem hefði verið gagnlegt að hafa prófið. Á árunum 1999 til 2002 stóð yfir átaksverkefni undir yfirskriftinni Fegurri sveitir. Það verkefni gekk, eins og nafnið gefur til kynna, út á að fegra sveitir landsins. Fjölmörg atriði voru undir, svo sem að hreinsa burt brotajárn, plast og spilliefni, að rífa og farga ónýtum byggingum, að laga eða fjarlægja lélegar girðingar, mála hús og almennt að snyrta í kringum sig. Er það nokkuð samdóma álit fólks að átakið hafi skilað góðum árangri á meðan það stóð og hafi haft góð áhrif til lengri tíma. Fyrir nokkrum árum keyrði ég ásamt félögum mínum hringveginn með stoppi á Héraði þar sem við tókum þátt í Stóra Lomberdeginum á Skriðuklaustri. Við lögðum af stað frá Reykjavík og keyrðum suðurleiðina austur og svo norður- leiðina suður aftur. Á leiðinni ákváðum við að stofna fyrirtæki sem færi með skurðgröfu og jarðýtu um sveitir landsins og tæki að sér að urða hálfhrundar byggingar, rusl og drasl sem allt of víða skar í augun á ferð okkar eftir þjóðveginum. Ákveðið var að sækja um stuðning landbúnaðar ráðuneytisins, sem þá var, og umhverfis- ráðuneytisins. Hvort verkefnið lognaðist út af vegna þess að ég var ekki með meiraprófið og vinnuvélaréttindin eða vegna þess að við vorum þunnir á leiðinni heim man ég ekki. Í það minnsta varð ekki af því. Ég hef hins vegar iðulega hugsað til þessa stórhuga verkefnis okkar félaga, sem aldrei varð af, þegar ég hef ferðast um landið eftir þetta. Þrátt fyrir vitundar vakningu um umhverfismál, sem og um ímynd land búnaðar á Íslandi, finnst mér að víða sé ekki nóg að gert. Það er ekki skemmtilegt að keyra um grösugar sveitir ef bílakirkjugarðar eru á öðrum hverjum bæ. Ónýtar byggingar, engum til gagns en hugsanlega til tjóns, eru heldur ekkert augnayndi. Ruslahaugar á víð og dreif á jörðum eru sömuleiðis algjör óþarfi. Íslenskir bændur eru matvælaframleiðendur og gæslumenn landsins. Það er ekki ósanngjarnt að gera þá kröfu að þeir sinni umhverfi sínu, gangi um það af snyrtimennsku og alúð. Það er ekkert mál að búa snyrtilega. Það þarf heldur ekki að vera kostnaðarsamt. Ef bændur venja sig á að hirða um hlutina jafnóðum, ganga frá tækjum og tólum, farga aflóga drasli og sýna almenna snyrtimennsku, þá gengur þetta eins og smurð vél. Þannig líður öllum betur, hvort sem er bændum, búfé eða þeim sem leið eiga um landið. Sveitarfélög og íbúar eiga að taka höndum saman um að búa til fegurri sveitir. Annars neyðist ég til að taka meiraprófið. /fr STEKKUR Leifur minnist þess að á fyrstu árunum hafi hann fengið viðurnefnið óheppni, enda voru smáskurðarslys ansi tíð og ferðirnar á slysadeildina þar sem gert var að sárum hans ófáar. „Ætli ég sé ekki með svona 50 spor í hendinni og framhandleggnum, maður var sí og æ að skera sig í gamla daga, enda alltaf með hnífinn á lofti,“ segir hann. Kandídatarnir á slysadeildinni tóku honum fagnandi enda gott að æfa saumaskapinn þegar Leifur mætti með skurðarsár sín á deildina. Skurðum fór síðan fækkandi eftir því sem árin liðu og breytt vinnulag hafði í för með sér minni hættu á skurðarsárum. Neysluvenjur hafa gjörbreyst Leifur nefnir að miklar breytingar hafi orðið á störfum kjötiðnaðar- manna á þeirri hálfu öld sem hann hefur starfað við fagið. Aukin vél- og tækjavæðing hafi sett mark sitt á þessa grein líkt og aðrar. Betri tæki og tól hafi gert störfin léttari líkamlega og tölvur sem áður þekktust ekki gegni nú að mörgu leyti lykilhlutverki í vinnslunni. Þá nefnir Leifur að neysluvenjur hafi gjörbreyst í áranna rás og séu allt aðrar en voru á þeim tíma þegar hann hóf afskipti af kjötiðn á miðjum sjöunda áratugnum. Hann nefnir m.a. að í þá tíð hafi fyrirtækið framleitt lifrarkæfu í miklu magni, KEA lifrarkæfu í litlum dósum sem runnu í stríðum straumum úr hillum verslana og þótti afskaplega gott álegg. Þá hafi mikið verið soðið niður af matvælum og þau notið mikilla vinsælda. Niðursoðin saxbauti þótti til að mynda herramannsmatur og fast á hæla hans komu bæjarabjúgu, líka soðin niður í dósir. Matur af slíku tagi heyrir nú sögunni til að sögn Leifs og ekkert er lengur soðið niður hjá fyrirtækinu. Sama má segja um til að mynda hamsatólg sem framleidd var í miklu magni áður fyrr, „en nú vill enginn lengur sjá fitu,“ segir hann. Menn héldu að maðurinn væri klikkaður Eitt af því sem