Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 halda ekki burði í október fara inn á hefðbundinn tíma og bera í febrúar. Meðalnyt eftir ána er 50 kg og verðið sem fæst fyrir er 1 evra/lítra (164 kr./lítra) að sumri en 1,45 evra/lítra (238 kr./lítra) að vetri. Framleiðslan er eingöngu til ostagerðar. Fjórir starfsmenn sjá um mjaltirnar, sem fara fram í 40 kinda Westfalia-mjaltabás með 20 mjaltatækjum. Einnig er til færanlegur mjaltabás sem getur farið á milli beitarhólfa. Mjaltaskeiðið stendur í 6-7 mánuði og taka hverjar mjaltir í mjaltabásnum um 3 klst. með afköstin 180-220 kindur á klst. Mjólkurhús er sambærilegt góðu mjólkurhúsi á kúabúi á Íslandi með 1.700 lítra mjólkurtank og forkæli. Prófað var að nota sæðingar í gegnum kviðvegg fyrir tveimur árum með mjög litlum árangri og því sjálfhætt. Sónarskoðun er notuð til að staðfesta fang. Ullin stendur ekki undir kostnaði við rúninginn Bordier Collie hundar eru notaðir við smölun með smalahirði en afbrigði Sankti Bernarðshunda nýttir sem varðhundar, til dæmis gegn úlfum og björnum. Lömb eru halastýfð við fæðingu og fé rúið tvisvar á ári. Mikið vantar upp á að tekjur af ull standi undir kostnaði við rúninginn. Í hjörðinni eru um 120 kindur í einkaeigu, þær eru leigðar af eigendunum og mjólkaðar yfir sumartímann á vegum fyrirtækisins en sendar heim til sín yfir veturinn. Leigugjaldið fyrir ána nemur sex kg af sauðaosti. Eigendur kindanna fá sjálfir lömbin undan þeim. Í þriðju og síðustu greininni verður fjallað um heimsóknir hópsins þegar hann fór um Tékkland. Upprennandi varðhundarnir með eiganda sínum á Fuggerov Dcor-búinu. Í bakgrunni má sjá reykkofann þar sem ostarnir eru reyktir. Eitt nútímalegasta býlið á PD Ocova-búinu. Veðurbarinn smali og varðhundur í Lupca. Smalinn að störfum – hvað telur hópurinn margar ær? (Svar í næstu umfjöllun.) Leggjum drög að framtíðinni „Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land, því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand.“ söng maðurinn hér um árið. Mér verður oft hugsað til þessara orða og finnst ennþá gaman að þau vöktu mig til mikillar umhugsunar, strax á unga aldri. Höfum við farið eftir þessum orðum eða hundsað þau? Hver er staða nýliða í landbúnaði þessa stundina? Í umræðum um Bændaskólann á Hvanneyri fæ ég oft spurninguna „er mikil aðsókn í þetta nám?“ Sögur af lítilli endurnýjun og nýliðun innan landbúnaðargeirans hafa náð nokkrum eyrum og þeir sem hafa aðeins heyrt þá hliðina verða oft undrandi að heyra af þeirri aðsókn í Bændaskólann sem viðgengst í dag. Fyrir um ári var aðeins hægt að taka helming þeirra inn sem sóttu um í Bændaskólanum og í ár var bekkur búfræðinema á fyrsta ári stækkaður til muna til að anna eftirspurn og reyna að bæta samstarf við háskólastigið (búvísindi). Áhuginn er til staðar. Því miður er það aðeins brot af þeim fjölda sem fer í þetta nám sem skilar sér að lokum til vinnu innan landbúnaðar. Við skulum ímynda okkur að við búum í heimi þar sem peningar skipta ekki máli, allir sinna einhverju hlutverki í þjóðfélaginu, skila sínu og fá sitt. Allir geta gert það sem veitir þeim raunverulega hamingju. Þessar aðstæður leggur prófessor einn í Bandaríkjunum fyrir nemendur sína árlega, hann gefur þeim þessar aðstæður og spyr svo: „Hvað myndir þú gera ef peningar skiptu ekki máli?