tekið hefur breytingu í neyslumynstri þjóðarinnar er að grillmat hefur verið tekið opnum örmum og leikur hann nú stórt hlut- verk þegar kemur að máltíðum yfir sumarmánuðina. Leifur segir að grillkjöt hafi um árin átt vaxandi vinsældum að fagna og sér ekki fyrir sér að þær muni dvína á næstu árum. Hann rifjar upp þegar fyrst sást til manns grilla á Akureyri, líklega á sjöunda áratugnum áður en bæjarbúar höfðu almennt kynnt sér þessa nýjung. „Menn héldu að maðurinn væri klikkaður, að elda mat úti undir berum himni, en svo fór þetta smám saman að breiðast út og núna er enginn maður með mönnum nema hann sé liðtækur við grillið,“ segir Leifur, sem var einn af frumkvöðlum Norðlenska á sínum tíma þegar grillkjötið fór að ryðja sér til rúms. Þegar Leifur lítur yfir farinn veg kveðst hann sáttur, kjötiðn sé skemmtileg starfsgrein og hann hafi unnið með ótalmörgu eftirminnilegu fólki um árin. „Lambakjötið er alltaf best,“ svarar hann spurður um uppáhaldskjötið og nefnir þar vitanlega bestu bitana; hrygg og læri. Ekkert toppi lambakjötið að gæðum. Hann kvíðir ekki verkefnaleysi þótt ekki mæti hann lengur í vinnuna hjá Norðlenska, „það er alltaf hægt að finna sér nóg að gera og mér mun ekki leiðast,“ segir hann og nefnir að hann muni nú á næstunni leggja börnum sínum lið og gæta barnabarnanna, sem sé afar gefandi og skemmtilegt verkefni. /MÞÞ Leifur Eyfjörð Ægisson kjötiðnaðarmaður starfaði í nær hálfa öld hjá Norðlenska og forverum: Lambakjötið er alltaf best Norðlenska kvaddi Leif með virktum þegar hann lét af störfum nýverið eftir langan feril hjá fyrirtækinu. Með honum á myndinni eru Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri, lengst til vinstri, þá Leifur, Reynir Eiríksson framleiðslustjóri og Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri. Fegurri sveitir Starfsfólk Norðlenska gaf sér tíma í dagsins önn til að kveðja kjötiðnaðarmanninn Leif Ægisson. Leifur Eyfjörð Ægisson kjötiðnaðarmaður starfaði hjá Norðlenska og forverum þess í nær hálfa öld en lét af störfum nú um nýliðin áramót. Vegagerð á Djúpvegi verðlaunuð – kaflinn Djúpvegur, Reykjanes – Hörtná, fékk verðlaun fyrir hönnun og frágang Vegagerð á kaflanum Reykjanes – Hörtná á Djúpvegi, sem liggur meðal annars yfir Mjóafjörð, fékk Vörðuna, viðurkenningu Vegagerðarinnar vegna hönnunar og frágangs vegamannvirkja á árunum 2008-2010. Hluti þeirra sem að verkinu stóðu tók við viðurkenningum á Ísafirði í desember en seinni hlutinn í Reykjavík 17. janúar. Á vefsíðu Vegagerðarinnar kemur fram að Veghönnunardeild Vegagerðarinnar hafi hannað veginn, brúadeild Vegagerðarinnar og Efla verkfræðistofa hönnuðu brýr og Eftirlit og umsjón framkvæmdar var í höndum nýframkvæmdadeildar Norðvestursvæðis Vegagerðarinnar. Verktakar voru í sameiningu tvö vestfirsk fyrirtæki, KNH ehf. og Vestfirskir verktakar. Vegagerðin veitir viðurkenningu vegna hönnunar og frágangs vegamannvirkja á þriggja ára fresti. Tilgangurinn með viðurkenningunum er að efla vitund um útlit og frágang mannvirkja meðal starfsmanna og verktaka Vegagerðarinnar, stuðla að umræðu þar um og að vitna um ákveðinn vilja yfirstjórnarinnar á þessu sviði. Umhverfis- og öryggisnefndir Vegagerðarinnar tilnefna þau mannvirki sem þær telja skara framúr hverju sinni. Dómnefnd fer og skoðar allar tilnefningar og metur þær. Í umsögn dómnefndar um verðlaunakaflann segir: „Vegurinn liggur um fjölbreytt og fallegt landslag, um nes, firði, eyju og hálsa. Á honum eru nokkrar brýr, þar af ein yfir Reykjafjörð, önnur yfir Vatnsfjarðarós og þriðja yfir Mjóafjörð. Vegurinn er vel lagður og gjörbreytir samgöngum um Ísafjarðardjúp til hins betra. Landslagið meðfram veginum er vel lagað að óhreyfðu landi og uppgræðsla hefur tekist vel. Útsýnið af veginum er mjög fallegt og brúin yfir Mjóafjörð er glæsilegt og minnisstætt kennileiti í landslaginu. Aðrar brýr eru vel útfærðar. Áningarstaðir við brúna í Mjóafirði eru vel staðsettir til útivistar. Frágangur er á heildina litið góður, ekki allur fullkominn en heildaryfirbragð framkvæmdarinnar er mjög gott. Straumur í brúaropi í Reykjafirði er of mikill. Á áningarstað Reykjanesmegin í Mjóafirði eru nestisborð á góðum stöðum, en útbúa þarf gönguleið að þeim vegna krafna um aðgengi fyrir alla.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.