“ Þar sem fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum í þessu samhengi, koma upp svör eins og ljóðskáld, rithöfundur, tamningamaður og bóndi. Já, könnun sem tekin er á ári hverju meðal ungmenna segir okkur að aðeins ef þessi ungmenni lifðu í draumaveröld þar sem peningar skiptu engu máli myndu þau hugleiða það að verða bændur. Í Bretlandi er komin upp slæm staða. Eins og þróunin lítur út núna þurfa Bretar um 60.000 nýja bændur á næstu 10 árum inn í atvinnugreinina til að viðhalda henni. Þetta var búið að vera í uppsiglingu lengi, en það var ekki fyrr en meðalaldur bænda fór að nálgast 60 árin sem þeir vöknuðu, og þá við slæman draum. Því miður stefnir allt í sömu átt hérlendis, en meðalaldur bænda hér er 54 ár, miðað við Hagtölur landbúnaðarins frá 2010. Á Íslandi skortir ekki áhuga, þar skortir ekki hugmyndir og heldur ekki markaðinn. Og síst af öllu skortir okkur fjölda ungs fólks sem sem vill af hugsjón starfa við landbúnað eða á sviðum tengdum honum í komandi framtíð. Það skortir aðeins úrlausnir, einfaldanir og aðstoð. Nú er ég alls ekki að gagnrýna þá aðstoð sem nýliðum býðst en íslenskur landbúnaður er ögn farinn að líkjast konungsfjölskyldum í hinum fjarlægu löndum. Með þessu dæmi er ég að reyna segja, að ef þú ert ekki fæddur inn á jörð í rekstri, þá er eiginlega engin leið handa þér að byrja búskap í dag. Jörð, búvélar og önnur tæki, verkfæri, kvóti/ærgildi, gripir, kjarnfóður, áburður, olía. Nú er ég aðeins að telja upp brot af því sem nýliði í landbúnaði þarf að leggja út á einu ári og hvert og eitt þessara atriða getur skipt milljónum í kostnaði, allt eftir því hvort jörðin er í rekstri eður ei þegar tekið er við henni. Til er fólk sem hefur ekki beina leið að jörð í rekstri en hefur samt sem áður þann draum að starfa við landbúnað í komandi framtíð. Í dag sér þetta fólk ekki neina beina leið að búrekstri, skuldsetning sú sem það þyrfti að leggja á sig til að geta borgað af fjárfestingunni heillar ekki heldur dregur dug úr fólki, þar sem ekki er sjáanlegt að eignarhlufallið verði það sem eðlilegt getur talist á einum mannsaldri. Eins og gildir um skólagöngu ungs fólks, þar sem stendur að viðkomandi eigi að geta stundað nám óháð uppruna, stöðu innan þjóðfélagsins, trúarskoðunum og öðrum félagslegum þáttum, finnst mér að hvert ungmenni sem hafi vilja og áhuga til að starfa innan landbúnaðargeirans eigi að geta gert það, óháð uppruna og öðrum þáttum. Þá bendi ég til fyrri orða minna, að viðkomandi á ekki að þurfa að vera úr sveit, eiga ennþá beina tengingu við búrekstur og/eða vera næstur í röðinni til að taka við bústjórasæti á jörð í rekstri. Ég vil sem ungur bóndi að allt það drífandi og efnilega fólk sem hefur það framtíðarmarkmið að starfa í landbúnaði eða tengdum greinum fái til þess raunhæf tækifæri. Margar ástæður liggja að baki þessa, þar má meðal annars nefna efnahaginn, vaxandi verðbólgu, verðtryggingu lána og þar af leiðandi hækkandi kostnað aðfanga og verðhugmyndir á jörðum sem eru oft á þann veg að ekki er hægt að hefja né halda áfram búskap á þeim. Og hver verður afleiðingin? Munum við horfa upp á sama vandamál og Bretar eftir einhver ár eða munum við hafa snúið vörn í sókn í landbúnaðarmálum og gert aðgang nýliða að greininni auðveldari og sjálfsagðan? Unga fólkið flýr ekki sveitir eingöngu vegna þess að annað heillar, heldur einnig vegna þess að annað er ekki í boði. Framtíð umvafin skuldum sem ekki er hægt að borga með afkomu af vísitölubúi nútímans á einni mannsævi stuðlar hvorki að uppbyggingu né eðlilegri nýliðun. En hvað heillar þá? Frelsið til að ákvarða sjálfur hvert þitt næsta skref er. Að starfa á þínu áhugasviði og við það sem veitir þér mesta hamingju. Val á búfjártegundum og hundruðum hugmynda í kringum hvert og eitt, bæði í ræktun, úrvinnslu og markaðssetningu. Rækta landið og bæta gæði þess, vinna þannig í sátt við náttúruna. Öll útiveran, fjölbreytni milli árstíða og engir tveir dagar eru eins. Það er magnað að heyra frá ungu fólki hvaða hugmyndir það hefur fyrir íslenskan landbúnað og hvað þeim langar að framkvæma í komandi framtíð. Sumir myndu segja þetta vera of háleit markmið en ég hef aldrei heyrt af gullverðlaunahafa sem talaði aðeins um að tapa og æfði aldrei neitt. Við getum fundið leið í sameiningu til að auðvelda aðkomu ungs fólks inn í greinina og hvert skref sem tekið er í þeim málum er skref í rétta átt. Máltækið segir að margar hendur vinni létt verk. Við erum samstíga í því að finna lausn til að kynslóðaskipti geti orðið uppi til sveita, verkefni sem fær vonandi loksins uppreisn æru. Í dag er að finna nokkur stór skref í rétta átt. Styrkir til nýliðunar í mjólkurframleiðslu, styrkir frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og endurskoðun á búfræðinámi til að laga það að breyttum aðstæðum, þar má nefna aukinn áhuga á loðdýrarækt og möguleika á meiri sérhæfingu í náminu. Ég tek þessu öllu fagnandi en hvet þó til enn frekari úrræða, því stöðnunin má ekki hafa yfirhöndina. Núna er bara að halda áfram á þessari braut, það er á mörgum sviðum hægt að efla íslenskan landbúnað og um að gera að virkja þau öfl sem unga fólkið býr yfir í því samhengi. Fjöldi fólks sem vill styðja við landbúnað, viðhalda honum og bæta nemur þúsundum. Þessi fjöldi getur skipt sköpum og unnið að þeim sameiginlegu markmiðum að tryggja sjálfbærni, fæðuöryggi, einstök gæði og ferskleika vörunnar og ef rétt er haldið á spilunum, auknar útflutningstekjur af ýmsum vörum sprottnum af hvers konar landbúnaði. Ég trúi að nýliðum verði tekið með opnum örmum og vil segja það öruggt að nýliðun með tilheyrandi nýjungum er ein af leiðunum til að tryggja bestu aðferðir og aðstæður til nýsköpunar og hagræðingar í greininni. Það er samfélagsleg skylda að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar og um leið tryggja sjálfbærni í búskap og tengdum greinum. Með því að leita samstöðu og góðrar samvinnu verður hægt að framkvæma þetta á marga vegu, eins og staðan er í dag er betra fyrr en seinna. Leggjum drög að framtíðinni, í sameiningu. Jóhanna María Sigmundsdóttir Höfundur er búfræðingur og situr í stjórn Samtaka ungra bænda. Jóhanna María Sigmundsdóttir Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: hak@hak.is vefslóð: www.hak.is Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4” Dieseldrifnar dælur í mörgum stærðum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.